Börnin tala lítið en eru á batavegi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2023 20:32 Forseti landsins heimsótti börnin í gær. AP Börnin fjögur, sem fundust í Amazon regnskóginum eftir fjörutíu daga leit, hittu ættingja sína á sjúkrahúsi í Bogotá í gærkvöldi. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira