Sport

Dag­skráin í dag: Reykja­víkurs­lagur í Foss­vogi og veisla í Bestu deildunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingur er á toppi Bestu deildar karla.
Víkingur er á toppi Bestu deildar karla. Vísir/Hulda Margrét

Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.30 hefst upphitun Bestu markanna fyrir leiki dagsins. Klukkan 15.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem Þór/KA og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Klukkan 19.00 er komið að leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Klukkan 21.20 er svo komið að Stúkunni. Þar verða leikir dagsins í dag og gær gerðir upp.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.20 leikur Unicaja og Barca í úrslitakeppni spænska körfuboltans á dagskrá.

Klukkan 18.35 er leikur Spezia og Hellas Verona um sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 18.00 hefst útsending frá ShopRite LPGA Classic-mótinu í golfi.

Stöð 2 Sport 5

Topplið Víkings tekur á móti Fram í Bestu deild karla kl. 19.05

Stöð 2 ESport

Klukkan 17.00 er Show Match á BLAST Premier á dagskrá. Klukkan 18.30 eru Vorúrslit á sama móti á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 16.50 er leikur HK og Vals í Bestu deild karla á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×