Kosning ógilt af því bæjarstjórinn fór í bíltúr með kjörkassann Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. júní 2023 15:30 Nákvæmlega svona leit kjörkassinn út sem bæjarstjórinn í Puerto Seguro fór með í bíltúr á kjördag. Joaquin Gomez Sastre/Getty Images Bæjarstjóri á Spáni fór í bíltúr með kjörkassann þegar sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Hann segist bara hafa verið að aðstoða farlama konu að nýta sér kosningarétt sinn. Endurtaka þarf kosningarnar í bænum. Ætlaði bara að vera liðlegur við farlama konu Bæjarstjórinn í Puerto Seguro í nágrenni við Salamanca á mið-Spáni ætlaði bara að vera liðlegur við gamla konu sem ekki var fótafær þegar sveitastjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Enda þekkjast allir í þessu 60 manna þorpi. Hún hringdi og spurði hann hvort hann gæti ekki gert henni mögulegt að kjósa. Hann hélt það nú, vippaði kjörkassanum út í bíl, skottaðist heim til gömlu konunnar og sagði henni að vera snögg. Hún var svo snögg að honum gafst ekki einu sinni tími til að reykja hálfa sígarettu. Þá fór hann og skilaði kjörkassanum aftur. Þetta voru ekki nema einhverjar fimm mínútur, segir Evaristo Montero, bæjarstjóri. Sósíalistar kærðu kosningarnar Oddviti Sósíalistaflokksins var í göngutúr við kirkjuna þegar hann sá kjörkassann skjótast framhjá sér í aftursæti bæjarstjórans. Honum fannst eitthvað bogið við þetta og hringdi á lögregluna. Kjörstjórn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé svo alvarlegt brot á kosningalögum að kjósa verði aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert. Bæjarstjórinn, sem hefur gegnt embættinu í 12 ár, segist vera miður sín og að auðvitað hefði hann ekki átt að gera þetta. Kjörstjórnin í Borgarnesi hefði nú líka getað sagt honum að svona gera menn ekki. Breytir ekki miklu... en lög eru lög Heldur ólíklegt verður að teljast að nýjar kosningar breyti miklu til eða frá, því Lýðflokkurinn burstaði kosningarnar um daginn, hlaut 32 atkvæði á móti 13 atkvæðum sósíalista. En það er alveg sama, lög eru lög… segja sumir. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Ætlaði bara að vera liðlegur við farlama konu Bæjarstjórinn í Puerto Seguro í nágrenni við Salamanca á mið-Spáni ætlaði bara að vera liðlegur við gamla konu sem ekki var fótafær þegar sveitastjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Enda þekkjast allir í þessu 60 manna þorpi. Hún hringdi og spurði hann hvort hann gæti ekki gert henni mögulegt að kjósa. Hann hélt það nú, vippaði kjörkassanum út í bíl, skottaðist heim til gömlu konunnar og sagði henni að vera snögg. Hún var svo snögg að honum gafst ekki einu sinni tími til að reykja hálfa sígarettu. Þá fór hann og skilaði kjörkassanum aftur. Þetta voru ekki nema einhverjar fimm mínútur, segir Evaristo Montero, bæjarstjóri. Sósíalistar kærðu kosningarnar Oddviti Sósíalistaflokksins var í göngutúr við kirkjuna þegar hann sá kjörkassann skjótast framhjá sér í aftursæti bæjarstjórans. Honum fannst eitthvað bogið við þetta og hringdi á lögregluna. Kjörstjórn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé svo alvarlegt brot á kosningalögum að kjósa verði aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert. Bæjarstjórinn, sem hefur gegnt embættinu í 12 ár, segist vera miður sín og að auðvitað hefði hann ekki átt að gera þetta. Kjörstjórnin í Borgarnesi hefði nú líka getað sagt honum að svona gera menn ekki. Breytir ekki miklu... en lög eru lög Heldur ólíklegt verður að teljast að nýjar kosningar breyti miklu til eða frá, því Lýðflokkurinn burstaði kosningarnar um daginn, hlaut 32 atkvæði á móti 13 atkvæðum sósíalista. En það er alveg sama, lög eru lög… segja sumir.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira