Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2023 09:07 Donald Trump segist blásaklaus af misferli með ríkisleyndarmál þrátt fyrir að hundruð skjala sem voru merkt leynileg hafi fundist í fórum hans. AP/Andrew Harnik Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta. Trump staðfesti í gærkvöldi að hann þyrfti að mæta fyrir alríkisdóm í Flórída í dag eftir að dómsmálaráðuneytið ákærði hann fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Ákæran snýst um hundruð leynilegra skjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti forseta og var tregur til að skila. Ákæran hefur ekki verið gerð opinber en að sögn bandarískra fjölmiðla snýst hún um að hann hafi haldið gögnum eftir ólöglega og hindrað framgang réttvísinnar. Hvorki Hvíta húsið né dómsmálaráðuneytið vildu tjá sig um ákæruna í gærkvöldi. Viðbrögð Trump voru fyrirsjáanleg. Hann sakaði dómsmálaráðuneytið um kosningaafskipti sem væri liður í áralöngum nornaveiðum gegn honum. Hann ætlaði að sýna fram á sakleysi sitt. Strax í gærkvöldi var Trump byrjaður að notfæra sér ákæru til þess að safna framlögum frá stuðningsmönnum sínum. Telja ákæruna jafnvel koma Trump vel pólitískt Líkt og þegar ríkissaksóknarar í New York ákærðu Trump fyrir að falsa viðskiptagögn fyrr á þessu ári eru sumir ráðgjafar Trump sagðir halda því fram á bak við tjöldin að ákæran komi Trump vel pólitísk. Hann á enn dyggan hóp stuðningsmanna í Repúblikanaflokknum en ákæran muni líklega fylkja öðrum að baki honum og gera keppinautum erfitt um vik að gagnrýna hann. Sú tilgáta virðist ekki úr lausu lofti gripin miðað við viðbrögð keppinauta Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningar næsta árs. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem fyrirfram var talin veita Trump hörðustu keppnina, sakaði yfirvöld um að beita sér gegn repúblikönum á sama tíma og þau hlífðu demókrötum, að sögn Washington Post. „Stjórn DeSantis mun gera dómsmálaráðuneytið ábyrgt, útrýma pólitískri hlutdrægni og binda enda á vopnavæðingu þess í eitt skipti fyrir öll,“ sagði DeSantis í yfirlýsingu sem hann gaf strax í gærkvöldi, minnugur þess að hann hlaut bágt fyrir að bregðast ekki strax við þegar Trump var ákærður í New York á sínum tíma. Jack Smith er sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem stýrir rannsókninni á leyniskjölunum en einnig tilraunum Trump og bandamanna til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020.AP/Peter Dejong Einn hvetur Trump til að draga framboð sitt til baka Fleiri mótframbjóðendur Trump tóku í svipaðan streng. Tim Scott, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, talaði þannig einnig um að dómsmálaráðuneytið hefði verið „vopnavætt“ gegn Trump á undanförnum árum. Hét hann því að hreinsa burt slíku óréttlæti næði hann kjöri sem forseti. Þingmenn Repúblikanaflokksins spöruðu ekki gagnrýni sína heldur. Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður frá Missouri, fullyrti rakalaust að Joe Biden forseti hefði „notað“ dómsmálaráðuneytið til þess að ákæra helsta pólitíska keppinaut sinn. Aðrir héldu þó að sér höndum. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og forsetaframbjóðandi, sagði engan hafinn yfir lögin í tísti í gær. Hann ætlaði að tjá sig frekar þegar frekari upplýsingar lægju fyrir um ákæruna. Mike Pence, varaforseti Trump, talaði á svipuðum nótum um mögulega ákæru gegn Trump þegar hann lýsti yfir eigin framboði í vikunni. Einn forsetaframbjóðandi hvatti Trump þó til þess að draga sig úr forvalinu vegna ákærunnar, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. „Gjörðir Trump, allt frá vísvitandi virðingarleysi hans fyrir stjórnarskránni til vanvirðingar hans við réttarríkið, ættu hvorki að skilgreina þjóðina né Repúblikanaflokkinn. Þetta er dapurlegur dagur fyrir landið okkar,“ sagði Hutchinson í yfirlýsingu. Fjöldi leyniskjala fannst í Mar-a-Lago-klúbbi Trump við húsleit í fyrra.AP/Steve Helber Fátt í stjórnarskrá sem bannar ákærðum eða dæmdum að bjóða sig fram Trump er fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sætir alríkisákæru. Jafnvel Richard Nixon sem sagði af sér eftir að upplýst var um lögbrot fulltrúa hans í Watergate-hneykslinu svonefnda árið 1973 slapp við ákæru þar sem Gerald Ford, eftirmaður hans, náðaði hann á fyrsta degi sínum í embætti. Ákæran hefur ekki áhrif á framboð Trump í forvali Repúblikanaflokksins og heldur ekki til forseta ef hann stendur uppi sem sigurvegari í forvalinu. Raunar virðist ekkert því til fyrirstöðu að Trump bjóði sig fram til forseta eða setjist í embætti nái hann kjöri, jafnvel þó að hann verði sakfelldur fyrir alríkisglæpi. „Það er í raun og veru ekki mörg skilyrði í stjórnarskránni fyrir framboði til forseta. Það er ekki talað berum orðum um bann við því að eiga yfir höfði sér ákæru eða jafnvel að vera sakfelldur í stjórnarskránni,“ segir Anna G. Cominsky, prófessor við New York Law School, við Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Sjá meira
Trump staðfesti í gærkvöldi að hann þyrfti að mæta fyrir alríkisdóm í Flórída í dag eftir að dómsmálaráðuneytið ákærði hann fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Ákæran snýst um hundruð leynilegra skjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti forseta og var tregur til að skila. Ákæran hefur ekki verið gerð opinber en að sögn bandarískra fjölmiðla snýst hún um að hann hafi haldið gögnum eftir ólöglega og hindrað framgang réttvísinnar. Hvorki Hvíta húsið né dómsmálaráðuneytið vildu tjá sig um ákæruna í gærkvöldi. Viðbrögð Trump voru fyrirsjáanleg. Hann sakaði dómsmálaráðuneytið um kosningaafskipti sem væri liður í áralöngum nornaveiðum gegn honum. Hann ætlaði að sýna fram á sakleysi sitt. Strax í gærkvöldi var Trump byrjaður að notfæra sér ákæru til þess að safna framlögum frá stuðningsmönnum sínum. Telja ákæruna jafnvel koma Trump vel pólitískt Líkt og þegar ríkissaksóknarar í New York ákærðu Trump fyrir að falsa viðskiptagögn fyrr á þessu ári eru sumir ráðgjafar Trump sagðir halda því fram á bak við tjöldin að ákæran komi Trump vel pólitísk. Hann á enn dyggan hóp stuðningsmanna í Repúblikanaflokknum en ákæran muni líklega fylkja öðrum að baki honum og gera keppinautum erfitt um vik að gagnrýna hann. Sú tilgáta virðist ekki úr lausu lofti gripin miðað við viðbrögð keppinauta Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningar næsta árs. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem fyrirfram var talin veita Trump hörðustu keppnina, sakaði yfirvöld um að beita sér gegn repúblikönum á sama tíma og þau hlífðu demókrötum, að sögn Washington Post. „Stjórn DeSantis mun gera dómsmálaráðuneytið ábyrgt, útrýma pólitískri hlutdrægni og binda enda á vopnavæðingu þess í eitt skipti fyrir öll,“ sagði DeSantis í yfirlýsingu sem hann gaf strax í gærkvöldi, minnugur þess að hann hlaut bágt fyrir að bregðast ekki strax við þegar Trump var ákærður í New York á sínum tíma. Jack Smith er sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem stýrir rannsókninni á leyniskjölunum en einnig tilraunum Trump og bandamanna til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020.AP/Peter Dejong Einn hvetur Trump til að draga framboð sitt til baka Fleiri mótframbjóðendur Trump tóku í svipaðan streng. Tim Scott, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, talaði þannig einnig um að dómsmálaráðuneytið hefði verið „vopnavætt“ gegn Trump á undanförnum árum. Hét hann því að hreinsa burt slíku óréttlæti næði hann kjöri sem forseti. Þingmenn Repúblikanaflokksins spöruðu ekki gagnrýni sína heldur. Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður frá Missouri, fullyrti rakalaust að Joe Biden forseti hefði „notað“ dómsmálaráðuneytið til þess að ákæra helsta pólitíska keppinaut sinn. Aðrir héldu þó að sér höndum. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og forsetaframbjóðandi, sagði engan hafinn yfir lögin í tísti í gær. Hann ætlaði að tjá sig frekar þegar frekari upplýsingar lægju fyrir um ákæruna. Mike Pence, varaforseti Trump, talaði á svipuðum nótum um mögulega ákæru gegn Trump þegar hann lýsti yfir eigin framboði í vikunni. Einn forsetaframbjóðandi hvatti Trump þó til þess að draga sig úr forvalinu vegna ákærunnar, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. „Gjörðir Trump, allt frá vísvitandi virðingarleysi hans fyrir stjórnarskránni til vanvirðingar hans við réttarríkið, ættu hvorki að skilgreina þjóðina né Repúblikanaflokkinn. Þetta er dapurlegur dagur fyrir landið okkar,“ sagði Hutchinson í yfirlýsingu. Fjöldi leyniskjala fannst í Mar-a-Lago-klúbbi Trump við húsleit í fyrra.AP/Steve Helber Fátt í stjórnarskrá sem bannar ákærðum eða dæmdum að bjóða sig fram Trump er fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sætir alríkisákæru. Jafnvel Richard Nixon sem sagði af sér eftir að upplýst var um lögbrot fulltrúa hans í Watergate-hneykslinu svonefnda árið 1973 slapp við ákæru þar sem Gerald Ford, eftirmaður hans, náðaði hann á fyrsta degi sínum í embætti. Ákæran hefur ekki áhrif á framboð Trump í forvali Repúblikanaflokksins og heldur ekki til forseta ef hann stendur uppi sem sigurvegari í forvalinu. Raunar virðist ekkert því til fyrirstöðu að Trump bjóði sig fram til forseta eða setjist í embætti nái hann kjöri, jafnvel þó að hann verði sakfelldur fyrir alríkisglæpi. „Það er í raun og veru ekki mörg skilyrði í stjórnarskránni fyrir framboði til forseta. Það er ekki talað berum orðum um bann við því að eiga yfir höfði sér ákæru eða jafnvel að vera sakfelldur í stjórnarskránni,“ segir Anna G. Cominsky, prófessor við New York Law School, við Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Sjá meira