Sjö láta af störfum í skipulagsbreytingum hjá Festi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 22:49 Ásta S Fjelsted, forstjóri Festar. Sjö láta af störfum og tvö hafa verið ráðin til félagsins Festi í skipulagsbreytingum. Þá hafa ýmis svið verið sameinuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Breytingarnar eru hluti af stefnumörkun félagsins um að létta á móðurfélaginu og efla enn frekar sjálfstæði hvers félags innan Festi. Skerpa fókus til aukins vaxtar og tryggja að fjárfestingum félagsins sé stýrt til réttra tækifæra og aukinnar verðmætasköpunar,“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi. Ýmir Örn Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri N1 og tekur við starfinu 1. júní nk. Hinrik Örn Bjarnason, sem starfað hefur innan framkvæmdastjórnar N1 frá 2013 og þar af sem framkvæmdastjóri félagsins frá ársbyrjun 2019, hefur látið af störfum. „N1 stendur á tímamótum með breyttri neysluhegðun og umbreytingu í orkuskiptum. Við þökkum Hinriki fyrir hans mikilvæga starf í vegferð N1 undanfarin ár um leið og við bjóðum Ými velkominn sem fær það hlutverk að taka enn stærri skref í að mæta þeim umbreytingum sem eru að eiga sér stað á markaðnum. Við hlökkum til þess að fá jafn framsækinn og öflugan mann og Ými í brúna,“ segir Ásta jafnframt. Ýmir Örn Finnbogason kemur frá Deloitte þar sem hann var yfirmaður viðskiptagreiningar frá 2021. Ýmir Örn er með meistaragráðu í reikningshaldi og fjármálum frá Cass Business School í London og Bachelor gráðu í viðskiptafræði frá HR.aðsend „Ég er afar spenntur fyrir því að ganga til liðs við N1, fyrirtæki sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og breytingum. Ég er þess fullviss að í þeim liggja fjölmörg tækifæri sem og í auknu samstarfi við önnur félög innan Festi. Ég er þakklátur fyrir traustið og hlakka til að taka þátt í að móta framtíð N1, fyrirtæki með einstaka sögu og gríðarlega sterkan og fjölbreyttan hóp starfsfólks og viðskiptavina“, er haft eftir Ými Erni Finnbogasyni. Kolbeinn Finnsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Festi, lætur nú af störfum. Magnús Kr. Ingason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi tekur nú við sameinuðu sviði fjármála og rekstar. Dagný Engilbertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður stefnumótunar á skrifstofu forstjóra og tekur til starfa í haust. Dagný Engilbertsdóttir kemur frá stærsta orkufyrirtæki Danmerkur, Örsted, þar sem hún hefur starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar. Dagný er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá IESE Business School í Barcelona. aðsend Vistaskipti Festi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Breytingarnar eru hluti af stefnumörkun félagsins um að létta á móðurfélaginu og efla enn frekar sjálfstæði hvers félags innan Festi. Skerpa fókus til aukins vaxtar og tryggja að fjárfestingum félagsins sé stýrt til réttra tækifæra og aukinnar verðmætasköpunar,“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi. Ýmir Örn Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri N1 og tekur við starfinu 1. júní nk. Hinrik Örn Bjarnason, sem starfað hefur innan framkvæmdastjórnar N1 frá 2013 og þar af sem framkvæmdastjóri félagsins frá ársbyrjun 2019, hefur látið af störfum. „N1 stendur á tímamótum með breyttri neysluhegðun og umbreytingu í orkuskiptum. Við þökkum Hinriki fyrir hans mikilvæga starf í vegferð N1 undanfarin ár um leið og við bjóðum Ými velkominn sem fær það hlutverk að taka enn stærri skref í að mæta þeim umbreytingum sem eru að eiga sér stað á markaðnum. Við hlökkum til þess að fá jafn framsækinn og öflugan mann og Ými í brúna,“ segir Ásta jafnframt. Ýmir Örn Finnbogason kemur frá Deloitte þar sem hann var yfirmaður viðskiptagreiningar frá 2021. Ýmir Örn er með meistaragráðu í reikningshaldi og fjármálum frá Cass Business School í London og Bachelor gráðu í viðskiptafræði frá HR.aðsend „Ég er afar spenntur fyrir því að ganga til liðs við N1, fyrirtæki sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og breytingum. Ég er þess fullviss að í þeim liggja fjölmörg tækifæri sem og í auknu samstarfi við önnur félög innan Festi. Ég er þakklátur fyrir traustið og hlakka til að taka þátt í að móta framtíð N1, fyrirtæki með einstaka sögu og gríðarlega sterkan og fjölbreyttan hóp starfsfólks og viðskiptavina“, er haft eftir Ými Erni Finnbogasyni. Kolbeinn Finnsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Festi, lætur nú af störfum. Magnús Kr. Ingason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi tekur nú við sameinuðu sviði fjármála og rekstar. Dagný Engilbertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður stefnumótunar á skrifstofu forstjóra og tekur til starfa í haust. Dagný Engilbertsdóttir kemur frá stærsta orkufyrirtæki Danmerkur, Örsted, þar sem hún hefur starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar. Dagný er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá IESE Business School í Barcelona. aðsend
Vistaskipti Festi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira