Kjartan Atli kveður Körfuboltakvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2023 16:21 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í setti fyrir oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/bára Eftir átta ár hefur Kjartan Atli Kjartansson ákveðið að segja skilið við Subway Körfuboltakvöld. Hann stýrir Álftanesi í Subway deild karla á næsta tímabili. Kjartan Atli tók við stjórnartaumunum í Körfuboltakvöldi þegar þátturinn var settur á laggirnar 2015 og hefur stýrt honum alla tíð síðan. „Ef ég ætti að lýsa þessum átta árum með einu orði væri það skemmtilegt. Teymið í kringum þættina varð fljótlega að vinahópi frekar en hópi af samstarfsfélögum,“ sagði Kjartan sem tók við þjálfun Álftaness fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Þjálfarinn Kjartan Atli verður í bílstjórasætinu næsta vetur en sjónvarpsmaðurinn í aftursætinu.vísir/hulda margrét „Verkefnið á Álftanesi er líka spennandi og þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja Körfuboltakvöldi horfir maður björtum augum á framtíðina,“ sagði Kjartan. „Ég hlakka til að vera hinum megin við borðið og mun eiga auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem spyrja spurninga og gagnrýna.“ Kjartan kveður Subway Körfuboltakvöld með söknuði og þakklæti eftir átta góð ár. „Þetta eru ákveðin tímamót því Körfuboltakvöld hefur skipað stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldunnar síðustu ár og maður er auðvitað þakklátur að hafa fengið tækifæri til að stýra þættinum,“ sagði Kjartan. Kjartan Atli á sínum gamla heimavelli í Ásgarði í Garðabæ.vísir/vilhelm „Ég er þakklátur fyrir hversu vel áhorfendur hafa tekið þættinum öll þessi átta ár og sömuleiðis þakklátur fjölskyldunni að taka þátt í verkefninu með mér. Öll fimmtudags- og föstudagskvöld hafa verið dekkuð hjá mér undanfarin átta ár.“ Kjartan og félagar á Álftanesi eru stórhuga fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Þeir hafa meðal annars samið við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. „Við erum að skrifa körfuboltasöguna á Álftanesi og okkar markmið er að halda áfram að búa til öflugt körfuboltafélag. Það er mikill vöxtur í yngri flokkunum og okkar langtímamarkmið er að halda áfram að efla allt starfið,“ sagði Kjartan. Hann hefur fulla trú að Körfuboltakvöld haldi sínu striki þrátt fyrir að hann sé horfinn úr brúnni. „Að mínu mati kemur alltaf maður í manns stað og það er mikilvægt að sá sem tekur við fái að stýra þættinum eftir sínu höfði. Ég óska eftirmanni mínum alls hins besta og veit að íslenskur körfubolti og íslenskt íþróttasjónvarp mun halda áfram að vaxa,“ sagði Kjartan að lokum. Tímamót Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Kjartan Atli tók við stjórnartaumunum í Körfuboltakvöldi þegar þátturinn var settur á laggirnar 2015 og hefur stýrt honum alla tíð síðan. „Ef ég ætti að lýsa þessum átta árum með einu orði væri það skemmtilegt. Teymið í kringum þættina varð fljótlega að vinahópi frekar en hópi af samstarfsfélögum,“ sagði Kjartan sem tók við þjálfun Álftaness fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Þjálfarinn Kjartan Atli verður í bílstjórasætinu næsta vetur en sjónvarpsmaðurinn í aftursætinu.vísir/hulda margrét „Verkefnið á Álftanesi er líka spennandi og þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja Körfuboltakvöldi horfir maður björtum augum á framtíðina,“ sagði Kjartan. „Ég hlakka til að vera hinum megin við borðið og mun eiga auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem spyrja spurninga og gagnrýna.“ Kjartan kveður Subway Körfuboltakvöld með söknuði og þakklæti eftir átta góð ár. „Þetta eru ákveðin tímamót því Körfuboltakvöld hefur skipað stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldunnar síðustu ár og maður er auðvitað þakklátur að hafa fengið tækifæri til að stýra þættinum,“ sagði Kjartan. Kjartan Atli á sínum gamla heimavelli í Ásgarði í Garðabæ.vísir/vilhelm „Ég er þakklátur fyrir hversu vel áhorfendur hafa tekið þættinum öll þessi átta ár og sömuleiðis þakklátur fjölskyldunni að taka þátt í verkefninu með mér. Öll fimmtudags- og föstudagskvöld hafa verið dekkuð hjá mér undanfarin átta ár.“ Kjartan og félagar á Álftanesi eru stórhuga fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Þeir hafa meðal annars samið við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. „Við erum að skrifa körfuboltasöguna á Álftanesi og okkar markmið er að halda áfram að búa til öflugt körfuboltafélag. Það er mikill vöxtur í yngri flokkunum og okkar langtímamarkmið er að halda áfram að efla allt starfið,“ sagði Kjartan. Hann hefur fulla trú að Körfuboltakvöld haldi sínu striki þrátt fyrir að hann sé horfinn úr brúnni. „Að mínu mati kemur alltaf maður í manns stað og það er mikilvægt að sá sem tekur við fái að stýra þættinum eftir sínu höfði. Ég óska eftirmanni mínum alls hins besta og veit að íslenskur körfubolti og íslenskt íþróttasjónvarp mun halda áfram að vaxa,“ sagði Kjartan að lokum.
Tímamót Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira