Vinsælasta tónlistarkona heims hætt að halda tónleika? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2023 16:00 Miley Cyrus í góðum félagsskap Lil Nas X og Elton John. Sá síðarnefndi er um þessar mundir að halda kveðjutónleika fyrir aðdáendur sína víða um heim og heldur t.a.m. ferna tónleika í París undir lok mánaðarins. Miley Cyrus kann að hafa haldið sína kveðjutónleika nú þegar. Emma McIntyre/Getty Images Vinsælasta tónlistarkona heims ætlar ekki að halda neina tónleika á næstu misserum og kannski aldrei framar. Æ fleiri tónlistarmenn aflýsa nú tónleikum sínum vegna þess hversu mikið álag það er á andlega heilsu þeirra. Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir. Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir.
Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira