„Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 07:31 Jimmy Butler treður boltanum í körfuna án þess að Jaylen Brown komi vörnum við. AP/Michael Dwyer Miami Heat er komið í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta eftir öruggan nítján stiga sigur á Boston Celtics, 103-84, í oddaleik í Boston í nótt. Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023 NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira