Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2023 08:59 Í Bítinu eru tekin tæplega tvö þúsund viðtöl á ári. Vísir/Vilhelm Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Gulli segist þó ekki vera hættur í útvarpi að eilífu, en ætli að hvíla þau störf að sinni. „Ég ætla bara að taka orkuna úr bítinu og setja hana alla í Gulli byggir,“ segir hann í samtali við Vísi. Í dag er hann staddur í Frakklandi þar sem hann vinnur að nýju verkefni fyrir næstu þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Gulli Byggir. Bítið er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna milli klukkan sjö og tíu. Gulli segist alltaf fara á fætur klukkan fimm því þá sé hann vel vaknaður og undirbúinn þegar útsending hefst. Mikið fjör í Bítinu „Það verður smá breyting að þurfa ekki að vakna klukkan fimm en ég hugsa að ég muni nú halda áfram að vakna snemma sko, ég er ekkert að setjast í helgan stein.“ Gulli segir það hafa tekið sig tíma að venjast því að byrja dagana fyrr en flestir. „Það tók mig svona fjórtán mánuði að venjast þessu, af því að ég er B-týpa.“ Hann játar að rútína af þessu tagi hafi tekið svolítið á. „Sérstaklega þegar þú ferð svo heim að skipta um föt og ferð svo að gera sjónvarpsþátt eftir hádegi. Og fram á kvöld og stundum um helgar,“ segir hann. Gulli fór yfir ferilinn í fjölmiðlum í Einkalífinu á Vísi í vetur. Þar ræddi hann meðal annars um systurmissinn árið 2004. Hann áréttir þó að tíminn á Bítinu samhliða tökum á sjónvarpsþáttunum Gulli byggir hafi reynst honum mjög skemmtilegur og fjörið hafi iðulega verið við völd. Byrjaði með innslög í morgunsjónvarpinu Ferill Gulla í Bítinu rekur sig um tuttugu ár aftur í tímann. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna.“ Þá hafði hann að auki verið með innslög í morgunsjónvarpinu samhliða því að vinna sem byggingaverktaki. Þann 1. júlí 2013 varð Gulli fastur liðsmaður í Bítinu ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Eftir níu mánuði tók Þráinn Steinsson við af Huldu og þeir þrír stjórnuðu Bítinu þar til í lok síðasta árs þegar Þráinn lét af störfum. Síðasti þáttur Gulla í Bítinu verður þann 30. júní en þá verða nákvæmlega tíu ár liðin síðan hann tók við keflinu sem einn stjórnandi þáttarins. Aðspurður hvað standi upp úr eftir tímann í Bítinu talar Gulli um samstarfið við Heimi. „Það er búið að vera ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er mjög fínt að vinna með Heimi.“ Alltaf í vinnunni Gulli segir frá því að hafa nokkrum sinnum þurft að senda út utan af landi þegar hann var í verkefnum í tengslum við sjónvarpsþættina. Hann segir að slíkar útsendingar hafi ekki reynst flóknar fyrir samvinnu hans og Heimis þar sem þeir þekki hvorn annan vel eftir áralangt samstarf. „Ég veit alveg hvenær hann er búinn að tala og hvenær ég á að taka við,“ segir Gulli. „Svo er maður bara alltaf í vinnunni. Þú ert úti að borða einhvers staðar og þá hittirðu manneskju sem fer að segja þér frá einhverju og þá ertu strax farinn að tengja viðkomandi við Bítið og fá viðkomandi í viðtal.“ Hann segir þá félaga í Bítinu ræða við tæplega tvö þúsund viðmælendur í þáttunum árlega. „Þetta er bara svoleiðis vinna. Líkt og ef ég sé illa farið hús í dag þá langar mig að fá það í Gulli byggir.“ Bítið Gulli byggir Fjölmiðlar Bylgjan Tímamót Sýn Tengdar fréttir Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31 Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30 Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Gulli segist þó ekki vera hættur í útvarpi að eilífu, en ætli að hvíla þau störf að sinni. „Ég ætla bara að taka orkuna úr bítinu og setja hana alla í Gulli byggir,“ segir hann í samtali við Vísi. Í dag er hann staddur í Frakklandi þar sem hann vinnur að nýju verkefni fyrir næstu þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Gulli Byggir. Bítið er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna milli klukkan sjö og tíu. Gulli segist alltaf fara á fætur klukkan fimm því þá sé hann vel vaknaður og undirbúinn þegar útsending hefst. Mikið fjör í Bítinu „Það verður smá breyting að þurfa ekki að vakna klukkan fimm en ég hugsa að ég muni nú halda áfram að vakna snemma sko, ég er ekkert að setjast í helgan stein.“ Gulli segir það hafa tekið sig tíma að venjast því að byrja dagana fyrr en flestir. „Það tók mig svona fjórtán mánuði að venjast þessu, af því að ég er B-týpa.“ Hann játar að rútína af þessu tagi hafi tekið svolítið á. „Sérstaklega þegar þú ferð svo heim að skipta um föt og ferð svo að gera sjónvarpsþátt eftir hádegi. Og fram á kvöld og stundum um helgar,“ segir hann. Gulli fór yfir ferilinn í fjölmiðlum í Einkalífinu á Vísi í vetur. Þar ræddi hann meðal annars um systurmissinn árið 2004. Hann áréttir þó að tíminn á Bítinu samhliða tökum á sjónvarpsþáttunum Gulli byggir hafi reynst honum mjög skemmtilegur og fjörið hafi iðulega verið við völd. Byrjaði með innslög í morgunsjónvarpinu Ferill Gulla í Bítinu rekur sig um tuttugu ár aftur í tímann. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna.“ Þá hafði hann að auki verið með innslög í morgunsjónvarpinu samhliða því að vinna sem byggingaverktaki. Þann 1. júlí 2013 varð Gulli fastur liðsmaður í Bítinu ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Eftir níu mánuði tók Þráinn Steinsson við af Huldu og þeir þrír stjórnuðu Bítinu þar til í lok síðasta árs þegar Þráinn lét af störfum. Síðasti þáttur Gulla í Bítinu verður þann 30. júní en þá verða nákvæmlega tíu ár liðin síðan hann tók við keflinu sem einn stjórnandi þáttarins. Aðspurður hvað standi upp úr eftir tímann í Bítinu talar Gulli um samstarfið við Heimi. „Það er búið að vera ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er mjög fínt að vinna með Heimi.“ Alltaf í vinnunni Gulli segir frá því að hafa nokkrum sinnum þurft að senda út utan af landi þegar hann var í verkefnum í tengslum við sjónvarpsþættina. Hann segir að slíkar útsendingar hafi ekki reynst flóknar fyrir samvinnu hans og Heimis þar sem þeir þekki hvorn annan vel eftir áralangt samstarf. „Ég veit alveg hvenær hann er búinn að tala og hvenær ég á að taka við,“ segir Gulli. „Svo er maður bara alltaf í vinnunni. Þú ert úti að borða einhvers staðar og þá hittirðu manneskju sem fer að segja þér frá einhverju og þá ertu strax farinn að tengja viðkomandi við Bítið og fá viðkomandi í viðtal.“ Hann segir þá félaga í Bítinu ræða við tæplega tvö þúsund viðmælendur í þáttunum árlega. „Þetta er bara svoleiðis vinna. Líkt og ef ég sé illa farið hús í dag þá langar mig að fá það í Gulli byggir.“
Bítið Gulli byggir Fjölmiðlar Bylgjan Tímamót Sýn Tengdar fréttir Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31 Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30 Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31
Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30
Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00