Beal til liðs við Durant og Booker | Hvað verður um Chris Paul? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 08:30 Bradley Beal er genginn til liðs við Phoenix Suns. AP/Nick Wass Fyrstu stóru félagaskipti sumarsins í NBA-deildinni í körfubolta áttu sér stað á sunnudagskvöld. Þá var staðfest að Bradley Beal væri á leiðinni til Phoenix Suns frá Washington Wizards. Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð. Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets. Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili. Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum. Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi. Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum. Körfubolti NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð. Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets. Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili. Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum. Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi. Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum.
Körfubolti NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira