Bréf til Kára Aríel Pétursson skrifar 5. júní 2023 22:31 Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar