Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2023 08:59 Í Bítinu eru tekin tæplega tvö þúsund viðtöl á ári. Vísir/Vilhelm Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Gulli segist þó ekki vera hættur í útvarpi að eilífu, en ætli að hvíla þau störf að sinni. „Ég ætla bara að taka orkuna úr bítinu og setja hana alla í Gulli byggir,“ segir hann í samtali við Vísi. Í dag er hann staddur í Frakklandi þar sem hann vinnur að nýju verkefni fyrir næstu þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Gulli Byggir. Bítið er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna milli klukkan sjö og tíu. Gulli segist alltaf fara á fætur klukkan fimm því þá sé hann vel vaknaður og undirbúinn þegar útsending hefst. Mikið fjör í Bítinu „Það verður smá breyting að þurfa ekki að vakna klukkan fimm en ég hugsa að ég muni nú halda áfram að vakna snemma sko, ég er ekkert að setjast í helgan stein.“ Gulli segir það hafa tekið sig tíma að venjast því að byrja dagana fyrr en flestir. „Það tók mig svona fjórtán mánuði að venjast þessu, af því að ég er B-týpa.“ Hann játar að rútína af þessu tagi hafi tekið svolítið á. „Sérstaklega þegar þú ferð svo heim að skipta um föt og ferð svo að gera sjónvarpsþátt eftir hádegi. Og fram á kvöld og stundum um helgar,“ segir hann. Gulli fór yfir ferilinn í fjölmiðlum í Einkalífinu á Vísi í vetur. Þar ræddi hann meðal annars um systurmissinn árið 2004. Hann áréttir þó að tíminn á Bítinu samhliða tökum á sjónvarpsþáttunum Gulli byggir hafi reynst honum mjög skemmtilegur og fjörið hafi iðulega verið við völd. Byrjaði með innslög í morgunsjónvarpinu Ferill Gulla í Bítinu rekur sig um tuttugu ár aftur í tímann. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna.“ Þá hafði hann að auki verið með innslög í morgunsjónvarpinu samhliða því að vinna sem byggingaverktaki. Þann 1. júlí 2013 varð Gulli fastur liðsmaður í Bítinu ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Eftir níu mánuði tók Þráinn Steinsson við af Huldu og þeir þrír stjórnuðu Bítinu þar til í lok síðasta árs þegar Þráinn lét af störfum. Síðasti þáttur Gulla í Bítinu verður þann 30. júní en þá verða nákvæmlega tíu ár liðin síðan hann tók við keflinu sem einn stjórnandi þáttarins. Aðspurður hvað standi upp úr eftir tímann í Bítinu talar Gulli um samstarfið við Heimi. „Það er búið að vera ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er mjög fínt að vinna með Heimi.“ Alltaf í vinnunni Gulli segir frá því að hafa nokkrum sinnum þurft að senda út utan af landi þegar hann var í verkefnum í tengslum við sjónvarpsþættina. Hann segir að slíkar útsendingar hafi ekki reynst flóknar fyrir samvinnu hans og Heimis þar sem þeir þekki hvorn annan vel eftir áralangt samstarf. „Ég veit alveg hvenær hann er búinn að tala og hvenær ég á að taka við,“ segir Gulli. „Svo er maður bara alltaf í vinnunni. Þú ert úti að borða einhvers staðar og þá hittirðu manneskju sem fer að segja þér frá einhverju og þá ertu strax farinn að tengja viðkomandi við Bítið og fá viðkomandi í viðtal.“ Hann segir þá félaga í Bítinu ræða við tæplega tvö þúsund viðmælendur í þáttunum árlega. „Þetta er bara svoleiðis vinna. Líkt og ef ég sé illa farið hús í dag þá langar mig að fá það í Gulli byggir.“ Bítið Gulli byggir Fjölmiðlar Bylgjan Tímamót Sýn Tengdar fréttir Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31 Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30 Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Gulli segist þó ekki vera hættur í útvarpi að eilífu, en ætli að hvíla þau störf að sinni. „Ég ætla bara að taka orkuna úr bítinu og setja hana alla í Gulli byggir,“ segir hann í samtali við Vísi. Í dag er hann staddur í Frakklandi þar sem hann vinnur að nýju verkefni fyrir næstu þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Gulli Byggir. Bítið er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna milli klukkan sjö og tíu. Gulli segist alltaf fara á fætur klukkan fimm því þá sé hann vel vaknaður og undirbúinn þegar útsending hefst. Mikið fjör í Bítinu „Það verður smá breyting að þurfa ekki að vakna klukkan fimm en ég hugsa að ég muni nú halda áfram að vakna snemma sko, ég er ekkert að setjast í helgan stein.“ Gulli segir það hafa tekið sig tíma að venjast því að byrja dagana fyrr en flestir. „Það tók mig svona fjórtán mánuði að venjast þessu, af því að ég er B-týpa.“ Hann játar að rútína af þessu tagi hafi tekið svolítið á. „Sérstaklega þegar þú ferð svo heim að skipta um föt og ferð svo að gera sjónvarpsþátt eftir hádegi. Og fram á kvöld og stundum um helgar,“ segir hann. Gulli fór yfir ferilinn í fjölmiðlum í Einkalífinu á Vísi í vetur. Þar ræddi hann meðal annars um systurmissinn árið 2004. Hann áréttir þó að tíminn á Bítinu samhliða tökum á sjónvarpsþáttunum Gulli byggir hafi reynst honum mjög skemmtilegur og fjörið hafi iðulega verið við völd. Byrjaði með innslög í morgunsjónvarpinu Ferill Gulla í Bítinu rekur sig um tuttugu ár aftur í tímann. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna.“ Þá hafði hann að auki verið með innslög í morgunsjónvarpinu samhliða því að vinna sem byggingaverktaki. Þann 1. júlí 2013 varð Gulli fastur liðsmaður í Bítinu ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Eftir níu mánuði tók Þráinn Steinsson við af Huldu og þeir þrír stjórnuðu Bítinu þar til í lok síðasta árs þegar Þráinn lét af störfum. Síðasti þáttur Gulla í Bítinu verður þann 30. júní en þá verða nákvæmlega tíu ár liðin síðan hann tók við keflinu sem einn stjórnandi þáttarins. Aðspurður hvað standi upp úr eftir tímann í Bítinu talar Gulli um samstarfið við Heimi. „Það er búið að vera ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er mjög fínt að vinna með Heimi.“ Alltaf í vinnunni Gulli segir frá því að hafa nokkrum sinnum þurft að senda út utan af landi þegar hann var í verkefnum í tengslum við sjónvarpsþættina. Hann segir að slíkar útsendingar hafi ekki reynst flóknar fyrir samvinnu hans og Heimis þar sem þeir þekki hvorn annan vel eftir áralangt samstarf. „Ég veit alveg hvenær hann er búinn að tala og hvenær ég á að taka við,“ segir Gulli. „Svo er maður bara alltaf í vinnunni. Þú ert úti að borða einhvers staðar og þá hittirðu manneskju sem fer að segja þér frá einhverju og þá ertu strax farinn að tengja viðkomandi við Bítið og fá viðkomandi í viðtal.“ Hann segir þá félaga í Bítinu ræða við tæplega tvö þúsund viðmælendur í þáttunum árlega. „Þetta er bara svoleiðis vinna. Líkt og ef ég sé illa farið hús í dag þá langar mig að fá það í Gulli byggir.“
Bítið Gulli byggir Fjölmiðlar Bylgjan Tímamót Sýn Tengdar fréttir Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31 Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30 Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31
Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30
Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00