Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2023 10:34 Tveir þriðju ungmenna í Bandaríkjunum segjast nota samfélagsmiðla daglega og einn þriðji segir notkunina stanslausa. Getty Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins. Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins.
Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira