Athugaði hvort LeBron vildi koma til Dallas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2023 18:30 Vill fá sinn gamla vin til Dallas. Vísir/Getty Kyrie Irving hefur haft samband við fyrrverandi samherja sinn LeBron James í von um að sannfæra hann um að spila með sér í Dallas á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Hinn 38 ára gamli LeBron fór alla leið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar með lið sitt Los Angeles Lakers. Þar beið það lægri hlut gegn Denver Nuggets sem leikur nú til úrslita gegn Miami Heat. LeBron spilaði alla úrslitakeppnina á „öðrum fæti“ ef svo má að orði komast en hann var meiddur á fæti og þarf eflaust að fara í aðgerð í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik var LeBron spurður út í framtíð sína og sagðist hann þurfa að hugsa sig um. Samningur hans við Lakers gildi þó eitt ár til viðbótar. Fyrr á leiktíðinni var talið að Lakers hefði áhuga á að fá Kyrie Irving í sínar raðir þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Brooklyn Nets. Þaðan fór hann til Dallas Mavericks en segja má að um martraðarskipti hafi verið að ræða og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir að vera samningslaus í sumar virðist sem Kyrie stefni á að vera áfram í Dallas og nú hefur Shams Charania, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn vestanhafs, greint frá því að Kyrie hafi spurt LeBron hvort hann hafi áhuga á að koma til Dallas. Sources: Kyrie Irving has reached out to Lakers star LeBron James in attempts to see if James would come to Dallas. Irving is a free agent this offseason.— Shams Charania (@ShamsCharania) June 5, 2023 Kyrie virðist æstur í að endurnýja kynnin en þeir félagar urðu meistarar með Cleveland Cavaliers vorið 2016 eftir eina fræknustu endurkomu í sögu deildarinnar. Cleveland varð þá fyrsta lið sögunnar til að vinna titilinn eftir að lenda 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Ekki hefur komið fram hvort LeBron hafi áhuga en ljóst er að ef hann ákveður að færa sig um set verður það frétt sumarsins í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Hinn 38 ára gamli LeBron fór alla leið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar með lið sitt Los Angeles Lakers. Þar beið það lægri hlut gegn Denver Nuggets sem leikur nú til úrslita gegn Miami Heat. LeBron spilaði alla úrslitakeppnina á „öðrum fæti“ ef svo má að orði komast en hann var meiddur á fæti og þarf eflaust að fara í aðgerð í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik var LeBron spurður út í framtíð sína og sagðist hann þurfa að hugsa sig um. Samningur hans við Lakers gildi þó eitt ár til viðbótar. Fyrr á leiktíðinni var talið að Lakers hefði áhuga á að fá Kyrie Irving í sínar raðir þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Brooklyn Nets. Þaðan fór hann til Dallas Mavericks en segja má að um martraðarskipti hafi verið að ræða og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir að vera samningslaus í sumar virðist sem Kyrie stefni á að vera áfram í Dallas og nú hefur Shams Charania, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn vestanhafs, greint frá því að Kyrie hafi spurt LeBron hvort hann hafi áhuga á að koma til Dallas. Sources: Kyrie Irving has reached out to Lakers star LeBron James in attempts to see if James would come to Dallas. Irving is a free agent this offseason.— Shams Charania (@ShamsCharania) June 5, 2023 Kyrie virðist æstur í að endurnýja kynnin en þeir félagar urðu meistarar með Cleveland Cavaliers vorið 2016 eftir eina fræknustu endurkomu í sögu deildarinnar. Cleveland varð þá fyrsta lið sögunnar til að vinna titilinn eftir að lenda 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Ekki hefur komið fram hvort LeBron hafi áhuga en ljóst er að ef hann ákveður að færa sig um set verður það frétt sumarsins í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira