„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2023 17:01 Dagbjartur útskrifaðist úr Klettaskóla í gær. Aðsend Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“ Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira