Jókerinn er ekkert að grínast: Þrenna og sigur í fyrsta úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 07:01 Nikola Jokic var frábær í öruggum sigir Denver Nuggets á Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA í nótt. AP/Jack Dempsey Nikola Jokic fór á kostum þegar Denver Nuggets vann í nótt fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti um meistaratitilinn í NBA deildinni í körfubolta. Þetta var ekki aðeins fyrsti leikurinn í þessu úrslitaeinvígi heldur einnig fyrsti leikur Denver Nuggets í lokaúrslitum í 47 ára sögu félagsins og fyrsti leikur Jokic á stærsta sviðinu. Denver vann leikinn örugglega 104-93 en skyttur Miami voru ískaldar í leiknum og hittu aðeins úr 41 prósent skota sinna í leiknum. Nikola Jokic records a triple-double in his 1st ever Finals game as Denver takes Game 1!27 PTS14 AST10 REBWGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/ilmwGaflED— NBA (@NBA) June 2, 2023 Hinn magnaði Jóker var með 27 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum en hann tók bara tólf skot utan af velli og hitti úr átta þeirra. Jokic varð aðeins annar leikmaðurinn á síðustu 25 árum sem nær að gefa tíu stoðsendingar í fyrri hálfleik í lokaúrslitaleik en hinn var LeBron James árið 2017. Jamal Murray skoraði 26 stig og Aaron Gordon bætti við 16 stigum. Michael Porter Jr. skoraði 14 stig en Denver var aðeins undir í 34 sekúndur í leiknum og náði mest 24 stiga forkosti. Nuggets vann fyrsta leikhluta með níu stigum (29-20) og var síðan komið sautján stigum yfir í hálfleik, 59-42. Eftir þriðja leikhlutann var munurinn kominn yfir tuttugu stig en Miami lagaði stöðuna aðeins í lokin. Nikola Jokic becomes the 2nd player to record a triple-double in their Finals debut, joining Jason Kidd.Kidd: 23 PTS, 10 REB, 10 AST on 6/5/2002Jokic: 27 PTS, 14 AST, 10 REB in Game 1 pic.twitter.com/ZqqsfmKtoQ— NBA History (@NBAHistory) June 2, 2023 Bam Adebayo skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami Heat, Gabe Vincent var með 19 stig og Haywood Highsmith skoraði 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Hetja liðsins, Jimmy Butler, var hins vegar aðeins með þrettán stig og hitti bara úr 6 af 14 skotum sínum. Annar leikurinn fer líka fram í Denver eins og þessi og verður hann á sunnudaginn. GAME 1 FINAL SCORE Nikola Jokic SHOWS OUT as the @nuggets take Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Murray: 26 PTS, 10 AST, 6 REBMPJ: 14 PTS, 13 REB, 2 BLKGordon: 16 PTS, 7-10 FGBam: 26 PTS, 13 REB, 5 ASTGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/icgK8N22WB— NBA (@NBA) June 2, 2023 NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Þetta var ekki aðeins fyrsti leikurinn í þessu úrslitaeinvígi heldur einnig fyrsti leikur Denver Nuggets í lokaúrslitum í 47 ára sögu félagsins og fyrsti leikur Jokic á stærsta sviðinu. Denver vann leikinn örugglega 104-93 en skyttur Miami voru ískaldar í leiknum og hittu aðeins úr 41 prósent skota sinna í leiknum. Nikola Jokic records a triple-double in his 1st ever Finals game as Denver takes Game 1!27 PTS14 AST10 REBWGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/ilmwGaflED— NBA (@NBA) June 2, 2023 Hinn magnaði Jóker var með 27 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum en hann tók bara tólf skot utan af velli og hitti úr átta þeirra. Jokic varð aðeins annar leikmaðurinn á síðustu 25 árum sem nær að gefa tíu stoðsendingar í fyrri hálfleik í lokaúrslitaleik en hinn var LeBron James árið 2017. Jamal Murray skoraði 26 stig og Aaron Gordon bætti við 16 stigum. Michael Porter Jr. skoraði 14 stig en Denver var aðeins undir í 34 sekúndur í leiknum og náði mest 24 stiga forkosti. Nuggets vann fyrsta leikhluta með níu stigum (29-20) og var síðan komið sautján stigum yfir í hálfleik, 59-42. Eftir þriðja leikhlutann var munurinn kominn yfir tuttugu stig en Miami lagaði stöðuna aðeins í lokin. Nikola Jokic becomes the 2nd player to record a triple-double in their Finals debut, joining Jason Kidd.Kidd: 23 PTS, 10 REB, 10 AST on 6/5/2002Jokic: 27 PTS, 14 AST, 10 REB in Game 1 pic.twitter.com/ZqqsfmKtoQ— NBA History (@NBAHistory) June 2, 2023 Bam Adebayo skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami Heat, Gabe Vincent var með 19 stig og Haywood Highsmith skoraði 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Hetja liðsins, Jimmy Butler, var hins vegar aðeins með þrettán stig og hitti bara úr 6 af 14 skotum sínum. Annar leikurinn fer líka fram í Denver eins og þessi og verður hann á sunnudaginn. GAME 1 FINAL SCORE Nikola Jokic SHOWS OUT as the @nuggets take Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Murray: 26 PTS, 10 AST, 6 REBMPJ: 14 PTS, 13 REB, 2 BLKGordon: 16 PTS, 7-10 FGBam: 26 PTS, 13 REB, 5 ASTGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/icgK8N22WB— NBA (@NBA) June 2, 2023
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira