Rigningin sló Verstappen ekki út af laginu í Mónakó Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 15:31 Það fær Max Verstappen ekkert stoppað í Formúlu 1 um þessar mundir Vísir/Getty Hollendingurinn Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og liðsmaður Red Bull Racing, bar sigur úr býtum í Mónakó-kappakstrinum sem fram fór í dag. Verstappen bar enn og aftur höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á öfluga Red Bull Racing bílnum. Hann hélt forystu sinni frá upphafi keppninnar og alveg til enda hennar. Á seinni stigum keppninnar fór að rigna og setti það stein í götu margra ökumanna sem áttu erfitt með að halda stjórn á bílum sínum. Rigningin varð ekki til þess að breyta sætaröðun fremstu ökumanna. Verstappen sigldi heim öruggum sigri, Fernando Alonso ökumaður Aston Martin endaði í öðru sæti og Frakkinn Esteban Ocon, ökumaður Alpine tryggði sér sæti á verðlaunapalli með því að enda í þriðja sæti. Forysta Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna stendur nú í 39 stigum en liðsfélagi hans Sergio Perez, sem jafnframt er hans helsti keppinautur, náði ekki að vinna sér inn stig í keppni dagsins eftir að hafa ræst aftastur. Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen bar enn og aftur höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á öfluga Red Bull Racing bílnum. Hann hélt forystu sinni frá upphafi keppninnar og alveg til enda hennar. Á seinni stigum keppninnar fór að rigna og setti það stein í götu margra ökumanna sem áttu erfitt með að halda stjórn á bílum sínum. Rigningin varð ekki til þess að breyta sætaröðun fremstu ökumanna. Verstappen sigldi heim öruggum sigri, Fernando Alonso ökumaður Aston Martin endaði í öðru sæti og Frakkinn Esteban Ocon, ökumaður Alpine tryggði sér sæti á verðlaunapalli með því að enda í þriðja sæti. Forysta Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna stendur nú í 39 stigum en liðsfélagi hans Sergio Perez, sem jafnframt er hans helsti keppinautur, náði ekki að vinna sér inn stig í keppni dagsins eftir að hafa ræst aftastur.
Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira