Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2023 20:02 Baklýstir strókar vatnsíss ganga upp úr sprungum í ísskorpunni á suðurpól Enkeladusar. Cassini-geimfarið flaug í gegnum strókana og efnagreindi þá. Myndin var tekin í leiðangri Cassini árið 2009. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. Jarðfræðilega virk ístungl eins og Enkeladus þykja einhverjir líklegustu staðirnir utan jarðarinnar til að geta hýst líf í sólkerfinu okkar. Undir skorpum Enkeladusar og Evrópu, tungls Júpíters, er talið að sé að finna meira fljótandi vatn en í öllum höfum jarðar. Tilgátan er að þrátt fyrir sólarleysið gæti líf hafa kviknað við jarðhitastrýtur á hafsbotninum, líkar þeim sem þekkjast á jörðinni. Forsenda þess er þó að frumefni sem eru nauðsynleg lífi, að minnsta kosti í þeirri mynd sem við þekkjum það, séu til staðar í þessum framandi höfum. Stjörnufræðingar hafa fundið natríum, kalín, klór og karbónatsambönd með því að efnagreina ískorn sem spýtast út um sprungur á yfirborði Enkeladusar. Svonefndur E-hringur Satúrnusar er daufur hringur úr ísögnum utan við breiðu og björtu aðalhringina. Ísstrókar Enkeladusar eru taldir leggja E-hringnum til efni. Skuggahlið tunglsins sést á myndinni inni í hringnum.NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Ný greining vísindamanna á gögnum sem bandaríska geimfarið Cassini safnaði um svonefndan E-hring Satúrnusar leiddi í ljós að ískorn sem eru talin upprunin úr hafi Enkeladusar innihalda fosföt, efnasambönd sem innihalda fosfór. Cassini flaug ítrekað í gengum stróka sem stóðu upp úr ísskorpu Enkeladusar á þeim þrettán árum sem leiðangurinn stóð yfir. Fosfór er minnst útbreitt þeirra frumefna sem þarf í líffræðileg ferli og það hafði ekki fundist á Enkeladusi áður. Það er meðal annars byggingareining kjarnsýra og er að finna í beinum spendýra, frumuhimnum og í þörungum í sjó. Frumefnið er einnig í lykilhlutverki í sameindum sem flytja orku í jarðneskum lífverum. Sláandi uppgötvun í stjörnulíffræði Þetta er í fyrsta skipti sem fosfór finnst í hafi utan jarðarinnar. Rannsóknir á tilraunastofu benda til þess að styrkur fosfórs í hafi Enkeladusar sé að minnsta kosti hundrað sinnum meiri en í höfum jarðar, að því er kemur fram í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Út frá gögnunum og tölvulíkönum telja stjörnufræðingarnir að fosföt kunni að vera að finna í fleiri neðanjarðarhöfum í sólkerfinu, sérstaklega á hnöttum sem mynduðust úr ís frá myndun sólkerfisins sem inniheldur koltvísýring og þar sem fljótandi vatn kemst í snertingu við berg. Auk Evrópu hafa stjörnufræðingar séð merki þess að neðanjarðarhaf sé að finna á Ganýmedesi og Kallistó, tunglum Júpíters, og Trítoni, tungli Neptúnusar. Sambærilegir ísstrókar og þekktir eru á Enkeladusi hafi sést stafa frá yfirborði Trítons. „Þetta lykilhráefni gæti verið í svo miklu magni að það gæti staðið undir lífi í hafi Enkeladusar. Þetta er sláandi uppgötvun í stjörnulíffræði,“ segir Christopher Glein, reikistjörnu- og efnafræðingur við Southwest Research Intistute í Texas í Bandaríkjunum og einn rannsakendanna. Glein leggur þó áherslu á að niðurstaðan þýði ekki að líf hafi fundist á Enkeladusi. „Það er nauðsynlegt að hafa hráefnin en það getur verið að þau séu ekki nóg til þess að umhverfi utan jarðarinnar geti hýst líf. Hvort að líf gæti hafa kviknað í hafi Enkeladusar er enn opin spurning.“ Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. 1. júní 2023 15:18 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Jarðfræðilega virk ístungl eins og Enkeladus þykja einhverjir líklegustu staðirnir utan jarðarinnar til að geta hýst líf í sólkerfinu okkar. Undir skorpum Enkeladusar og Evrópu, tungls Júpíters, er talið að sé að finna meira fljótandi vatn en í öllum höfum jarðar. Tilgátan er að þrátt fyrir sólarleysið gæti líf hafa kviknað við jarðhitastrýtur á hafsbotninum, líkar þeim sem þekkjast á jörðinni. Forsenda þess er þó að frumefni sem eru nauðsynleg lífi, að minnsta kosti í þeirri mynd sem við þekkjum það, séu til staðar í þessum framandi höfum. Stjörnufræðingar hafa fundið natríum, kalín, klór og karbónatsambönd með því að efnagreina ískorn sem spýtast út um sprungur á yfirborði Enkeladusar. Svonefndur E-hringur Satúrnusar er daufur hringur úr ísögnum utan við breiðu og björtu aðalhringina. Ísstrókar Enkeladusar eru taldir leggja E-hringnum til efni. Skuggahlið tunglsins sést á myndinni inni í hringnum.NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Ný greining vísindamanna á gögnum sem bandaríska geimfarið Cassini safnaði um svonefndan E-hring Satúrnusar leiddi í ljós að ískorn sem eru talin upprunin úr hafi Enkeladusar innihalda fosföt, efnasambönd sem innihalda fosfór. Cassini flaug ítrekað í gengum stróka sem stóðu upp úr ísskorpu Enkeladusar á þeim þrettán árum sem leiðangurinn stóð yfir. Fosfór er minnst útbreitt þeirra frumefna sem þarf í líffræðileg ferli og það hafði ekki fundist á Enkeladusi áður. Það er meðal annars byggingareining kjarnsýra og er að finna í beinum spendýra, frumuhimnum og í þörungum í sjó. Frumefnið er einnig í lykilhlutverki í sameindum sem flytja orku í jarðneskum lífverum. Sláandi uppgötvun í stjörnulíffræði Þetta er í fyrsta skipti sem fosfór finnst í hafi utan jarðarinnar. Rannsóknir á tilraunastofu benda til þess að styrkur fosfórs í hafi Enkeladusar sé að minnsta kosti hundrað sinnum meiri en í höfum jarðar, að því er kemur fram í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Út frá gögnunum og tölvulíkönum telja stjörnufræðingarnir að fosföt kunni að vera að finna í fleiri neðanjarðarhöfum í sólkerfinu, sérstaklega á hnöttum sem mynduðust úr ís frá myndun sólkerfisins sem inniheldur koltvísýring og þar sem fljótandi vatn kemst í snertingu við berg. Auk Evrópu hafa stjörnufræðingar séð merki þess að neðanjarðarhaf sé að finna á Ganýmedesi og Kallistó, tunglum Júpíters, og Trítoni, tungli Neptúnusar. Sambærilegir ísstrókar og þekktir eru á Enkeladusi hafi sést stafa frá yfirborði Trítons. „Þetta lykilhráefni gæti verið í svo miklu magni að það gæti staðið undir lífi í hafi Enkeladusar. Þetta er sláandi uppgötvun í stjörnulíffræði,“ segir Christopher Glein, reikistjörnu- og efnafræðingur við Southwest Research Intistute í Texas í Bandaríkjunum og einn rannsakendanna. Glein leggur þó áherslu á að niðurstaðan þýði ekki að líf hafi fundist á Enkeladusi. „Það er nauðsynlegt að hafa hráefnin en það getur verið að þau séu ekki nóg til þess að umhverfi utan jarðarinnar geti hýst líf. Hvort að líf gæti hafa kviknað í hafi Enkeladusar er enn opin spurning.“
Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. 1. júní 2023 15:18 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. 1. júní 2023 15:18
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15