„Víkingarnir geta ekki verið að setja sig í einhvern fórnarlambagír“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 15:04 Erlendur Eiríksson fjórði dómari stígur á milli þeirra Óskars Hrafns og Sölva Ottesen. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í hádeginu. Þar ræddi hann meðal annars hamaganginn eftir leik Breiðabliks og Víkings í gær. Það sauð upp úr á Kópavogsvelli eftir að flautað var til leiksloka í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni. Logi Tómasson ýtti Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Blika, og í viðtölum eftir leik létu bæði leikmenn og þjálfarar liðanna nokkuð stór orð falla. Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 nú í hádeginu og fór yfir leikinn með þeim Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni þáttastjórnendum. „Aðdragandinn er sá að þegar Klæmint (Olsen) jafnar þá verða þeir (Víkingar) mjög reiðir og telja að dómarinn hafi farið framyfir uppgefinn uppbótartíma og láta það í ljós á mjög svo skýran hátt.“ Í kjölfarið lenda Óskar Hrafn og Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkinga, í orðaskaki sem endaði með því að Sölvi fékk rautt spjald. „Ég var staddur þarna fyrir tilviljun og ákvað að vippa mér inn í samræðurnar, kannski óboðinn og sennilega óbðinn. Svo stendur Sölvi og öskrar á mig og ég svara honum til baka, eða spyr hann nokkurra spurninga á léttu nótunum. Það verður að því að hann fær rautt sem er bara sennilega eðlilegt. Alls ekkert planað,“ bætti Óskar Hrafn við og sagði að það væri líklega rétt sem Tómas Þór sagði að hann hefði kveikt aðeins í Sölva. „Sennilega gerði ég það, það var alls ekki með vilja gert heldur bara í augnablikinu.“ „Ég var ekki sáttur með hegðun þeirra í þessum leik“ Í viðtali eftir leik sagði Óskar Hrafn að Víkingar hefðu hagað sér eins og fávitar allan leikinn. Tómas Þór sagði að sem stuðningsmaður Víkinga hefðu þessi orð stuðað hann. „Ég tek bara ábyrgð á þeim orðum og hefði sennilega getað orðað það penar. Það var allt í hæsta stigi, einhvern veginn á hæsta stigi á sterum. Öll umræðan eftir leik og það sem kom út úr öllum. Ég hafði bara mína skoðun á þessu og fór ekki leynt með hana. Þú getur séð þetta á tvo vegu, þannig er þetta bara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það er ástríða og það er einhver lína sem þér finnst einhverjir fara yfir en öðrum finnst þeim ekki fara yfir. Þannig er það bara. Menn gera það sem þeir þurfa að gera og telja að sé liðinu sínu fyrir bestu. Ég var ekki sáttur með hegðun þeirra í þessum leik. Þeir þurfa alls ekki að vera sammála mér eða viðurkenna það. Ég var spurður og ég svaraði og ég tel best að segja sannleikann. Í ágúst, það verða ekkert minni læti þá,“ bætti Óskar Hrafn við en liðin mætast í Víkinni þann 28. ágúst næstkomandi. Óskar Hrafn sagðist skilja þá sem finnast orð hans vera yfir strikið. „Ég hef fullan skilning á því, alveg eins og þið hafið allir skilning á því að eftir þennan leik þá hafið þið skilning á því hvaða nöfnum sumir voru kallaðir eftir leik. Það er hluti af þessu.“ Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks, vakti sömuleiðis athygli en hann skaut föstum skotum að Víkingsliðinu og sagðist aldrei hafa mætt Víkingsliðinu jafn lélegu og í leiknum í gær. „Þið þekkið Högga og hann ákvað að segja sína skoðun. Víkingarnir geta ekki verið að setja sig í einhvern fórnarlambagír þegar kemur að þessu, þeir hafa alveg látið í sér heyra þegar kemur að þessu í gegnum tíðina. Umræðan var hörð eftir leik en hún litaðist af því að það voru miklar tilfinningar og mikilvægi leiksins var mikið.“ „Oft óþægilegt þegar míkrafóninum er skutlað framan í þig strax eftir leik“ Eftir leik fór af stað umræða um mögulegt leikbann en Logi Tómasson og Sölvi Ottesen fengu báðir rautt spjald og fá leikbann. „Mér finnst ekki alltaf vera rökréttar ákvarðanir í þessu. Ég ætla ekki að sitja hér og setja mig í dómarasæti og segja að þessi eða hinn eigi að fara í bann. Mér finnst illa vegið að aðstoðarþjálfara mínum sem var hrint.“ „Þegar þú ert starfsmaður leiks, þjálfari, liðsstjóri eða sjúkraþjálfari þá áttu ekkert endilega von á því að vera hrint. Þú ert bara ekki tilbúinn. Ef mér hefði verið hrint þá hefði ég ekkert verið sérstaklega glaður með það, það er ekkert sérstaklega kúl að detta. Þú vilt bara standa af þér hluti.“ Óskar Hrafn sagði það ekki sitt hlutverk að segja til um það hvort leikmenn ættu að fara í bann eða eitthvað slíkt. Hann sagði matsatriði hvernig ætti að meta það þegar þjálfarar eru í viðtölum beint eftir leik. Hann sagðist ekki enn hafa séð viðtalið við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings eftir leik. „Ég veit ekki hvað hann sagði, það er búið að segja mér það að hann hafi verið harðorður. Menn verða bara að vega og meta það. Viljið þið slá á hendur þjálfaranna og reyna að ala þá betur upp með því að setja einhver fordæmi. Þetta snýst bara um hvaða línu menn ætla að taka, hvaða veg menn ætla að feta.“ „Auðvitað þurfa menn að sýna tilfinningar og þetta er alltaf matsatriði. Ég þekki það sjálfur að það er oft óþægilegt þegar míkrafóninum er skutlað framan í þig strax eftir leik. Þá ertu ekkert alltaf besta útgáfan af sjálfum þér.“ „Held hann hefði getað bætt meiru við“ Óskar Hrafn var spurður út í dómgæsluna en Ívar Orri Kristjánsson var dómari í leiknum í gær. „Mér fannst hún ekki jafn léleg og Arnari. Við höfum fengið töluvert lakari dómgæslu í sumar. Mér fannst þeir komast upp með aðeins of mikið. En aftur, öll umræða markast af því hvaða gleraugu þú ert með. Ég er með Blikagleraugun og einhvern veginn sérðu það sem hentar þér hverju sinni.“ „Mér fannst Halldór Smári komast upp með mjög ruddalegar tæklingar en það eru tæklingar sem ég hefði tekið sjálfur fyrir 25 árum síðan, ekkert mál. Hún er bara í dag tæp. Halldór Smári er annað hvort heimsyfirráð eða dauði, annaðhvort sturluð tækling eða rautt spjald. Mér fannst hann vera tæpur í fyrri hálfleik þannig að ég hefði alveg getað sett út á það.“ Eitt af því sem Víkingarnir voru hvað ósáttastir með var hversu miklu var bætt við og hversu lengi var spilað eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn. Óskar Hrafn var ekki sammála því mati Víkinga. „Ég held hann hefði getað bætt við meiru í uppbótartíma því mér fannst Víkingarnir tefja mjög mikið. Aftur, ef þú horfir á þetta hinu megin þá er allt of miklu bætt við uppbótartímann.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Það sauð upp úr á Kópavogsvelli eftir að flautað var til leiksloka í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni. Logi Tómasson ýtti Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Blika, og í viðtölum eftir leik létu bæði leikmenn og þjálfarar liðanna nokkuð stór orð falla. Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 nú í hádeginu og fór yfir leikinn með þeim Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni þáttastjórnendum. „Aðdragandinn er sá að þegar Klæmint (Olsen) jafnar þá verða þeir (Víkingar) mjög reiðir og telja að dómarinn hafi farið framyfir uppgefinn uppbótartíma og láta það í ljós á mjög svo skýran hátt.“ Í kjölfarið lenda Óskar Hrafn og Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkinga, í orðaskaki sem endaði með því að Sölvi fékk rautt spjald. „Ég var staddur þarna fyrir tilviljun og ákvað að vippa mér inn í samræðurnar, kannski óboðinn og sennilega óbðinn. Svo stendur Sölvi og öskrar á mig og ég svara honum til baka, eða spyr hann nokkurra spurninga á léttu nótunum. Það verður að því að hann fær rautt sem er bara sennilega eðlilegt. Alls ekkert planað,“ bætti Óskar Hrafn við og sagði að það væri líklega rétt sem Tómas Þór sagði að hann hefði kveikt aðeins í Sölva. „Sennilega gerði ég það, það var alls ekki með vilja gert heldur bara í augnablikinu.“ „Ég var ekki sáttur með hegðun þeirra í þessum leik“ Í viðtali eftir leik sagði Óskar Hrafn að Víkingar hefðu hagað sér eins og fávitar allan leikinn. Tómas Þór sagði að sem stuðningsmaður Víkinga hefðu þessi orð stuðað hann. „Ég tek bara ábyrgð á þeim orðum og hefði sennilega getað orðað það penar. Það var allt í hæsta stigi, einhvern veginn á hæsta stigi á sterum. Öll umræðan eftir leik og það sem kom út úr öllum. Ég hafði bara mína skoðun á þessu og fór ekki leynt með hana. Þú getur séð þetta á tvo vegu, þannig er þetta bara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það er ástríða og það er einhver lína sem þér finnst einhverjir fara yfir en öðrum finnst þeim ekki fara yfir. Þannig er það bara. Menn gera það sem þeir þurfa að gera og telja að sé liðinu sínu fyrir bestu. Ég var ekki sáttur með hegðun þeirra í þessum leik. Þeir þurfa alls ekki að vera sammála mér eða viðurkenna það. Ég var spurður og ég svaraði og ég tel best að segja sannleikann. Í ágúst, það verða ekkert minni læti þá,“ bætti Óskar Hrafn við en liðin mætast í Víkinni þann 28. ágúst næstkomandi. Óskar Hrafn sagðist skilja þá sem finnast orð hans vera yfir strikið. „Ég hef fullan skilning á því, alveg eins og þið hafið allir skilning á því að eftir þennan leik þá hafið þið skilning á því hvaða nöfnum sumir voru kallaðir eftir leik. Það er hluti af þessu.“ Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks, vakti sömuleiðis athygli en hann skaut föstum skotum að Víkingsliðinu og sagðist aldrei hafa mætt Víkingsliðinu jafn lélegu og í leiknum í gær. „Þið þekkið Högga og hann ákvað að segja sína skoðun. Víkingarnir geta ekki verið að setja sig í einhvern fórnarlambagír þegar kemur að þessu, þeir hafa alveg látið í sér heyra þegar kemur að þessu í gegnum tíðina. Umræðan var hörð eftir leik en hún litaðist af því að það voru miklar tilfinningar og mikilvægi leiksins var mikið.“ „Oft óþægilegt þegar míkrafóninum er skutlað framan í þig strax eftir leik“ Eftir leik fór af stað umræða um mögulegt leikbann en Logi Tómasson og Sölvi Ottesen fengu báðir rautt spjald og fá leikbann. „Mér finnst ekki alltaf vera rökréttar ákvarðanir í þessu. Ég ætla ekki að sitja hér og setja mig í dómarasæti og segja að þessi eða hinn eigi að fara í bann. Mér finnst illa vegið að aðstoðarþjálfara mínum sem var hrint.“ „Þegar þú ert starfsmaður leiks, þjálfari, liðsstjóri eða sjúkraþjálfari þá áttu ekkert endilega von á því að vera hrint. Þú ert bara ekki tilbúinn. Ef mér hefði verið hrint þá hefði ég ekkert verið sérstaklega glaður með það, það er ekkert sérstaklega kúl að detta. Þú vilt bara standa af þér hluti.“ Óskar Hrafn sagði það ekki sitt hlutverk að segja til um það hvort leikmenn ættu að fara í bann eða eitthvað slíkt. Hann sagði matsatriði hvernig ætti að meta það þegar þjálfarar eru í viðtölum beint eftir leik. Hann sagðist ekki enn hafa séð viðtalið við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings eftir leik. „Ég veit ekki hvað hann sagði, það er búið að segja mér það að hann hafi verið harðorður. Menn verða bara að vega og meta það. Viljið þið slá á hendur þjálfaranna og reyna að ala þá betur upp með því að setja einhver fordæmi. Þetta snýst bara um hvaða línu menn ætla að taka, hvaða veg menn ætla að feta.“ „Auðvitað þurfa menn að sýna tilfinningar og þetta er alltaf matsatriði. Ég þekki það sjálfur að það er oft óþægilegt þegar míkrafóninum er skutlað framan í þig strax eftir leik. Þá ertu ekkert alltaf besta útgáfan af sjálfum þér.“ „Held hann hefði getað bætt meiru við“ Óskar Hrafn var spurður út í dómgæsluna en Ívar Orri Kristjánsson var dómari í leiknum í gær. „Mér fannst hún ekki jafn léleg og Arnari. Við höfum fengið töluvert lakari dómgæslu í sumar. Mér fannst þeir komast upp með aðeins of mikið. En aftur, öll umræða markast af því hvaða gleraugu þú ert með. Ég er með Blikagleraugun og einhvern veginn sérðu það sem hentar þér hverju sinni.“ „Mér fannst Halldór Smári komast upp með mjög ruddalegar tæklingar en það eru tæklingar sem ég hefði tekið sjálfur fyrir 25 árum síðan, ekkert mál. Hún er bara í dag tæp. Halldór Smári er annað hvort heimsyfirráð eða dauði, annaðhvort sturluð tækling eða rautt spjald. Mér fannst hann vera tæpur í fyrri hálfleik þannig að ég hefði alveg getað sett út á það.“ Eitt af því sem Víkingarnir voru hvað ósáttastir með var hversu miklu var bætt við og hversu lengi var spilað eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn. Óskar Hrafn var ekki sammála því mati Víkinga. „Ég held hann hefði getað bætt við meiru í uppbótartíma því mér fannst Víkingarnir tefja mjög mikið. Aftur, ef þú horfir á þetta hinu megin þá er allt of miklu bætt við uppbótartímann.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn