Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð.
Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets.
Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023
Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili.
Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum.
Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi.
Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023
Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum.