Valeriy Shersen talsmaður hersins segir að Rússar hafi sprengt upp stíflu sem er í nágrenni þorpsins Novodarivka og að rof hennar hafi orsakað flóð á báðum bökkum Mokri Yali árinnar.
Shersen segir að Rússar sprengi stíflurnar til að reyna að hefta framgang úkraínska hersins en Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sagði um helgina að gagnsókn hans manna væri nú hafin fyrir alvöru.
Úkraínumenn segja að þrjú þorp hafi nú verið frelsuð úr höndum Rússa í Donetsk héraði. Myndbönd sýna Úkraínumenn fagna sigrum í þorpunum þremur en yfirvöld í Moskvu hafa ekki tjáð sig um málið.