Landsliðið í nýtingu Þór Sigfússon skrifar 25. maí 2023 13:30 Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau. Sjávarklasinn hefur unnið að því síðast liðinn áratug að efla samstarf milli útgerða, rannsóknarstofnanna og frumkvöðlafyrirtækja um fullnýtingu og sú vinna hefur skilað árangri. Eitt besta dæmið um slíkt samstarf er án efa þróun kollagens úr fiskroði sem klasinn ýtti fyrst úr vör árið 2012 og hefur síðan leitt af sér ýmis konar framleiðslu og áframvinnslu fiskroðs sem prótíngjafa. Kynning klasans utan Íslands á því sem klasinn hefur nefnt “landslið Íslands” í 100% fiski hefur líka vakið athygli á sérstöðu Íslands og þeim sprotum og fyrirtækjum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði hérlendis. Nefna má í því sambandi fyrirtæki á borð við Lýsi, Kerecis, Haustak, Marine Collagen, Primex, Eylíf, Feel Iceland, Ensímtækni og Dropi svo einhver séu nefnd. Þetta landslið Íslendinga væri ugglaust mun minna ef ekki hefði komið til einstakt þjálfarateymi úr röðum rannsóknarstofnana eins og Matís og Háskóla Íslands, fjárhagslegur stuðningur opinberra samkeppnissjóða og síðast en ekki síst einstakur áhugi útgerða, sem hafa sýnt mikla framsýni og forystu á þessu sviði. 100% nýting er framtíðin Stöðugt koma fram hugmyndir um að bæta nýtingu og auka verðmæti einstakra parta fisksins, bæði uppsjávarfisks og botnfisk, skelfisks, þörunga ofl. Segja má að stærsta áskorun klasans hérlendis liggi í að liðsinna áfram frumkvöðlum í fullnýtingu og um leið að hvetja bæði fiskræktendur og útgerðir til að vinna að fullvinnsluverkefnum. Það er ekki síst í fiskeldi sem tækifæri eru til staðar. Landeldisfyfirtæki hafa sýnt samstarfi við klasann mikinn áhuga og líklegt er að í þeim efnum munu Íslendingar geta náð forystu á heimsvísu með þeim innviðum sem eru til staðar hérlendis í fullvinnslu. Með öðrum orðum, fullvinnslutækniþekking í hvítfiski hérlendis getur flýtt verulega fullvinnsluþróun á laxi og öðrum eldisfiski. Í því felast mikil tækifæri fyrir íslenskan eldisfisk til að skapa sér enn frekar sérstöðu á markaði sem umhverfisvænn kostur og þannig búa til enn frekari verðmæti í formi útflutningstekna. Verðmætt hug og tæknivit Mun meiri áhuga má finna á aðferðum Sjávarklasans og árangri Íslands á þessu sviði en okkur óraði fyrir. Beiðnir berast víða að frá stjórnvöldum, umhverfissamtökum og fleirum að þiggja aðstoð klasans eða fá kynningu á hugmyndum Íslendinga á þessu sviði. Mörg þessara verkefna teljum við að geti stuðlað að vaxandi ráðgjafarstarfsemi Íslendinga á erlendri grund og að aukinni sölu íslenskrar tækni og hugviti sem geti hjálpað hringrásarhagkerfi heimsins. Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfi á Íslandi til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og auka á sama tíma útflutning á íslensku hugviti- og tækniþekkingu sem skapar mikil verðmæti fyrir okkur öll. Sjávarklasinn Grandagarði 16, 101 Reykjavík heldur opið hús þann 25 maí frá 14.00-18.00. Öll velkomin Höfundur er stofnandi Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þór Sigfússon Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau. Sjávarklasinn hefur unnið að því síðast liðinn áratug að efla samstarf milli útgerða, rannsóknarstofnanna og frumkvöðlafyrirtækja um fullnýtingu og sú vinna hefur skilað árangri. Eitt besta dæmið um slíkt samstarf er án efa þróun kollagens úr fiskroði sem klasinn ýtti fyrst úr vör árið 2012 og hefur síðan leitt af sér ýmis konar framleiðslu og áframvinnslu fiskroðs sem prótíngjafa. Kynning klasans utan Íslands á því sem klasinn hefur nefnt “landslið Íslands” í 100% fiski hefur líka vakið athygli á sérstöðu Íslands og þeim sprotum og fyrirtækjum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði hérlendis. Nefna má í því sambandi fyrirtæki á borð við Lýsi, Kerecis, Haustak, Marine Collagen, Primex, Eylíf, Feel Iceland, Ensímtækni og Dropi svo einhver séu nefnd. Þetta landslið Íslendinga væri ugglaust mun minna ef ekki hefði komið til einstakt þjálfarateymi úr röðum rannsóknarstofnana eins og Matís og Háskóla Íslands, fjárhagslegur stuðningur opinberra samkeppnissjóða og síðast en ekki síst einstakur áhugi útgerða, sem hafa sýnt mikla framsýni og forystu á þessu sviði. 100% nýting er framtíðin Stöðugt koma fram hugmyndir um að bæta nýtingu og auka verðmæti einstakra parta fisksins, bæði uppsjávarfisks og botnfisk, skelfisks, þörunga ofl. Segja má að stærsta áskorun klasans hérlendis liggi í að liðsinna áfram frumkvöðlum í fullnýtingu og um leið að hvetja bæði fiskræktendur og útgerðir til að vinna að fullvinnsluverkefnum. Það er ekki síst í fiskeldi sem tækifæri eru til staðar. Landeldisfyfirtæki hafa sýnt samstarfi við klasann mikinn áhuga og líklegt er að í þeim efnum munu Íslendingar geta náð forystu á heimsvísu með þeim innviðum sem eru til staðar hérlendis í fullvinnslu. Með öðrum orðum, fullvinnslutækniþekking í hvítfiski hérlendis getur flýtt verulega fullvinnsluþróun á laxi og öðrum eldisfiski. Í því felast mikil tækifæri fyrir íslenskan eldisfisk til að skapa sér enn frekar sérstöðu á markaði sem umhverfisvænn kostur og þannig búa til enn frekari verðmæti í formi útflutningstekna. Verðmætt hug og tæknivit Mun meiri áhuga má finna á aðferðum Sjávarklasans og árangri Íslands á þessu sviði en okkur óraði fyrir. Beiðnir berast víða að frá stjórnvöldum, umhverfissamtökum og fleirum að þiggja aðstoð klasans eða fá kynningu á hugmyndum Íslendinga á þessu sviði. Mörg þessara verkefna teljum við að geti stuðlað að vaxandi ráðgjafarstarfsemi Íslendinga á erlendri grund og að aukinni sölu íslenskrar tækni og hugviti sem geti hjálpað hringrásarhagkerfi heimsins. Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfi á Íslandi til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og auka á sama tíma útflutning á íslensku hugviti- og tækniþekkingu sem skapar mikil verðmæti fyrir okkur öll. Sjávarklasinn Grandagarði 16, 101 Reykjavík heldur opið hús þann 25 maí frá 14.00-18.00. Öll velkomin Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun