„Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 12:57 Birnir hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. vísir/Hulda margrét „Fatahönnun er andstæðan við fótboltann. Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar,“ segir Birnir Snær Ingason, kantmaður Víkings. Hann lærir fatahönnun samhliða fótboltanum og segist elska það. „Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
„Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira