Jókerinn einstakur og Denver meistari í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 07:16 Nikola Jokic hefur svarað öllum efasemdaröddum og Denver Nuggets er NBA-meistari í fyrsta sinn. AP/Jack Dempsey Serbinn Nikola Jokic var að sjálfsögðu í aðalhlutverki í nótt þegar Denver Nuggets varð NBA-meistari í körfubolta í fyrsta sinn frá upphafi. Leikmenn Denver fögnuðu vel og lengi á heimavelli eftir að hafa unnið Miami Heat 94-89, og þar með úrslitaeinvígi liðanna af miklu öryggi, 4-1. Eftir 47 ára veru í NBA-deildinni gátu Denver-búar fagnað með tilheyrandi flugeldasýningu. The @nuggets receive The Larry O'Brien Trophy as the 2022-23 NBA Champions! pic.twitter.com/1JmArALpSM— NBA (@NBA) June 13, 2023 CHAMPIONSHIP CITY, BABY! A crowd has gathered at 20th and Market in downtown Denver after the Denver Nuggets clinched their first-ever NBA title. pic.twitter.com/nMLGPyqieZ— Denver7 Nuggets News (@DenverChannel) June 13, 2023 Leikurinn í gær var reyndar engin flugeldasýning en enn og aftur var það Jokic sem sífellt kom liðsfélögum sínum til bjargar, en hann skoraði 28 stig í leiknum og tók 16 fráköst. Jokic er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni, og hann var að sjálfsögðu verðlaunaður með Bill Russell verðlaunagripnum sem verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nikola Jokic is the 1st player in NBA history to lead all players in points, rebounds and assists in a single postseason. pic.twitter.com/DtqhfBKLIl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 13, 2023 Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2021 og 2022 en verðlaunin í gær höfðu aðra og meiri þýðingu. „Við erum ekki í þessu fyrir okkur sjálfa heldur fyrir félagann við hliðina á okkur. Þess vegna hefur þetta meiri þýðingu,“ sagði Jokic. Congrats to the Denver @Nuggets and the remarkable finals MVP Nikola Joki for bringing home the franchise s first NBA Championship!— Barack Obama (@BarackObama) June 13, 2023 Denver þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í nótt og tilhugsunin um að geta tekið við meistarabikarnum í fyrsta sinn, og spennan sem því fylgdi, gæti hafa valdið því að aðeins tvö af fyrstu 22 þriggja stiga skotum liðsins fóru niður, sem og sex af fyrstu 13 vítaskotum. Miami var stigi yfir þegar 2:45 voru eftir af leiknum, eftir átta stig í röð frá Jimmy Butler. Denver náði hins vegar forystunni á ný og var þremur stigum yfir þegar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Brown komst þá í þriggja stiga skot sem klikkaði og leikmenn Denver voru nógu öruggir á vítalínunni til að landa sigrinum, og þar með titlinum sem fagnað var með ýmsum hætti. IT S A POOL DAYpic.twitter.com/zf38DlwYu3— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 The vibe is immaculate. pic.twitter.com/TPM3wxfJPi— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 Nikola Jokic and his family celebrate after he leads the Denver #Nuggets to their first NBA Championship.Joker's brother holds him up and jostles him around like a rag doll, one of the few humans on this planet who could actually do that with Jokic. https://t.co/ZglQvh8G2o pic.twitter.com/yDLFAifRzU— Joel Rush (@JoelRushNBA) June 13, 2023 NBA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Leikmenn Denver fögnuðu vel og lengi á heimavelli eftir að hafa unnið Miami Heat 94-89, og þar með úrslitaeinvígi liðanna af miklu öryggi, 4-1. Eftir 47 ára veru í NBA-deildinni gátu Denver-búar fagnað með tilheyrandi flugeldasýningu. The @nuggets receive The Larry O'Brien Trophy as the 2022-23 NBA Champions! pic.twitter.com/1JmArALpSM— NBA (@NBA) June 13, 2023 CHAMPIONSHIP CITY, BABY! A crowd has gathered at 20th and Market in downtown Denver after the Denver Nuggets clinched their first-ever NBA title. pic.twitter.com/nMLGPyqieZ— Denver7 Nuggets News (@DenverChannel) June 13, 2023 Leikurinn í gær var reyndar engin flugeldasýning en enn og aftur var það Jokic sem sífellt kom liðsfélögum sínum til bjargar, en hann skoraði 28 stig í leiknum og tók 16 fráköst. Jokic er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni, og hann var að sjálfsögðu verðlaunaður með Bill Russell verðlaunagripnum sem verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nikola Jokic is the 1st player in NBA history to lead all players in points, rebounds and assists in a single postseason. pic.twitter.com/DtqhfBKLIl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 13, 2023 Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2021 og 2022 en verðlaunin í gær höfðu aðra og meiri þýðingu. „Við erum ekki í þessu fyrir okkur sjálfa heldur fyrir félagann við hliðina á okkur. Þess vegna hefur þetta meiri þýðingu,“ sagði Jokic. Congrats to the Denver @Nuggets and the remarkable finals MVP Nikola Joki for bringing home the franchise s first NBA Championship!— Barack Obama (@BarackObama) June 13, 2023 Denver þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í nótt og tilhugsunin um að geta tekið við meistarabikarnum í fyrsta sinn, og spennan sem því fylgdi, gæti hafa valdið því að aðeins tvö af fyrstu 22 þriggja stiga skotum liðsins fóru niður, sem og sex af fyrstu 13 vítaskotum. Miami var stigi yfir þegar 2:45 voru eftir af leiknum, eftir átta stig í röð frá Jimmy Butler. Denver náði hins vegar forystunni á ný og var þremur stigum yfir þegar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Brown komst þá í þriggja stiga skot sem klikkaði og leikmenn Denver voru nógu öruggir á vítalínunni til að landa sigrinum, og þar með titlinum sem fagnað var með ýmsum hætti. IT S A POOL DAYpic.twitter.com/zf38DlwYu3— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 The vibe is immaculate. pic.twitter.com/TPM3wxfJPi— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 Nikola Jokic and his family celebrate after he leads the Denver #Nuggets to their first NBA Championship.Joker's brother holds him up and jostles him around like a rag doll, one of the few humans on this planet who could actually do that with Jokic. https://t.co/ZglQvh8G2o pic.twitter.com/yDLFAifRzU— Joel Rush (@JoelRushNBA) June 13, 2023
NBA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum