Hefur meiri áhyggjur af mismunun en útrýmingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 08:22 Vestager segir hættuna á mismunun verulega. epa/Olivier Hoslet Margarethe Vestager, sem fer fyrir málefnum er varða stafræna framþróun og samkeppni hjá Evrópusambandinu, segir mismunun meira áhyggjuefni þegar kemur að gervigreind en möguleg endalok mannkynsins. Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“ Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“
Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira