Nýtt þjálfarteymi KR í körfubolta Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 19:08 Jakob Örn Sigurðarson er nýráðinn þjálfari KR í körfubolta. KR Jakob Örn Sigurðarson hefur verið ráðinn þjálfari KR í körfubolta og framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildarinnar, sem er ný staða innan félagsins. Adama Darboe gengur á ný til félagsins og verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Jakob hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari KR og þjálfað yngri flokka félagsins. Þekking hans á ungum leikmönnum félagsins er mikil. Það ætti að hjálpa til við að koma liðinu upp í Subway-deildina á ný. Jakob er uppalinn KR-ingur og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu um aldamótin og aftur níu árum síðar. Á ferli sínum erlendis spilaði Jakob sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Eftir atvinnumannaferilinn spilaði Jakob með KR í tvö tímabil en lagði skóna á hilluna 2019. „Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,“ segir Jakob á KR.is “Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman,“ segir Jakob. Adama Darboe er nýráðin spilandi aðstoðarþjálfariKR Adama Darboe spilaði með KR tímabilið 2021-2022 og var framlagshæstur allra í liðinu. Hann var með 17 stig og gaf tæpar sjö stoðsendingar. “Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka,” segir Jakob um aðstoðarmann sinn. Darboe hrósaði Jakobi sömuleiðis og segist ekki geta beðið eftir að tímabilið hefjist. Hann segir Jakob mikinn fagmann og segist spenntur að vinna með honum innan sem utan vallar. “Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig.“ KR Subway-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Jakob hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari KR og þjálfað yngri flokka félagsins. Þekking hans á ungum leikmönnum félagsins er mikil. Það ætti að hjálpa til við að koma liðinu upp í Subway-deildina á ný. Jakob er uppalinn KR-ingur og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu um aldamótin og aftur níu árum síðar. Á ferli sínum erlendis spilaði Jakob sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Eftir atvinnumannaferilinn spilaði Jakob með KR í tvö tímabil en lagði skóna á hilluna 2019. „Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,“ segir Jakob á KR.is “Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman,“ segir Jakob. Adama Darboe er nýráðin spilandi aðstoðarþjálfariKR Adama Darboe spilaði með KR tímabilið 2021-2022 og var framlagshæstur allra í liðinu. Hann var með 17 stig og gaf tæpar sjö stoðsendingar. “Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka,” segir Jakob um aðstoðarmann sinn. Darboe hrósaði Jakobi sömuleiðis og segist ekki geta beðið eftir að tímabilið hefjist. Hann segir Jakob mikinn fagmann og segist spenntur að vinna með honum innan sem utan vallar. “Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig.“
KR Subway-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira