„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 22:16 Danny Masterson og eiginkona hans Bijou Phillips fyrir utan dómshúsið í Los Angeles fyrr í maí. AP/Chris Pizzello Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir. Masterson, sem er 47 ára gamall, stendur frammi fyrir því að vera mögulega dæmdur til lífstíðarvistar í fangelsi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bijou Phillips, eiginkona hans, grét er hann var leiddur úr dómsal Los Angeles í handjárnum, samkvæmt fréttaveitunni, en aðrir fjölskyldumeðlimir hans og vinir voru einnig í salnum. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001, samkvæmt frétt Variety. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Vísindakirkjan spilaði stóra rullu í réttarhöldunum en Masterson var meðlimur í henni og allar konurnar þrjár einnig. Saksóknarar sögðu hann hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar og sem heimsþekktur leikari til að komast hjá því að vera refsað fyrir brot sín. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Verjendur Masterson kölluðu ekki fram nein vitni og hann bar sömuleiðis ekki vitni. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. AP vitnar í yfirlýsingu frá einni konunni eftir að hann var sakfelldur fyrir að nauðgað. Hún segist finna fyrir flóknum kokteil tilfinninga eins og sorg, létti, þreytu og styrk, vitandi það að Masterson hafi verið dregin til ábyrgðar fyrir brot sín. Konan sem hann var sakaður um að nauðga árið 2001, ákæran sem hann var ekki sakfelldur fyrir, segir að þó hún sé ánægð með að honum verði refsað, sé hún miður sín yfir því að hann hafi komist hjá refsingu fyrir brot sitt gegn henni. Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29 Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22 Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Masterson, sem er 47 ára gamall, stendur frammi fyrir því að vera mögulega dæmdur til lífstíðarvistar í fangelsi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bijou Phillips, eiginkona hans, grét er hann var leiddur úr dómsal Los Angeles í handjárnum, samkvæmt fréttaveitunni, en aðrir fjölskyldumeðlimir hans og vinir voru einnig í salnum. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001, samkvæmt frétt Variety. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Vísindakirkjan spilaði stóra rullu í réttarhöldunum en Masterson var meðlimur í henni og allar konurnar þrjár einnig. Saksóknarar sögðu hann hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar og sem heimsþekktur leikari til að komast hjá því að vera refsað fyrir brot sín. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Verjendur Masterson kölluðu ekki fram nein vitni og hann bar sömuleiðis ekki vitni. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. AP vitnar í yfirlýsingu frá einni konunni eftir að hann var sakfelldur fyrir að nauðgað. Hún segist finna fyrir flóknum kokteil tilfinninga eins og sorg, létti, þreytu og styrk, vitandi það að Masterson hafi verið dregin til ábyrgðar fyrir brot sín. Konan sem hann var sakaður um að nauðga árið 2001, ákæran sem hann var ekki sakfelldur fyrir, segir að þó hún sé ánægð með að honum verði refsað, sé hún miður sín yfir því að hann hafi komist hjá refsingu fyrir brot sitt gegn henni.
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29 Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22 Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35
Holskefla ásakana um kynferðisbrot í Hollywood Ansi margir karlmenn tengdir skemmtanaiðnaðinum voru sakaðir um kynferðisbrot í þessari og síðustu viku. 23. júní 2020 14:29
Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun Danny Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. 5. desember 2017 17:22
Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That '70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. 4. mars 2017 10:09