Sport

Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið í NBA heldur áfram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Nikola Jokic er af mörgum talinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.
Nikola Jokic er af mörgum talinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Vísir/Getty

Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni heldur áfram í kvöld en þá mætast Miami Heat og Denver Nuggets í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Þá verður einnig leikið í undanúrslitum spænska körfuboltans og sýnt beint frá hnefaleikamóti í Kaplakrika.

Stöð 2 Sport

Icebox-mótið í hnefaleikum fer fram í Kaplakrika í kvöld og verður sýnt beint klukkan 19:30. Alls verður sýnt beint frá sjö bardögum.

Stöð 2 Sport 2

Leikur Barca og Unicaja í undanúrslitu spænska körfuboltans verður sýndur beint klukkan 18:50. Barca leiðir einvígið 1-0.

Á miðnætti hefst upphitun fyrir fjórða leik Miami Heat og Denver Nuggets í úrslitum NBA-deildarinnar. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 00:30 og verða þeir Kjartan Atli, Sigurður Orri, Hörður Unnsteins og Mate Dalmay með puttan á púlsinum í alla nótt.

Stöð 2 Sport 4

Bein útsending frá ShopRite LPGA Classic mótinu í golfi hefst klukkan 16:00 en þá fer fyrsti hringur dagsins af stað.

Stöð Esport

BLAST Premier mótið heldur áfram í dag og upphitun fyrir þriðja dag hefst klukkan 16:30. Klukkan 17:00 fer fram fyrri viðureignin í 8-liða úrslitum og klukkan 20:00 verður sýnt beint frá þeirri síðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×