Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók í síðustu viku ákvörðun um að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fóru því úr 7,5 prósentum í 8,75.
Á vef Landsbankans segir að vaxtabreytingarnar taki jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Innlánsvextir
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 1,25 prósentustig.
- Viðskiptavinir fá 8,25% vexti þegar þeir spara í appinu.
- Vextir á óverðtryggðum Fasteignagrunni verða 8,90%.
- Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,25 prósentustig.
Útlánavextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 1,25 prósentustig og verða 10,25%.
- Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir nýrra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,60 prósentustig.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 1,25 prósentustig.
Ný vaxtatafla tekur gildi fimmtudaginn 1. júní 2023.