Ekkert áfengi og minna kjöt en meira af fiski og baunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 11:45 Skilaboðin eru skýr: Allt er vænt sem vel er grænt! Getty Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu. Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kemur út í dag en um er að ræða umfangsmesta vísindalega grunn í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið. Sérfræðingar skoðuðu meðal annars áhrif fimmtán matvælaflokka og 36 næringarefna á heilsu manna. „Lagt er til mataræði sem að mestu er sótt í jurtaríkið og samanstendur af miklu grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, kartöflum og heilkorni. Mælt er með mikilli neyslu á fiski og hnetum, hóflegri neyslu á mjólkurvörum sem innihalda litla fitu, takmarkaðri neyslu á rauðu og hvítu kjöti og sem minnstri neyslu á unnum kjötvörum, áfengi og unninni matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt og sykur,“ segir í fréttatilkynningu um ráðleggingarnar. Að sögn Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gefur skýrsluna út, verður hún meðal annars lögð til grundvallar þegar yfirvöld á Norðurlöndunum ákveða matseðla skóla, sjúkrahúsa og annarra mötuneyta á vegum hins opinbera. Nokkrar breytingar verða frá fyrri útgáfu, til að mynda á viðmiðunarmörkum níu næringarefna; E-vítamíns, B6-vítamíns, fólats, B12-vítamíns, C-vítamíns, kalsíns, sinks og selens. Fólki er ráðlagt að forðast alfarið neyslu áfengis, takmarka neyslu á rauðu kjöti við 350 grömm á viku af heilsufarsástæðum og enn frekar af umhverfisástæðum. Þá ber að halda neyslu unnina kjötvara í lágmarki og neyta 300 til 450 gramma af fiski á viku. Fólk ætti að borða að minnsta kosti 90 grömm af heilkorni á dag og borða meira af baunum. Heilbrigðismál Heilsa Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kemur út í dag en um er að ræða umfangsmesta vísindalega grunn í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið. Sérfræðingar skoðuðu meðal annars áhrif fimmtán matvælaflokka og 36 næringarefna á heilsu manna. „Lagt er til mataræði sem að mestu er sótt í jurtaríkið og samanstendur af miklu grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, kartöflum og heilkorni. Mælt er með mikilli neyslu á fiski og hnetum, hóflegri neyslu á mjólkurvörum sem innihalda litla fitu, takmarkaðri neyslu á rauðu og hvítu kjöti og sem minnstri neyslu á unnum kjötvörum, áfengi og unninni matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt og sykur,“ segir í fréttatilkynningu um ráðleggingarnar. Að sögn Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gefur skýrsluna út, verður hún meðal annars lögð til grundvallar þegar yfirvöld á Norðurlöndunum ákveða matseðla skóla, sjúkrahúsa og annarra mötuneyta á vegum hins opinbera. Nokkrar breytingar verða frá fyrri útgáfu, til að mynda á viðmiðunarmörkum níu næringarefna; E-vítamíns, B6-vítamíns, fólats, B12-vítamíns, C-vítamíns, kalsíns, sinks og selens. Fólki er ráðlagt að forðast alfarið neyslu áfengis, takmarka neyslu á rauðu kjöti við 350 grömm á viku af heilsufarsástæðum og enn frekar af umhverfisástæðum. Þá ber að halda neyslu unnina kjötvara í lágmarki og neyta 300 til 450 gramma af fiski á viku. Fólk ætti að borða að minnsta kosti 90 grömm af heilkorni á dag og borða meira af baunum.
Heilbrigðismál Heilsa Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira