Stefna á opnun Ævintýraborgar á bílastæðaplaninu við Laugardalsvöll Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2023 13:00 Bílaplanið þar sem vonir standa til að Ævintýraborgin muni rísa. Vísir/Ívar Reykjavíkurborg stefnir á að opna tímabundinn leikskóla á bílastæðaplaninu við Laugardalsvöll, næst hringtorginu á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir að leikskólinn, sem yrði svokölluð Ævintýraborg, myndi opna á fyrri hluta næsta árs og geta tekið við um hundrað börnum. Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi Laugardals var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á fundi fyrr í vikunni en málinu hins vegar frestað. Breytingin felst í að skilgreina tímabundinn byggingarreit fyrir leikskólann Laugasól á bílastæðinu. Væri um að ræða einnar hæðar byggingareiningar og lagt til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu. Mikið hefur verið fjallað um leikskólavandann í Reykjavík síðustu misserin, vandi sem nýr meðal annars að mönnunarvanda, myglu í leikskólabyggingum og hvernig hægt sé að brúa bilið fyrir foreldra milli fæðingarorlofs og leikskóla. Stefnt er að því að leikskólinn verði tímabundið á bílastæðinu við hringtorgið á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Vísir/Vilhelm Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihópsins Brúum bilið, kveðst vongóður um að hægt verði að opna Ævintýraborgina á fyrri hluta næsta árs. Skúli Helgason er formaður stýrihópsins Brúum bilið.Vísir/Vilhelm „Við erum með marga bolta á lofti varðandi leikskóla, meðal annars í Vesturbæ og Laugardal. Þessi lausn myndi hjálpa tveimur leikskólum – Laugasól og Hof – þar sem til stendur að stækka og ráðast í endurbætur,“ segir Skúli. Hann segir að um væri að ræða tímabundna lausn. „Þetta er góð lausn sem gengur vonandi eftir. Við höfum verið í samskiptum við KSÍ og vonandi kemst þetta í auglýsingu sem fyrst til að hægt sé að fá viðbrögð þeirra sem skoðun hafa á málinu. Þetta eru sambærilegar einingar og hafa verið settar upp við Eggertsgötu, Vogabyggð og við Nauthólsveg.“ Skúli segir að horft sé til þess að þarna myndu skapast leikskólapláss fyrir um hundrað börn og að vonandi yrði hægt að opna á fyrri hluta næsta árs. „En það fer einnig meðal annars eftir framleiðsluferlinu hjá birgja,“ segir Skúli. Bílastæðið sem um ræðir. Vísir/Ívar Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi Laugardals var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á fundi fyrr í vikunni en málinu hins vegar frestað. Breytingin felst í að skilgreina tímabundinn byggingarreit fyrir leikskólann Laugasól á bílastæðinu. Væri um að ræða einnar hæðar byggingareiningar og lagt til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu. Mikið hefur verið fjallað um leikskólavandann í Reykjavík síðustu misserin, vandi sem nýr meðal annars að mönnunarvanda, myglu í leikskólabyggingum og hvernig hægt sé að brúa bilið fyrir foreldra milli fæðingarorlofs og leikskóla. Stefnt er að því að leikskólinn verði tímabundið á bílastæðinu við hringtorgið á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Vísir/Vilhelm Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihópsins Brúum bilið, kveðst vongóður um að hægt verði að opna Ævintýraborgina á fyrri hluta næsta árs. Skúli Helgason er formaður stýrihópsins Brúum bilið.Vísir/Vilhelm „Við erum með marga bolta á lofti varðandi leikskóla, meðal annars í Vesturbæ og Laugardal. Þessi lausn myndi hjálpa tveimur leikskólum – Laugasól og Hof – þar sem til stendur að stækka og ráðast í endurbætur,“ segir Skúli. Hann segir að um væri að ræða tímabundna lausn. „Þetta er góð lausn sem gengur vonandi eftir. Við höfum verið í samskiptum við KSÍ og vonandi kemst þetta í auglýsingu sem fyrst til að hægt sé að fá viðbrögð þeirra sem skoðun hafa á málinu. Þetta eru sambærilegar einingar og hafa verið settar upp við Eggertsgötu, Vogabyggð og við Nauthólsveg.“ Skúli segir að horft sé til þess að þarna myndu skapast leikskólapláss fyrir um hundrað börn og að vonandi yrði hægt að opna á fyrri hluta næsta árs. „En það fer einnig meðal annars eftir framleiðsluferlinu hjá birgja,“ segir Skúli. Bílastæðið sem um ræðir. Vísir/Ívar
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira