Körfubolti

Den­ver Nug­gets getur orðið NBA meistari í fyrsta skipti í sögunni

Jón Már Ferro skrifar
 Jamal Murray og Aaron Gordon, leikmenn Denver Nuggets, fagna fjórða sigrinum.
 Jamal Murray og Aaron Gordon, leikmenn Denver Nuggets, fagna fjórða sigrinum. vísir/getty

Á morgun fer fram fimmti leikurinn í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni í körfubolta. Með sigri getur Denver Nuggets orðið NBA meistari í fyrsta skipti í sögunni.

Denver hefur unnið þrjá leiki en Miami Heat einn en fjóra sigra þarf til að verða krýndur meistari.

Denver sem farið hefur 29 sinnum í úrslitakeppnina hefur aldrei verið jafn nálægt því að tryggja sér stærsta titilinn í körfuboltanum.

Bruce Brown, leikmaður Denver segir að liðið þurfi að halda einbeitingu.

„Það er mikil vinna eftir. Þetta er ekki fyrstur til að vinna þrjá leiki heldur fjóra,“ segir Brown.

Aaron Gordon, samherji hans tekur í sama streng.

„Þetta er góð tilfinning. Að koma hingað og sækja tvo sigra er ekki auðvelt. Sérstaklega á móti svona góðu Miami liði. Vinnunni er ekki lokið. Við þurfum að snúa aftur til Denver og klára okkar vinnu,“ segir Gordon.

Jamal Murray skráði sig í sögubækur NBA með því að verða fyrsti leikmaðurinn til að gefa tíu stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjum úrslitakeppninnar. 

Liðin spila næst á mánudaginn og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á miðnætti en leikurinn sjálfur hálftíma síðar.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×