Söngvari Rammstein sakaður um byrlun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 11:02 Konan segir að Lindemann hafi falast eftir kynlífi undir sviðinu og reiðst þegar það gekki ekki. Getty/Twitter Kona að nafni Shelby Lynn hefur sakað Till Lindemann, söngvara þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein, um byrlun. Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar er ásökununum hafnað. Lynn skrifaði um málið á bæði Twitter og Instagram síðum sínum á föstudag. Segir hún að bæði Lindemann sjálfur og starfsfólk hans hafi tekið þátt í byrluninni á tónleikum í borginni Vilníus í Litháen mánudaginn 22. maí. Segist Lynn hafa verið valin af konu að nafni Aleena Makeeva, sem starfar fyrir Rammstein, til að vera í sérstakri röð aðdáanda, svokölluð o röð, á milli sviðsins og annarra tónleikagesta. Samkvæmt auglýsingu á Reddit rás Rammstein gátu aðeins laglegar stúlkur átt möguleika að komast í þessa o röð. En þær sem voru valdar fengu ókeypis miða á tónleikana, fengu að hitta Till Lindemann fyrir þá og boð í eftirpartí. Fékk hún svo að vita það frá partíhaldaranum, Joe Letz, fyrir tónleikana að Lindemann vildi hitta hana sérstaklega í partíinu. Spurði hún hvort hann væri að falast eftir kynlífi sagði Letz svo ekki vera. „Nei, ekkert þannig. Till er herramaður,“ á Letz að hafa sagt. Hana grunaði þó að það væri raunin og ræddi það við hinar stúlkurnar sem valdar voru sem tóku undir grunsemdirnar. Leidd undir sviðið Það næsta sem gerist er að Lindemann, sem er sextugur að aldri, mætir á svæðið og skenkir tekíla fyrir stúlkurnar. Fær Lynn einnig Red Bull með vodka og Prosecco freyðivín. Síðan fer Lindemann til að syngja á tónleikunum. Bruising including what seems to be finger marks from being grabbed maybe. I don t know when these bruises happened because I was so off my head under the influence of something. This is from the night of and morning after #shelbys69666 #rammstein pic.twitter.com/wvv4fwDB16— Shelby Lynn (@Shelbys69666) May 25, 2023 Lynn segist hafa verið algerlega út úr heiminum á meðan tónleikunum stóð og ekki munað eftir miklu. Grunar hana að lyf hafi verið sett út í áfengið sem Lindemann gaf henni. Í tónleikahléi hafi henni verið beint að litlu rými undir sviðinu, þangað sem Lindemann kom. Hafi hann falast eftir kynlífi en Lynn neitað. „Joe sagði að þú myndir!“ á Lindemann að hafa hrópað þá en síðan stormað í burtu í reiðikasti og klárað seinni helming tónleikana. Marblettir og uppköst Eftir tónleikana fór Lynn í eftirpartíið og var með hinum stúlkunum. Segist hún hafa kastað upp og farið svo á hótelið sitt. Þar tók hún eftir marblettum á sér og magauppköstin héldu svo áfram. Daginn eftir segist hún hafa heyrt það frá öðrum stúlkum í röð o að svipaðir hlutir hafi gerst. Keypti hún þá lyfjapróf sem reyndist þó vera neikvætt. Ekki í okkar umhverfi Í gær birti Rammstein yfirlýsingu vegna málsins þar sem ásökununum er hafnað. Rammstein hafnar ásökununum.Getty „Varðandi ásakanirnar sem eru í gangi á internetinu varðandi tónleikana í Vilníus getum við útilokað að það sem sagt er hafi gerst eig við um okkar umhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vitum ekki af neinni opinberri rannsókn málsins.“ Málið hefur verið mikið rætt á samfélagsmiðlum, meðal annars á Reddit síðu Rammstein. Þar segjast sumir hafa heyrt sambærilegar sögur úr fortíðinni en aðrir draga frásögn Lynn í efa. Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Litháen Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Lynn skrifaði um málið á bæði Twitter og Instagram síðum sínum á föstudag. Segir hún að bæði Lindemann sjálfur og starfsfólk hans hafi tekið þátt í byrluninni á tónleikum í borginni Vilníus í Litháen mánudaginn 22. maí. Segist Lynn hafa verið valin af konu að nafni Aleena Makeeva, sem starfar fyrir Rammstein, til að vera í sérstakri röð aðdáanda, svokölluð o röð, á milli sviðsins og annarra tónleikagesta. Samkvæmt auglýsingu á Reddit rás Rammstein gátu aðeins laglegar stúlkur átt möguleika að komast í þessa o röð. En þær sem voru valdar fengu ókeypis miða á tónleikana, fengu að hitta Till Lindemann fyrir þá og boð í eftirpartí. Fékk hún svo að vita það frá partíhaldaranum, Joe Letz, fyrir tónleikana að Lindemann vildi hitta hana sérstaklega í partíinu. Spurði hún hvort hann væri að falast eftir kynlífi sagði Letz svo ekki vera. „Nei, ekkert þannig. Till er herramaður,“ á Letz að hafa sagt. Hana grunaði þó að það væri raunin og ræddi það við hinar stúlkurnar sem valdar voru sem tóku undir grunsemdirnar. Leidd undir sviðið Það næsta sem gerist er að Lindemann, sem er sextugur að aldri, mætir á svæðið og skenkir tekíla fyrir stúlkurnar. Fær Lynn einnig Red Bull með vodka og Prosecco freyðivín. Síðan fer Lindemann til að syngja á tónleikunum. Bruising including what seems to be finger marks from being grabbed maybe. I don t know when these bruises happened because I was so off my head under the influence of something. This is from the night of and morning after #shelbys69666 #rammstein pic.twitter.com/wvv4fwDB16— Shelby Lynn (@Shelbys69666) May 25, 2023 Lynn segist hafa verið algerlega út úr heiminum á meðan tónleikunum stóð og ekki munað eftir miklu. Grunar hana að lyf hafi verið sett út í áfengið sem Lindemann gaf henni. Í tónleikahléi hafi henni verið beint að litlu rými undir sviðinu, þangað sem Lindemann kom. Hafi hann falast eftir kynlífi en Lynn neitað. „Joe sagði að þú myndir!“ á Lindemann að hafa hrópað þá en síðan stormað í burtu í reiðikasti og klárað seinni helming tónleikana. Marblettir og uppköst Eftir tónleikana fór Lynn í eftirpartíið og var með hinum stúlkunum. Segist hún hafa kastað upp og farið svo á hótelið sitt. Þar tók hún eftir marblettum á sér og magauppköstin héldu svo áfram. Daginn eftir segist hún hafa heyrt það frá öðrum stúlkum í röð o að svipaðir hlutir hafi gerst. Keypti hún þá lyfjapróf sem reyndist þó vera neikvætt. Ekki í okkar umhverfi Í gær birti Rammstein yfirlýsingu vegna málsins þar sem ásökununum er hafnað. Rammstein hafnar ásökununum.Getty „Varðandi ásakanirnar sem eru í gangi á internetinu varðandi tónleikana í Vilníus getum við útilokað að það sem sagt er hafi gerst eig við um okkar umhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vitum ekki af neinni opinberri rannsókn málsins.“ Málið hefur verið mikið rætt á samfélagsmiðlum, meðal annars á Reddit síðu Rammstein. Þar segjast sumir hafa heyrt sambærilegar sögur úr fortíðinni en aðrir draga frásögn Lynn í efa.
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Litháen Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira