„Eitt lið á vellinum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. júní 2023 20:15 Arnar var sáttur með sigurinn og frammistöðuna. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. „Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
„Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira