Besta upphitunin: „Var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2023 20:01 Freyja Karín Þorvarðardóttir og Fanney Inga Birkisdóttir mættu í Bestu upphitunina. stöð 2 sport Þróttur og Valur mætast annað kvöld í annað sinn á fimm dögum. Af því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir tvo af efnilegustu leikmönnum landsins til sín í Bestu upphitunina. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði sigurmark Þróttar þegar liðið sló Val út úr sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 2-1 sigri á laugardaginn. Þessi lið mætast aftur í 6. umferð Bestu deildarinnar á morgun. Freyja mætti til Helenu ásamt Fanneyju Ingu Birkisdóttur, markverði Vals. „Ég held að maður sé bara meira peppaður í að gera betur,“ sagði Fanney aðspurð hvort tapið um helgina muni sitja í Valskonum. Freyja vill endurtaka leikinn frá því á laugardaginn. „Maður verður að halda sínu striki og að sýna að maður getur unnið svona leik tvisvar væri sterkt,“ sagði Freyja sem er frá Neskaupsstað og hóf ferilinn með FHL. Þar skoraði hún grimmt, áður en hún fór í Þrótt fyrir síðasta tímabil. „Þetta var öðruvísi en hérna fyrir sunnan. Maður keyrði á æfingar í fjörutíu mínútur til að fara á Reyðarfjörð. En mér fannst það mjög gaman,“ sagði Freyja. Klippa: Besta upphitunin fyrir 6. umferð Fanney er aftur á móti alin upp hjá Val og varð að aðalmarkverði liðsins þegar Sandra Sigurðardóttir hætti óvænt í vetur. „Ég bjóst ekki við því að hún myndi hætta og það kom mér sterklega á óvart,“ sagði Fanney sem var á báðum áttum hvað hún ætti að gera fyrir tímabilið; vera áfram í Val eða fara á lán. „Ég hélt að hún [Sandra] myndi alltaf spila þetta tímabil þannig að ég var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið því mig langaði að spila.“ Horfa má á upphitunina fyrir 6. umferð Bestu deild kvenna í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði sigurmark Þróttar þegar liðið sló Val út úr sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 2-1 sigri á laugardaginn. Þessi lið mætast aftur í 6. umferð Bestu deildarinnar á morgun. Freyja mætti til Helenu ásamt Fanneyju Ingu Birkisdóttur, markverði Vals. „Ég held að maður sé bara meira peppaður í að gera betur,“ sagði Fanney aðspurð hvort tapið um helgina muni sitja í Valskonum. Freyja vill endurtaka leikinn frá því á laugardaginn. „Maður verður að halda sínu striki og að sýna að maður getur unnið svona leik tvisvar væri sterkt,“ sagði Freyja sem er frá Neskaupsstað og hóf ferilinn með FHL. Þar skoraði hún grimmt, áður en hún fór í Þrótt fyrir síðasta tímabil. „Þetta var öðruvísi en hérna fyrir sunnan. Maður keyrði á æfingar í fjörutíu mínútur til að fara á Reyðarfjörð. En mér fannst það mjög gaman,“ sagði Freyja. Klippa: Besta upphitunin fyrir 6. umferð Fanney er aftur á móti alin upp hjá Val og varð að aðalmarkverði liðsins þegar Sandra Sigurðardóttir hætti óvænt í vetur. „Ég bjóst ekki við því að hún myndi hætta og það kom mér sterklega á óvart,“ sagði Fanney sem var á báðum áttum hvað hún ætti að gera fyrir tímabilið; vera áfram í Val eða fara á lán. „Ég hélt að hún [Sandra] myndi alltaf spila þetta tímabil þannig að ég var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið því mig langaði að spila.“ Horfa má á upphitunina fyrir 6. umferð Bestu deild kvenna í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira