Plastbarkalæknirinn hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 21. júní 2023 11:14 Paolo Macchiarini á blaðamannafundi um meinta vel heppnaða barkaígræðslu árið 2010. Hann hefur boðað til annars blaðamannafundar í dag. AP/LORENZO GALASSI Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í dag dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir grófar líkamsárásir gagnvart þremur einstaklingum, sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. Macchiarini var sakfelldur fyrir grófar líkamsmeiðingar í tilfelli eins sjúklings, en sýknaður hvað varðaði hina tvo, í héraði í fyrra. Áfrýjunardómstóll kvað upp dóm í málinu í dag og sneri við niðurstöðu lægra setta dómstólsins. Saksóknari í málinu fór fram á það að læknirinn yrði dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekki lægi vafi á því að læknirinn hafi talið að aðferð hans myndi bera árangur en hann hafi samt sem áður starfað með saknæmum hætti. „Rannsókn sýndi fram á að hann hafi gert sér grein fyrir því að aðgerðirnar myndu valda sjúklingum hans líkamstjóni og miska, og að hann hafi látið sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja,“ segir í dóminum. Í frétt Reuters um dóminn segir að verjendur læknisins hafi ekki viljað tjá sig við miðilinn en að Macchiarini hefði boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Sjö ár eru nú síðan málið rataði í fjölmiðla eftir að uppljóstrari greindi frá aðgerðum Macchiarini með plastbarka. Sjö sjúklinga Macchiarini sem fengu plastbarka grædda í sig eru nú látnir og þurftu háttsettir menn á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi meðal annars að láta af störfum vegna málsins. Ákæruliðirnir þrír sneru að þremur sjúklingum Macchiarini; 36 ára karlmanni sem búsettur var á Íslandi, þrítugum Bandaríkjamanni og svo 22 ára konu frá Tyrklandi. Macchiarini var upphaflega aðeins sakfelldur fyrir aðgerðina á konunni frá Tyrklandi. Plastbarkamálið Svíþjóð Ítalía Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. 29. júní 2022 12:40 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Macchiarini var sakfelldur fyrir grófar líkamsmeiðingar í tilfelli eins sjúklings, en sýknaður hvað varðaði hina tvo, í héraði í fyrra. Áfrýjunardómstóll kvað upp dóm í málinu í dag og sneri við niðurstöðu lægra setta dómstólsins. Saksóknari í málinu fór fram á það að læknirinn yrði dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekki lægi vafi á því að læknirinn hafi talið að aðferð hans myndi bera árangur en hann hafi samt sem áður starfað með saknæmum hætti. „Rannsókn sýndi fram á að hann hafi gert sér grein fyrir því að aðgerðirnar myndu valda sjúklingum hans líkamstjóni og miska, og að hann hafi látið sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja,“ segir í dóminum. Í frétt Reuters um dóminn segir að verjendur læknisins hafi ekki viljað tjá sig við miðilinn en að Macchiarini hefði boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Sjö ár eru nú síðan málið rataði í fjölmiðla eftir að uppljóstrari greindi frá aðgerðum Macchiarini með plastbarka. Sjö sjúklinga Macchiarini sem fengu plastbarka grædda í sig eru nú látnir og þurftu háttsettir menn á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi meðal annars að láta af störfum vegna málsins. Ákæruliðirnir þrír sneru að þremur sjúklingum Macchiarini; 36 ára karlmanni sem búsettur var á Íslandi, þrítugum Bandaríkjamanni og svo 22 ára konu frá Tyrklandi. Macchiarini var upphaflega aðeins sakfelldur fyrir aðgerðina á konunni frá Tyrklandi.
Plastbarkamálið Svíþjóð Ítalía Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. 29. júní 2022 12:40 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. 29. júní 2022 12:40
Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24
Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13
Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22