Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 08:49 Á myndinni sjást apar af þeirri tegund sem oftast er pyntuð á myndskeiðunum. Getty BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta. Samkvæmt BBC teygir „starfsemin“ sig frá Indónesíu til Bandaríkjanna en yfirvöld hafa málið til rannsóknar og hafa bæði gerendur og kaupendur verið handteknir. Hóparnir eru sagðir hafa byrjað að myndast á YouTube en fært sig yfir á Telegram. Blaðamenn fengu aðgang að einum hópnum á Telegram, þar sem hundruð manna skiptust á hugmyndum um pyntingar og greiddu einstaklingum á Indónesíu og víðar í Asíu fyrir að framkvæma þær og taka upp á myndband. Oftast er um að ræða Macaque-apa, sem eru misnotaðir, pyntaðir og stundum drepnir. Global network of sadistic monkey torture exposed by BBC https://t.co/l6uGfvTchd— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2023 Samkvæmt BBC sæta að minnsta kosti 20 einstaklingar rannsókn, meðal annars einstaklingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einn þeirra sem er þekktur fyrir að dreifa myndskeiðunum, kallaður „The Torture King“, eða „Pyntingakonungurinn“, samþykkti að ræða við miðilinn. Hann lýsir meðal annars skoðanakönnun í einum Telegram-hópnum þar sem spurt var að því hvort menn vildu sjá hamar beitt, töngum eða skrúfjárni. Myndskeiðið sem var „framleitt“ í kjölfarið segir hann hafa verið eitt það ógeðfelldasta sem hann hafi séð. Aðrir sem hafa verið nefndir í tengslum við rannsókn lögreglu eru Stacey Storey, amma í Alabama í Bandaríkjunum, kölluð „Sadistic“, og maður sem BBC kallar einfaldlega „Mr Ape“. Mr Ape játaði í viðtali við BBC að hann bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti fjögurra apa og pyntingum mun fleiri. Hann hefði óskað eftir mjög grófum myndskeiðum. Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á síma Storey, sem geymdi nærri hundrað pyntingarmyndskeið auk gagna sem sýndu fram á að hún hafði greitt fyrir nokkur af grófustu myndskeiðunum sem vitað er um. Storey og Mr Ape hafa ekki verið ákærð en eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Tveir hafa þegar verið handteknir og dæmdir í fangelsi í Indónesíu. Dýr Dýraheilbrigði Indónesía Bandaríkin Bretland Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Samkvæmt BBC teygir „starfsemin“ sig frá Indónesíu til Bandaríkjanna en yfirvöld hafa málið til rannsóknar og hafa bæði gerendur og kaupendur verið handteknir. Hóparnir eru sagðir hafa byrjað að myndast á YouTube en fært sig yfir á Telegram. Blaðamenn fengu aðgang að einum hópnum á Telegram, þar sem hundruð manna skiptust á hugmyndum um pyntingar og greiddu einstaklingum á Indónesíu og víðar í Asíu fyrir að framkvæma þær og taka upp á myndband. Oftast er um að ræða Macaque-apa, sem eru misnotaðir, pyntaðir og stundum drepnir. Global network of sadistic monkey torture exposed by BBC https://t.co/l6uGfvTchd— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2023 Samkvæmt BBC sæta að minnsta kosti 20 einstaklingar rannsókn, meðal annars einstaklingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einn þeirra sem er þekktur fyrir að dreifa myndskeiðunum, kallaður „The Torture King“, eða „Pyntingakonungurinn“, samþykkti að ræða við miðilinn. Hann lýsir meðal annars skoðanakönnun í einum Telegram-hópnum þar sem spurt var að því hvort menn vildu sjá hamar beitt, töngum eða skrúfjárni. Myndskeiðið sem var „framleitt“ í kjölfarið segir hann hafa verið eitt það ógeðfelldasta sem hann hafi séð. Aðrir sem hafa verið nefndir í tengslum við rannsókn lögreglu eru Stacey Storey, amma í Alabama í Bandaríkjunum, kölluð „Sadistic“, og maður sem BBC kallar einfaldlega „Mr Ape“. Mr Ape játaði í viðtali við BBC að hann bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti fjögurra apa og pyntingum mun fleiri. Hann hefði óskað eftir mjög grófum myndskeiðum. Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á síma Storey, sem geymdi nærri hundrað pyntingarmyndskeið auk gagna sem sýndu fram á að hún hafði greitt fyrir nokkur af grófustu myndskeiðunum sem vitað er um. Storey og Mr Ape hafa ekki verið ákærð en eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Tveir hafa þegar verið handteknir og dæmdir í fangelsi í Indónesíu.
Dýr Dýraheilbrigði Indónesía Bandaríkin Bretland Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira