Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Máni Snær Þorláksson skrifar 23. maí 2023 22:05 Maðurinn endaði á að henda bókinni eftir Hugleik í ruslið til að binda enda á vandræðin. Skjáskot/Vimeo/SVT Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. „Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því. Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
„Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því.
Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira