Stöð 2 Sport
Klukkan 17.45 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Stjarnan mætast í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.
Klukkan 20.00 eru Bestu mörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir stórleik umferðarinnar sem og aðra leiki.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.50 er leikur Barca og Unicaja í úrslitakeppni ACB-deildarinnar í körfubolta á dagskrá.
Klukkan 00.00 hefst upphitun fyrir leik Miami Heat og Denver Nuggets í úrslitum NBA-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 1-1. Leikur kvöldsins hefst kl. 00.30.
Stöð 2 ESport
Klukkan 13.00 er úrslitaleikur í eMeistaradeild Evrópu á dagskrá.
Klukkan 18.00 er leikur G2 Esports og Cloud9 í BLAST Premier á dagskrá. Heroic og Complexity mætast klukkan 20.00 og FaZe Clan mætir Astralis kl. 23.00.