Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 15:18 Mynd James Webb af vatnsstróknum sem stafar frá Enkeladusi. Tunglið sjálft er innan rauða rammans. Strókurinn er meira en tuttugu sinnum lengri en þvermál tunglsins. NASA, ESA, CSA, STScI, and G. Villanueva (NASA’s Goddard Space F Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. Enkeladus er eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins. Tunglið er þakið ísskorpu sem hylur víðáttumikið haf fljótandi og salts vatns. Ís, vatnsgufa og lífræn efni spýtast út í geim frá nokkurs konar ísgoshverum á yfirborðinu, Bandaríska geimfarið Cassini kom auga á þessa vatnsstróka og flaug jafnvel í gegnum einn þeirra og efnagreindi hann á meðan á leiðangri þess stóð. Strókarnir hafa sést teygja sig hundruð eða þúsundir kílómetra frá yfirborði Enkeladusar. Næmt auga Webb sýnir hins vegar að strókarnir ná mun lengra en vísindamenn áttuðu sig á. Á nýlegum myndum sjónaukans sést vatnsstrókur teygja sig tæpa 9.700 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Það er um tuttugufalt þvermál Enkeladusar sjálfs og um það bil vegalengdin á milli Reykjavíkur og Honolulu á Havaí. „Þegar ég skoðaði þessi gögn hélt ég að þau hlytu að vera röng. Það var bara svo sláandi að greina vatnsstrók meira en tuttugu sinnum stærri en tunglið. Vatnsstrókurinn teygir sig langt frá upptakasvæði sínu við suðurpólinn,“ er haft eftir Geronimo Villanueva frá Goddard-geimmiðstöðvar NASA og aðalhöfundar greinar um rannsóknina, í tilkynningu á vef NASA. Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. Þess mynd tók geimfarið Cassini af Enkeladusi.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gæti fyllt ólympíska sundlaug á um tveimur tímum Gögn Webb hjálpa stjörnufræðingum ennfremur að skilja hvernig strókarnir frá Enkeladusi dreifa vatni um Satúrnusarkerfið og hringi reikistjörnunnar. Villanueva segir að vatnsslóðinn sem tunglið skilur eftir sig myndi nokkurs konar baug í kjölfari sínu við ysta og breiðasta hring Satúrnusar, svonefndan E-hring. Áætlað er að um það bil þrjátíu prósent vatnsins sem gýs upp frá Enkeladusi verði aftur í þessum baugi en hin sjötíu prósentin dreifist um kerfið. Töluverður kraftur er í strókunum frá Enkeladusi, tæplega þrjúhundruð lítrar á sekúndu. Þeir gætu þannig fyllt fimmtíu metra langa sundlaug á tveimur klukkustundum. Til samanburðar tæki það meira en tvær vikur með hefðbundinni garðslöngu á jörðinni. Geimurinn Vísindi Satúrnus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Enkeladus er eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins. Tunglið er þakið ísskorpu sem hylur víðáttumikið haf fljótandi og salts vatns. Ís, vatnsgufa og lífræn efni spýtast út í geim frá nokkurs konar ísgoshverum á yfirborðinu, Bandaríska geimfarið Cassini kom auga á þessa vatnsstróka og flaug jafnvel í gegnum einn þeirra og efnagreindi hann á meðan á leiðangri þess stóð. Strókarnir hafa sést teygja sig hundruð eða þúsundir kílómetra frá yfirborði Enkeladusar. Næmt auga Webb sýnir hins vegar að strókarnir ná mun lengra en vísindamenn áttuðu sig á. Á nýlegum myndum sjónaukans sést vatnsstrókur teygja sig tæpa 9.700 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Það er um tuttugufalt þvermál Enkeladusar sjálfs og um það bil vegalengdin á milli Reykjavíkur og Honolulu á Havaí. „Þegar ég skoðaði þessi gögn hélt ég að þau hlytu að vera röng. Það var bara svo sláandi að greina vatnsstrók meira en tuttugu sinnum stærri en tunglið. Vatnsstrókurinn teygir sig langt frá upptakasvæði sínu við suðurpólinn,“ er haft eftir Geronimo Villanueva frá Goddard-geimmiðstöðvar NASA og aðalhöfundar greinar um rannsóknina, í tilkynningu á vef NASA. Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. Þess mynd tók geimfarið Cassini af Enkeladusi.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gæti fyllt ólympíska sundlaug á um tveimur tímum Gögn Webb hjálpa stjörnufræðingum ennfremur að skilja hvernig strókarnir frá Enkeladusi dreifa vatni um Satúrnusarkerfið og hringi reikistjörnunnar. Villanueva segir að vatnsslóðinn sem tunglið skilur eftir sig myndi nokkurs konar baug í kjölfari sínu við ysta og breiðasta hring Satúrnusar, svonefndan E-hring. Áætlað er að um það bil þrjátíu prósent vatnsins sem gýs upp frá Enkeladusi verði aftur í þessum baugi en hin sjötíu prósentin dreifist um kerfið. Töluverður kraftur er í strókunum frá Enkeladusi, tæplega þrjúhundruð lítrar á sekúndu. Þeir gætu þannig fyllt fimmtíu metra langa sundlaug á tveimur klukkustundum. Til samanburðar tæki það meira en tvær vikur með hefðbundinni garðslöngu á jörðinni.
Geimurinn Vísindi Satúrnus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira