Fullyrðir að Zion Willamson verði kominn í nýtt lið á fimmtudaginn Siggeir Ævarsson skrifar 19. júní 2023 23:01 Zion Williamson fagnar gegn Phoenix Suns. Sean Gardner/Getty Images Töluvert hefur verið hvíslað um möguleg félagskipti Zion Williamson, leikmanns New Orleans Pelicans, síðustu daga og nú hefur íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons bætt olíu á þann eld en hann segir að Williamson verði ekki leikmaður Pelicans þegar nýliðavalið fer fram á fimmtudag. Simmons gat ekki gefið upp heimildarmann sinn fyrir þessari fullyrðingu en sagði: „Ónefndur aðili, sem ég treysti, sagði mér í gær að hann yrði ekki í liðinu lengur á fimmtudaginn.“ Fer þessi fullyrðing saman við fréttir sem berast úr herbúðum Pelicans, sem virðast hafa fengið nóg af hegðun Williamson utan vallar. Recent off-court events surrounding Zion Williamson have shocked high-ranking members of the Pelicans organization. High-ranking members of the organization have been dismayed by recent off-court developments around Williamson, as other outlets have noted. The organization pic.twitter.com/zKwIxBIETw— NBACentral (@TheNBACentral) June 19, 2023 Einkalíf Williamson hefur verið töluvert í fréttum undanfarið en Moriah Mills, fyrrum klámstjarna, fór mikinn á Twitter á dögunum þar sem hún sagðist eiga í ástarsambandi við Zion. Það væri kannski ekki stórmál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að daginn áður tilkynntu Zion og og kærasta hans, Akheema, að þau ættu von á barni. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo önnur kona stigið fram á Twitter og sagst eiga í ástarsambandi við Zion, og birti m.a. myndir af Zion sofandi máli sínu til stuðnings. Vandræði utan og innan vallar En Zion er ekki bara í vandræðum utan vallar. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður nýliðavalsins 2019 og notuðu Pelicans 1. valrétt til að velja hann. Honum hefur þó gengið afar illa að halda sér heilum heilsu en Zion lék aðeins 24 leiki sitt fyrsta tímabil í deildinni og 61 það næsta, en alls er tímabilið 82 leikir. Tímabilið 2021-22 lék Zion ekkert vegna meiðsla og aðeins 29 leiki á nýliðnu tímabili. Hann hefur einnig legið undir ámæli fyrir að vera of þungur og sýna engan metnað til að koma sér í form fyrir það álag sem fylgir því að spila í NBA. Zion er í dag skráður 129 kg á vefsíðu NBA, en hann er tæpir tveir metrar á hæð. Það er þó engum blöðum um það að fletta að Zion er hæfileikaríkur leikmaður og þegar hann er á vellinum halda honum engin bönd, en hann hefur skorað að meðaltali tæp 26 stig í leik á ferlinum. Í leik gegn Timberwolves í desember skoraði Zion það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á ferlinum, eða 43 stig. Félagaskiptahasar í kringum nýliðavalið Búast má við allskonar félagaskiptafléttum í kringum nýliðavalið í NBA sem fram fer á fimmtudaginn, en lið geta skipt valrétti sínum til annarra liða, og fá eða láta þá gjarnan leikmenn með í slíkum pökkum. Pelicans eiga 14. valrétt, en þá er oft orðið fátt um fína drætti í valinu. Talið er líklegt að Pelicans hafi augastað á einhverjum af fimm efstu valréttunum. Engar líkur eru á að Spurs láti fyrsta valrétt af hendi en 99,9% líkur eru á að Gregg Popovich og félagar velji franska undrabarnið Victor Wembanyama. Þá eru eftir í röð: 2. Charlotte Hornets, 3. Portland Trail Blazers, 4. Houston Rockets og 5. Detroit Pistons. Ein flétta gæti verið á þá leið að þriðja liðið komi inn og Zion endi þar meðan að valréttir liðanna ganga kaupum og sölum. New York Knicks hafa m.a. verið nefndir, sem og 76ers en enn sem komið er þá er ekkert fast í hendi. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Klámstjarna sakar tilvonandi föðurinn Zion um framhjáhald Körfuboltamaðurinn Zion Williamson og kærasta hans greindu frá því í vikunni að þau ættu von á stúlku. Degi síðar greindi klámstjarna frá því að hún ætti í ástarsambandi við Zion og nú hefur önnur kona bæst við. 9. júní 2023 10:24 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Simmons gat ekki gefið upp heimildarmann sinn fyrir þessari fullyrðingu en sagði: „Ónefndur aðili, sem ég treysti, sagði mér í gær að hann yrði ekki í liðinu lengur á fimmtudaginn.“ Fer þessi fullyrðing saman við fréttir sem berast úr herbúðum Pelicans, sem virðast hafa fengið nóg af hegðun Williamson utan vallar. Recent off-court events surrounding Zion Williamson have shocked high-ranking members of the Pelicans organization. High-ranking members of the organization have been dismayed by recent off-court developments around Williamson, as other outlets have noted. The organization pic.twitter.com/zKwIxBIETw— NBACentral (@TheNBACentral) June 19, 2023 Einkalíf Williamson hefur verið töluvert í fréttum undanfarið en Moriah Mills, fyrrum klámstjarna, fór mikinn á Twitter á dögunum þar sem hún sagðist eiga í ástarsambandi við Zion. Það væri kannski ekki stórmál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að daginn áður tilkynntu Zion og og kærasta hans, Akheema, að þau ættu von á barni. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo önnur kona stigið fram á Twitter og sagst eiga í ástarsambandi við Zion, og birti m.a. myndir af Zion sofandi máli sínu til stuðnings. Vandræði utan og innan vallar En Zion er ekki bara í vandræðum utan vallar. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður nýliðavalsins 2019 og notuðu Pelicans 1. valrétt til að velja hann. Honum hefur þó gengið afar illa að halda sér heilum heilsu en Zion lék aðeins 24 leiki sitt fyrsta tímabil í deildinni og 61 það næsta, en alls er tímabilið 82 leikir. Tímabilið 2021-22 lék Zion ekkert vegna meiðsla og aðeins 29 leiki á nýliðnu tímabili. Hann hefur einnig legið undir ámæli fyrir að vera of þungur og sýna engan metnað til að koma sér í form fyrir það álag sem fylgir því að spila í NBA. Zion er í dag skráður 129 kg á vefsíðu NBA, en hann er tæpir tveir metrar á hæð. Það er þó engum blöðum um það að fletta að Zion er hæfileikaríkur leikmaður og þegar hann er á vellinum halda honum engin bönd, en hann hefur skorað að meðaltali tæp 26 stig í leik á ferlinum. Í leik gegn Timberwolves í desember skoraði Zion það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á ferlinum, eða 43 stig. Félagaskiptahasar í kringum nýliðavalið Búast má við allskonar félagaskiptafléttum í kringum nýliðavalið í NBA sem fram fer á fimmtudaginn, en lið geta skipt valrétti sínum til annarra liða, og fá eða láta þá gjarnan leikmenn með í slíkum pökkum. Pelicans eiga 14. valrétt, en þá er oft orðið fátt um fína drætti í valinu. Talið er líklegt að Pelicans hafi augastað á einhverjum af fimm efstu valréttunum. Engar líkur eru á að Spurs láti fyrsta valrétt af hendi en 99,9% líkur eru á að Gregg Popovich og félagar velji franska undrabarnið Victor Wembanyama. Þá eru eftir í röð: 2. Charlotte Hornets, 3. Portland Trail Blazers, 4. Houston Rockets og 5. Detroit Pistons. Ein flétta gæti verið á þá leið að þriðja liðið komi inn og Zion endi þar meðan að valréttir liðanna ganga kaupum og sölum. New York Knicks hafa m.a. verið nefndir, sem og 76ers en enn sem komið er þá er ekkert fast í hendi.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Klámstjarna sakar tilvonandi föðurinn Zion um framhjáhald Körfuboltamaðurinn Zion Williamson og kærasta hans greindu frá því í vikunni að þau ættu von á stúlku. Degi síðar greindi klámstjarna frá því að hún ætti í ástarsambandi við Zion og nú hefur önnur kona bæst við. 9. júní 2023 10:24 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Klámstjarna sakar tilvonandi föðurinn Zion um framhjáhald Körfuboltamaðurinn Zion Williamson og kærasta hans greindu frá því í vikunni að þau ættu von á stúlku. Degi síðar greindi klámstjarna frá því að hún ætti í ástarsambandi við Zion og nú hefur önnur kona bæst við. 9. júní 2023 10:24
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum