Fagna réttlæti fyrir dóttur sem kennari sló Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 12:14 Málið kom upp í maímánuði árið 2021. Dalvíkurbyggð Magnea Rún Magnúsdóttir, móðir unglingsstúlku sem var löðrunguð af kennara í Dalvíkurskóla árið 2021, segir viðsnúning Landsréttar í máli kennarans létti. Málið sé búið að liggja eins og mara á fjölskyldunni í langan tíma. „Þetta var hátíðisdagur fyrir okkur. Það var mikil gleði og mikið af gestum kom heim til okkar og við fögnuðum alveg rosalega mikið,“ segir Magnea Rún. „Á sama tíma veltir maður fyrir sér hvers vegna þetta hafi verið einhver spurning til að byrja með.“ Líkamlegar refsingar bannaðar Atvikið átti sér stað í maí mánuði árið 2021, þegar stúlkan var þrettán ára gömul. Kennaranum, sem er kona, var sagt upp störfum í kjölfar atviksins sem var kært til lögreglu á sínum tíma. En hún lögsótti bæjaryfirvöld vegna brottrekstrarins og hlaut stuðning Kennarasambandsins og Félags grunnskólakennara. Þann 17. febrúar árið 2022 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra kennaranum í vil og átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Sagði þar að atvikið hafi ekki verið gróft brot sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þessum dómi var hins vegar snúið við í gær í Landsrétti. Í dómi Landsréttar segir að háttsemi konunnar hafi falið í sér gróft brot í starfi og að skólanum hafi verið heimilt að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. Starfsfólki sé óheimilt að beita líkamlegum refsingum og líkamlegu inngripi í refsingarskyni. Kennarasambandinu til skammar Magnea segir að fjölskyldan hafi verið að bíða eftir þessari niðurstöðu og telur að málinu sé nú lokið. Að minnsta kosti á milli kennarans fyrrverandi og bæjarins. Magnea Rún og Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar, stigu fram á sínum tíma fram og sögðu sína sögu, frá aðstæðum dóttur þeirra og baráttu hennar við þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Foreldrarnir gerðu það eftir að Kennarasambandið birti tilkynningu þar sem Dalvíkurskóli var nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. En í dómi héraðsdóms, sem var birtur nafnlaust, hafði Dalvík ekki verið nefnd sem vettvangur atviksins. Taldi fjölskyldan að Kennarasambandið hefði svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í pistlinum því að bæjarfélagið teldi aðeins tvö þúsund sálir og allir bæjarbúar hefðu getað lesið á milli línanna. Blöskraði þeim umræðan sem birtist um dótturina og háttsemi kennarans í athugasemdakerfum.„Manni finnst náttúrulega sorglegt að þau hafi virkilega tekið þennan pólinn í hæðina með þetta mál, og algjörlega til skammar,“ segir Magnea Rún um Kennarasambandið. Hún segist þó ekki fara formlega fram á það að Kennarasambandið biðjist afsökunar á sínum þætti í málinu. Dalvíkurbyggð Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Þetta var hátíðisdagur fyrir okkur. Það var mikil gleði og mikið af gestum kom heim til okkar og við fögnuðum alveg rosalega mikið,“ segir Magnea Rún. „Á sama tíma veltir maður fyrir sér hvers vegna þetta hafi verið einhver spurning til að byrja með.“ Líkamlegar refsingar bannaðar Atvikið átti sér stað í maí mánuði árið 2021, þegar stúlkan var þrettán ára gömul. Kennaranum, sem er kona, var sagt upp störfum í kjölfar atviksins sem var kært til lögreglu á sínum tíma. En hún lögsótti bæjaryfirvöld vegna brottrekstrarins og hlaut stuðning Kennarasambandsins og Félags grunnskólakennara. Þann 17. febrúar árið 2022 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra kennaranum í vil og átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Sagði þar að atvikið hafi ekki verið gróft brot sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þessum dómi var hins vegar snúið við í gær í Landsrétti. Í dómi Landsréttar segir að háttsemi konunnar hafi falið í sér gróft brot í starfi og að skólanum hafi verið heimilt að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. Starfsfólki sé óheimilt að beita líkamlegum refsingum og líkamlegu inngripi í refsingarskyni. Kennarasambandinu til skammar Magnea segir að fjölskyldan hafi verið að bíða eftir þessari niðurstöðu og telur að málinu sé nú lokið. Að minnsta kosti á milli kennarans fyrrverandi og bæjarins. Magnea Rún og Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar, stigu fram á sínum tíma fram og sögðu sína sögu, frá aðstæðum dóttur þeirra og baráttu hennar við þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Foreldrarnir gerðu það eftir að Kennarasambandið birti tilkynningu þar sem Dalvíkurskóli var nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. En í dómi héraðsdóms, sem var birtur nafnlaust, hafði Dalvík ekki verið nefnd sem vettvangur atviksins. Taldi fjölskyldan að Kennarasambandið hefði svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í pistlinum því að bæjarfélagið teldi aðeins tvö þúsund sálir og allir bæjarbúar hefðu getað lesið á milli línanna. Blöskraði þeim umræðan sem birtist um dótturina og háttsemi kennarans í athugasemdakerfum.„Manni finnst náttúrulega sorglegt að þau hafi virkilega tekið þennan pólinn í hæðina með þetta mál, og algjörlega til skammar,“ segir Magnea Rún um Kennarasambandið. Hún segist þó ekki fara formlega fram á það að Kennarasambandið biðjist afsökunar á sínum þætti í málinu.
Dalvíkurbyggð Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54