Kosning ógilt af því bæjarstjórinn fór í bíltúr með kjörkassann Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. júní 2023 15:30 Nákvæmlega svona leit kjörkassinn út sem bæjarstjórinn í Puerto Seguro fór með í bíltúr á kjördag. Joaquin Gomez Sastre/Getty Images Bæjarstjóri á Spáni fór í bíltúr með kjörkassann þegar sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Hann segist bara hafa verið að aðstoða farlama konu að nýta sér kosningarétt sinn. Endurtaka þarf kosningarnar í bænum. Ætlaði bara að vera liðlegur við farlama konu Bæjarstjórinn í Puerto Seguro í nágrenni við Salamanca á mið-Spáni ætlaði bara að vera liðlegur við gamla konu sem ekki var fótafær þegar sveitastjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Enda þekkjast allir í þessu 60 manna þorpi. Hún hringdi og spurði hann hvort hann gæti ekki gert henni mögulegt að kjósa. Hann hélt það nú, vippaði kjörkassanum út í bíl, skottaðist heim til gömlu konunnar og sagði henni að vera snögg. Hún var svo snögg að honum gafst ekki einu sinni tími til að reykja hálfa sígarettu. Þá fór hann og skilaði kjörkassanum aftur. Þetta voru ekki nema einhverjar fimm mínútur, segir Evaristo Montero, bæjarstjóri. Sósíalistar kærðu kosningarnar Oddviti Sósíalistaflokksins var í göngutúr við kirkjuna þegar hann sá kjörkassann skjótast framhjá sér í aftursæti bæjarstjórans. Honum fannst eitthvað bogið við þetta og hringdi á lögregluna. Kjörstjórn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé svo alvarlegt brot á kosningalögum að kjósa verði aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert. Bæjarstjórinn, sem hefur gegnt embættinu í 12 ár, segist vera miður sín og að auðvitað hefði hann ekki átt að gera þetta. Kjörstjórnin í Borgarnesi hefði nú líka getað sagt honum að svona gera menn ekki. Breytir ekki miklu... en lög eru lög Heldur ólíklegt verður að teljast að nýjar kosningar breyti miklu til eða frá, því Lýðflokkurinn burstaði kosningarnar um daginn, hlaut 32 atkvæði á móti 13 atkvæðum sósíalista. En það er alveg sama, lög eru lög… segja sumir. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Ætlaði bara að vera liðlegur við farlama konu Bæjarstjórinn í Puerto Seguro í nágrenni við Salamanca á mið-Spáni ætlaði bara að vera liðlegur við gamla konu sem ekki var fótafær þegar sveitastjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Enda þekkjast allir í þessu 60 manna þorpi. Hún hringdi og spurði hann hvort hann gæti ekki gert henni mögulegt að kjósa. Hann hélt það nú, vippaði kjörkassanum út í bíl, skottaðist heim til gömlu konunnar og sagði henni að vera snögg. Hún var svo snögg að honum gafst ekki einu sinni tími til að reykja hálfa sígarettu. Þá fór hann og skilaði kjörkassanum aftur. Þetta voru ekki nema einhverjar fimm mínútur, segir Evaristo Montero, bæjarstjóri. Sósíalistar kærðu kosningarnar Oddviti Sósíalistaflokksins var í göngutúr við kirkjuna þegar hann sá kjörkassann skjótast framhjá sér í aftursæti bæjarstjórans. Honum fannst eitthvað bogið við þetta og hringdi á lögregluna. Kjörstjórn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé svo alvarlegt brot á kosningalögum að kjósa verði aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert. Bæjarstjórinn, sem hefur gegnt embættinu í 12 ár, segist vera miður sín og að auðvitað hefði hann ekki átt að gera þetta. Kjörstjórnin í Borgarnesi hefði nú líka getað sagt honum að svona gera menn ekki. Breytir ekki miklu... en lög eru lög Heldur ólíklegt verður að teljast að nýjar kosningar breyti miklu til eða frá, því Lýðflokkurinn burstaði kosningarnar um daginn, hlaut 32 atkvæði á móti 13 atkvæðum sósíalista. En það er alveg sama, lög eru lög… segja sumir.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira