Á annað þúsund kynferðisglæpamanna hefur fengið dóma sína mildaða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. júní 2023 15:45 Irene Montero, jafnréttismálaráðherra Spánar. Hæstiréttur hefur staðfest að lög sem hún fékk samþykkt í október og áttu að auka öryggi fórnarlamba kynferðisofbeldis og stuðla að þyngri dómum hafa haft þveröfug áhrif. Flest bendir til þess að dagar hennar í stjórnmálum séu senn taldir og sameinað framboð vinstri flokka vestan við Sósíaldemókrata hefur aftekið að hún verði í framboði við þingkosningarnar sem fram fara 23. júlí nk. A. Perez Meca/Getty Images 1.120 kynferðisglæpamenn á Spáni hafa fengið refsingu sína mildaða og 114 kynferðisglæpamönnum hefur sleppt áður en þeir luku afplánun vegna mistaka í nýrri lagasetningu sem var ætlað að auka öryggi og réttarstöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum. Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira
Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum.
Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira