Almenningur sé blekktur með kerfi sem gagnist tekjulágum ekki neitt Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. júní 2023 00:00 Guðmundur Hrafn segir að hlutdeildarlán muni ekki nýtast lágtekjufólki og muni koma aftan að fólki þegar greiða þurfi lánið að tíu árum liðnum. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um leigubremsu komi sömuleiðis of seint og muni ýta fjölskyldum út í fátækt. Vísir/Einar Formaður samtaka leigjenda segir að með hlutdeildarlánum skapi ríkið sér tekjur inn í framtíðina og viðhaldi um leið háu fasteignaverði. Almenningur sé blekktur með kerfi sem gagnist lágtekjufólki ekki neitt. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður samtaka leigjenda, er ekki bjartsýnn um að það verði af áætlunum ríkisstjórnarinnar um byggingu 2800 hagkvæmra leiguíbúða fyrir tekjulága íbúa fyrir árið 2026. „Enda telst mér til að þetta sé í áttunda skipti frá árinu 2014 sem stjórnvöld hafi blásið í herlúðra og lýst yfir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. En á sama tíma hefur ástandinu á húsnæðismarkaði hrakað sem aldrei fyrr þannig sporin hræða,“ sagði Guðmundur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Ég því miður mátulega miklar væntingar, við viljum náttúrulega efndir frekar en enn einn starfshópinn eða nefndina,“ bætti hann við. Hlutdeildarlánin muni koma aftan að fólki Aðspurður út í hlutdeildarlánin sem tóku gildi í dag sagði Guðmundur að tekjumörk á lánunum væru of lág. Þar sem hlutdeildarlánin væru kúlulán mættu lántakendur eiga von á að þurfa að greiða tvöfalt hærri greiðslu að tíu árum liðnum. „Tekjumörkin eru alltof lág, þarna er verið að gera ráð fyrir því að fólk sé með um 260 þúsund króna greiðslugetu til að kaupa 75 milljón króna eign. Ég held að það séu ekki margar eignir sem bera þannig greiðslugetu, ekki nema fólk fari út í verðtryggð lán sem ég er ekki viss um að stjórnvöld vilji,“ sagði Guðmundur. Ríkið sé að skapa sér tekjur með kúlulánum í formi hlutdeildarlána sem muni koma aftan að leigjendum að tíu árum liðnum vegna áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði.Vísir/Vilhelm „Svo megum við ekki gleyma því að hlutdeildarlánin þarf að greiða til baka miðað við þáverandi markaðsverð sem verður eftir tíu ár. Sem þýðir að ef fasteignaverð hækkar með sama hraða eins og það hefur gert þá munu þessi lán tvöfaldast að upphæð,“ sagði hann. „Leigjendur munu þurfa að leggja til hliðar 250 þúsund krónur á mánuði ofan í að greiða af hefðbundnu fasteignaláni til þess að geta borgað þessi hlutdeildarlán til baka. Mér er til efs að það finnist nokkur leigjandi sem getur lagt svo mikið til hliðar.“ Leigubremsa lögfesti núverandi leiguverð og ýti fjölskyldum í fátækt Guðmundur sagði að hugmyndir um leigubremsu komi áratugi of seint og bremsan geri í raun ekkert annað en að lögfesta leiguverð og ýta fleiri fjölskyldum í algjöra fátækt. „Það er búið að kalla eftir því í heilan áratug líka,“ sagði Guðmundur aðspurður út í fyrirhugaðar áætlanir ríkisstjórnarinnar um leigubremsu. „Leigubremsa núna er alltof lítið og alltof seint. Það hefði þurft að koma til fyrir rúmum áratug vegna þess að húsaleiguverð hefur hækkað um fimmtíu prósent umfram verðlag. Hún gerir ekkert núna nema lögfesta núverandi leiguverð og ýta fleiri og fleiri fjölskyldum á leigumarkaði í algjöra fátækt,“ sagði hann. Búið að aftengja kröfuna um hagkvæmt húsnæði Í samtali við Vísi sagði Guðmundur að búið sé að hverfa frá upprunalegu hugmyndunum um hlutdeildarlán. Með því að fella ákvæði um gagnsæi á byggingarkostnaði úr gildi sé búið að aftengja kröfuna um hagkvæmt húsnæði. „Þegar hlutdeildarlánin eru sett upp í nóvember 2020 þá er sett inn ákvæði í reglugerð um að byggingaraðilar sem taki þátt í hlutdeildarlánunum þyrftu að skila inn gögnum um byggingarkostnað. Þetta var gert til að tryggja gagnsæi í þessari áætlun stjórnvalda um byggingu hagkvæmra íbúða,“ segir Guðmundur. „Strax vorið eftir er ákvæðið fellt úr gildi.“ „Ég er búinn að spyrjast mikið fyrir um þetta en hef ekki fengið nein svör um það hver bað um að þetta ákvæði yrði fellt úr gildi. Þarna tel ég að grundvallarbreyting hafi verið gerð á reglugerðinni vegna þess að þarna er búið að aftengja kröfuna um að það sé verið að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir Guðmundur. Hlutdeildarlán geri ekki neitt fyrir lágtekjufólk Guðmundur segir að lög um hlutdeildarlán hafi átt að tryggja byggingu hagkvæms húsnæðis til að halda aftur af fasteignaverði. Þegar tölur um hámarksverð á fasteignum í áætluninni væru skoðaðar mætti sjá að raunverulegur byggingarkostnaður væri mun lægri en hámarkstölur hlutdeildarlánanna. Guðmundur tekur sem dæmi hundrað fermetra fjögurra herbergja íbúðir sem megi kosta 75 milljónir að hámarki í áætluninni. „Þarna er 750 þúsund króna byggingarkostnaður á fermetra,“ segir Guðmundur. „Við vitum það út frá tölum frá byggingaraðilum, reiknivél um byggingarkostnað, samningum félagsbústaða við verktaka og byggingarkostnaði hjá Bjargi að byggingarkostnaður er heilmikið lægri en hámarkstölurnar inni í hlutdeildarlánunum,“ segir hann. Á sama tíma væru hlutdeildarlánin kúlulán sem þyrfti að greiða til baka í heilu lagi eftir tíu ár á þáverandi markaðsvirði. Með áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði megi búast við því að eftir tíu ár hafi greiðslubyrði lánanna tvöfaldast. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að þetta kerfi er ekkert betra en önnur kerfi, jafnvel verra vegna þess að það er verið að nota opinbera sjóði til þess að viðhalda alltof háu fasteignaverði sem fáir geta tekið þátt í.“ „Það er mjög mikilvægt að almenningur átti sig á því að hlutdeildarlán eru ekki að fara gera neitt fyrir lágtekjufólk enda hefur það sýnt sig hversu lítið þetta hefur verið notað,“ segir hann. Ríkið sé að búa sér til pening inn í framtíðina Guðmundur segir að það sama gildi um stofnframlögin sem byggingafélögin þurfi að endurgreiða að fimmtíu árum liðnum. Ríkið sé með þessum kúlulánum að búa sér til pening inn í framtíðina, viðhalda háu húsnæðisverði og að blekkja almenning. „Í báðum tilfellum þá mun ríkið stórgræða á þessu. Þetta er besta ávöxtun sem ríkið getur fengið fyrir sína peninga með því að láta frá sér þessi kúlulán, í formi stofnframlaga og hlutdeildarlána, vegna þess að hækkun á húsnæði er margfalt hærri en nokkur vaxtakjör sem þeim getur boðist,“ segir Guðmundur. „Þarna er ríkið að búa sér til fullt af peningum inn í framtíðina og á sama tíma að viðhalda háu húsnæðisverði. Og að blekkja almenning með því að láta hann halda að þarna sé komið kerfi sem muni nýtast þeim að einhverju marki,“ sagði Guðmundur að lokum. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Leigumarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður samtaka leigjenda, er ekki bjartsýnn um að það verði af áætlunum ríkisstjórnarinnar um byggingu 2800 hagkvæmra leiguíbúða fyrir tekjulága íbúa fyrir árið 2026. „Enda telst mér til að þetta sé í áttunda skipti frá árinu 2014 sem stjórnvöld hafi blásið í herlúðra og lýst yfir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. En á sama tíma hefur ástandinu á húsnæðismarkaði hrakað sem aldrei fyrr þannig sporin hræða,“ sagði Guðmundur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Ég því miður mátulega miklar væntingar, við viljum náttúrulega efndir frekar en enn einn starfshópinn eða nefndina,“ bætti hann við. Hlutdeildarlánin muni koma aftan að fólki Aðspurður út í hlutdeildarlánin sem tóku gildi í dag sagði Guðmundur að tekjumörk á lánunum væru of lág. Þar sem hlutdeildarlánin væru kúlulán mættu lántakendur eiga von á að þurfa að greiða tvöfalt hærri greiðslu að tíu árum liðnum. „Tekjumörkin eru alltof lág, þarna er verið að gera ráð fyrir því að fólk sé með um 260 þúsund króna greiðslugetu til að kaupa 75 milljón króna eign. Ég held að það séu ekki margar eignir sem bera þannig greiðslugetu, ekki nema fólk fari út í verðtryggð lán sem ég er ekki viss um að stjórnvöld vilji,“ sagði Guðmundur. Ríkið sé að skapa sér tekjur með kúlulánum í formi hlutdeildarlána sem muni koma aftan að leigjendum að tíu árum liðnum vegna áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði.Vísir/Vilhelm „Svo megum við ekki gleyma því að hlutdeildarlánin þarf að greiða til baka miðað við þáverandi markaðsverð sem verður eftir tíu ár. Sem þýðir að ef fasteignaverð hækkar með sama hraða eins og það hefur gert þá munu þessi lán tvöfaldast að upphæð,“ sagði hann. „Leigjendur munu þurfa að leggja til hliðar 250 þúsund krónur á mánuði ofan í að greiða af hefðbundnu fasteignaláni til þess að geta borgað þessi hlutdeildarlán til baka. Mér er til efs að það finnist nokkur leigjandi sem getur lagt svo mikið til hliðar.“ Leigubremsa lögfesti núverandi leiguverð og ýti fjölskyldum í fátækt Guðmundur sagði að hugmyndir um leigubremsu komi áratugi of seint og bremsan geri í raun ekkert annað en að lögfesta leiguverð og ýta fleiri fjölskyldum í algjöra fátækt. „Það er búið að kalla eftir því í heilan áratug líka,“ sagði Guðmundur aðspurður út í fyrirhugaðar áætlanir ríkisstjórnarinnar um leigubremsu. „Leigubremsa núna er alltof lítið og alltof seint. Það hefði þurft að koma til fyrir rúmum áratug vegna þess að húsaleiguverð hefur hækkað um fimmtíu prósent umfram verðlag. Hún gerir ekkert núna nema lögfesta núverandi leiguverð og ýta fleiri og fleiri fjölskyldum á leigumarkaði í algjöra fátækt,“ sagði hann. Búið að aftengja kröfuna um hagkvæmt húsnæði Í samtali við Vísi sagði Guðmundur að búið sé að hverfa frá upprunalegu hugmyndunum um hlutdeildarlán. Með því að fella ákvæði um gagnsæi á byggingarkostnaði úr gildi sé búið að aftengja kröfuna um hagkvæmt húsnæði. „Þegar hlutdeildarlánin eru sett upp í nóvember 2020 þá er sett inn ákvæði í reglugerð um að byggingaraðilar sem taki þátt í hlutdeildarlánunum þyrftu að skila inn gögnum um byggingarkostnað. Þetta var gert til að tryggja gagnsæi í þessari áætlun stjórnvalda um byggingu hagkvæmra íbúða,“ segir Guðmundur. „Strax vorið eftir er ákvæðið fellt úr gildi.“ „Ég er búinn að spyrjast mikið fyrir um þetta en hef ekki fengið nein svör um það hver bað um að þetta ákvæði yrði fellt úr gildi. Þarna tel ég að grundvallarbreyting hafi verið gerð á reglugerðinni vegna þess að þarna er búið að aftengja kröfuna um að það sé verið að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir Guðmundur. Hlutdeildarlán geri ekki neitt fyrir lágtekjufólk Guðmundur segir að lög um hlutdeildarlán hafi átt að tryggja byggingu hagkvæms húsnæðis til að halda aftur af fasteignaverði. Þegar tölur um hámarksverð á fasteignum í áætluninni væru skoðaðar mætti sjá að raunverulegur byggingarkostnaður væri mun lægri en hámarkstölur hlutdeildarlánanna. Guðmundur tekur sem dæmi hundrað fermetra fjögurra herbergja íbúðir sem megi kosta 75 milljónir að hámarki í áætluninni. „Þarna er 750 þúsund króna byggingarkostnaður á fermetra,“ segir Guðmundur. „Við vitum það út frá tölum frá byggingaraðilum, reiknivél um byggingarkostnað, samningum félagsbústaða við verktaka og byggingarkostnaði hjá Bjargi að byggingarkostnaður er heilmikið lægri en hámarkstölurnar inni í hlutdeildarlánunum,“ segir hann. Á sama tíma væru hlutdeildarlánin kúlulán sem þyrfti að greiða til baka í heilu lagi eftir tíu ár á þáverandi markaðsvirði. Með áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði megi búast við því að eftir tíu ár hafi greiðslubyrði lánanna tvöfaldast. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að þetta kerfi er ekkert betra en önnur kerfi, jafnvel verra vegna þess að það er verið að nota opinbera sjóði til þess að viðhalda alltof háu fasteignaverði sem fáir geta tekið þátt í.“ „Það er mjög mikilvægt að almenningur átti sig á því að hlutdeildarlán eru ekki að fara gera neitt fyrir lágtekjufólk enda hefur það sýnt sig hversu lítið þetta hefur verið notað,“ segir hann. Ríkið sé að búa sér til pening inn í framtíðina Guðmundur segir að það sama gildi um stofnframlögin sem byggingafélögin þurfi að endurgreiða að fimmtíu árum liðnum. Ríkið sé með þessum kúlulánum að búa sér til pening inn í framtíðina, viðhalda háu húsnæðisverði og að blekkja almenning. „Í báðum tilfellum þá mun ríkið stórgræða á þessu. Þetta er besta ávöxtun sem ríkið getur fengið fyrir sína peninga með því að láta frá sér þessi kúlulán, í formi stofnframlaga og hlutdeildarlána, vegna þess að hækkun á húsnæði er margfalt hærri en nokkur vaxtakjör sem þeim getur boðist,“ segir Guðmundur. „Þarna er ríkið að búa sér til fullt af peningum inn í framtíðina og á sama tíma að viðhalda háu húsnæðisverði. Og að blekkja almenning með því að láta hann halda að þarna sé komið kerfi sem muni nýtast þeim að einhverju marki,“ sagði Guðmundur að lokum.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Leigumarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira