Körfubolti

Frétti að hann væri á leið í annað lið í gegnum SMS frá syni sínum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chris Paul er á leið til Washington Wizards.
Chris Paul er á leið til Washington Wizards. Matthew Stockman/Getty Images

Körfuboltamaðurinn Chris Paul frétti að búið væri að skipta honum frá Phoenix Suns til Washington Wizards í gegnum SMS frá 14 ára syni sínum síðastliðinn sunnudag.

Fyrstu stóru félagsskipti sumarsins í NBA-deildinni í körfubolta áttu sér stað á sunnudagskvöld þegar staðfest var að Bradley Beal væri á leiðinni til Phoenix Suns frá Washington Wizards. Í skiptum fyrir Beal lét Phoenix Suns þá Chris Paul og Landry Shamet fara til Washington Wizards, ásamt fjöldanum öllum af valréttum.

Chris Paul var hins vegar staddur í flugvél á leið til New York til að kynna nýútgefna bók sína þegar skilaboð frá 14 ára syni hans bárust og þannig frétti leikmaðurinn að hann væri ekki lengur leikmaður Suns. Hann hafði leikið með liðinu síðustu þrjú tímabil og fór meðal annars með Suns í úrslit NBA-deildarinnar árið 2021.

Þessi 38 ára gamli leikmaður er einn farsælasti bakvörður deildarinnar frá upphafi og þrátt fyrir að vera farinn að nálgast fimmtugsaldurinn hefur hann sjálfur sagt að hann ætli sér ekki að hætta alveg strax. Hann hefur tólf sinnum verið valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar og árið 2006 var hann valinn nýliði ársins.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×