Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 12:45 Eigandi Wagner Group segir rússneska hermenn hafa lokað málaliða sína inn á jarðsprengjusvæði og skotið á þá. Yevgeny Prigozhin birti í gær myndband af rússneskum undirofursta sem hafði verið fangaður af málaliðunum. Telegram Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana. Umræddur undirofursti heitir Roman Venevitin og leiðir 72. stórfylki rússneska hersins. Á myndbandi sem málaliðar Wagner tóku upp, segir Venevitin, með brotið nef, að hann hafi verið ölvaður og skipað mönnum sínum að skjóta á bílalest Wagner. Það hafi hann gert vegna þess hve illa honum væri við málaliðana og baðst hann afsökunar á myndbandinu. Starfsmenn fyrirtækis Yevgeny Prigozhin, sem rekur Wagner Group, birti myndbandið á netinu í gærkvöldi. Sjá má þýdda útgáfu af því í spilaranum hér að neðan. PMC Wagner detained and interrogated no other but the commander of the 72nd Brigade, Roman Venevitin. Wagner and the 72nd Brigade shared positions in Bakhmut. They detained the man, beat him, broke his nose, and forced to record a video admitting to firing at a car of PMC pic.twitter.com/BY3PhEV60q— Dmitri (@wartranslated) June 4, 2023 Þetta er í kjölfar þess að Prigozhin kvartaði sáran yfir því að þegar menn hans voru að yfirgefa Bakhmut, eftir að hafa varið um tíu mánuðum í að ná borginni úr höndum Úkraínumenn, hefðu þurft að grafa sig í gegnum jarðsprengjusvæði sem rússneski herinn hafi lagt fyrir aftan víglínu málaliðahópsins. Sjá einnig: Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Undanfarnar vikur og mánuði hefur Prigozhin verið mjög harðorður í garð forsvarsmanna rússneska hersins. Hann hefur sakaði þá um ýmis klúður tengd stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og um að grafa vísvitandi undan Wagner. Þar að auki hefur hann sakað þá um landráð. Auðjöfurinn rússneski hefur verið hávær á samfélagsmiðlum með þessa gangrýni sína og hafa fregnir borist af því að hann hafi reitt valdamikið fólk í Moskvu til reiði. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Wagner málaliðahópurinn er umsvifamikill í Afríku og í Mið-Austurlöndum, þar sem málaliðar hans hafa verið sakaðir um ýmis ódæði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Umræddur undirofursti heitir Roman Venevitin og leiðir 72. stórfylki rússneska hersins. Á myndbandi sem málaliðar Wagner tóku upp, segir Venevitin, með brotið nef, að hann hafi verið ölvaður og skipað mönnum sínum að skjóta á bílalest Wagner. Það hafi hann gert vegna þess hve illa honum væri við málaliðana og baðst hann afsökunar á myndbandinu. Starfsmenn fyrirtækis Yevgeny Prigozhin, sem rekur Wagner Group, birti myndbandið á netinu í gærkvöldi. Sjá má þýdda útgáfu af því í spilaranum hér að neðan. PMC Wagner detained and interrogated no other but the commander of the 72nd Brigade, Roman Venevitin. Wagner and the 72nd Brigade shared positions in Bakhmut. They detained the man, beat him, broke his nose, and forced to record a video admitting to firing at a car of PMC pic.twitter.com/BY3PhEV60q— Dmitri (@wartranslated) June 4, 2023 Þetta er í kjölfar þess að Prigozhin kvartaði sáran yfir því að þegar menn hans voru að yfirgefa Bakhmut, eftir að hafa varið um tíu mánuðum í að ná borginni úr höndum Úkraínumenn, hefðu þurft að grafa sig í gegnum jarðsprengjusvæði sem rússneski herinn hafi lagt fyrir aftan víglínu málaliðahópsins. Sjá einnig: Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Undanfarnar vikur og mánuði hefur Prigozhin verið mjög harðorður í garð forsvarsmanna rússneska hersins. Hann hefur sakaði þá um ýmis klúður tengd stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og um að grafa vísvitandi undan Wagner. Þar að auki hefur hann sakað þá um landráð. Auðjöfurinn rússneski hefur verið hávær á samfélagsmiðlum með þessa gangrýni sína og hafa fregnir borist af því að hann hafi reitt valdamikið fólk í Moskvu til reiði. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Wagner málaliðahópurinn er umsvifamikill í Afríku og í Mið-Austurlöndum, þar sem málaliðar hans hafa verið sakaðir um ýmis ódæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. 4. júní 2023 08:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01
Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. 25. maí 2023 07:37
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49