„Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 10:33 Karl Friðleifur Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar korter var til leiksloka, og Víkingar 2-0 yfir gegn HK. Þeir lönduðu þó sigri og juku forskot sitt á toppi Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Rauða spjaldið á Karl Friðleif, leikaraskapur Eyþórs Arons og olnbogaskot Nikolaj Hansen voru til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir mikil læti í Kórnum, í 2-1 sigri Víkinga gegn HK í Bestu deildinni í fótbolta. Víkingar unnu leikinn þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var rekinn af velli fyrir brot á Eyþóri Aroni Wöhler. Eyþór hafði skömmu áður fengið gult spjald eftir furðuleg viðskipti við Gunnar Vatnhamar þar sem Eyþór kastaði sér niður í gervigrasið. Sérfræðingarnir í Stúkunni byrjuðu á að skorað rauða spjaldið sem Karl Friðleifur fékk en dómari leiksins virtist fyrst ætla að gefa gult spjald. Alla umræðuna og atvikin má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lætin í Kórnum „Dómarinn virðist hafa gott sjónarhorn. Virðist sjá þetta alveg „clean“. Ég held að hann hafi endað á réttri ákvörðun. Ég skil ekki hvað Karl Friðleifur er að gera. Hann í rauninni sest á rassinn, fer reyndar ekki á neitt ofboðslegum hraða inn í þetta, en hann fer niður með báðar lappir beinar, aðra uppi, og samkvæmt bókinni þá held ég að þetta sé bara rétt ákvörðun,“ sagði Baldur Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, benti svo á skemmtilega staðreynd þegar hann sýndi mynd af gæslumanninum sem „gætti“ Karls Friðleifs utan vallar eftir rauða spjaldið. Sá var nefnilega Frans, bróðir Eyþórs Arons. „Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig eftir að þú fékkst rautt spjald,“ sagði Guðmundur léttur í bragði. Karl Friðleifur Gunnarsson kominn af velli eftir rauða spjaldið, í gæslu hjá bróður þess sem hann braut á.Stöð 2 Sport Höfum allir lent í að fá olnboga í andlitið Sérfræðingarnir skoðuðu einnig olnbogaskot Nikolaj Hansen í Eið Atla Rúnarsson þegar þeir voru í skallabaráttu. Guðmundur spurði hvort að þessu atviki yrði vísað til aganefndar, eins og olnbogaskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar í Hansen á dögunum, en Baldur og Atli Viðar Björnsson töldu að það ætti ekki að gera. „Við vitum það náttúrulega ekki en ég myndi ekki gera það. Mér finnst í rauninni galið að einhverjir Hafnfirðingar séu að líkja þessu saman. Mér finnst vera mikill stigsmunur á þessum tveimur atvikum. Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak, hann er að nota hendurnar til að stökkva upp, hann er á undan upp. Því miður, þetta gerist bara. Við höfum allir lent í þessu, að fá olnboga í andlitið. Menn fara upp með hendurnar. Sumir dómarar gefa gult á þetta en þetta er heiðarleg barátta sem því miður endar svona fyrir Eið Atla,“ sagði Baldur og Atli Viðar tók undir: „Það að menn fái aðeins á lúðurinn er bara því miður óhjákvæmilegur hluti af leiknum, þegar reglurnar eru eins og þær eru.“ „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu“ Loks var farið yfir fyrrnefndan leikaraskap Eyþórs Arons sem Baldur sagði vera ljóð á ráði hans: „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu. Spilaðu eins og þú spilar, og vertu óþolandi, en hættu að kasta þér niður. Þetta er í annað sinn sem við sjáum þetta.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Víkingar unnu leikinn þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var rekinn af velli fyrir brot á Eyþóri Aroni Wöhler. Eyþór hafði skömmu áður fengið gult spjald eftir furðuleg viðskipti við Gunnar Vatnhamar þar sem Eyþór kastaði sér niður í gervigrasið. Sérfræðingarnir í Stúkunni byrjuðu á að skorað rauða spjaldið sem Karl Friðleifur fékk en dómari leiksins virtist fyrst ætla að gefa gult spjald. Alla umræðuna og atvikin má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lætin í Kórnum „Dómarinn virðist hafa gott sjónarhorn. Virðist sjá þetta alveg „clean“. Ég held að hann hafi endað á réttri ákvörðun. Ég skil ekki hvað Karl Friðleifur er að gera. Hann í rauninni sest á rassinn, fer reyndar ekki á neitt ofboðslegum hraða inn í þetta, en hann fer niður með báðar lappir beinar, aðra uppi, og samkvæmt bókinni þá held ég að þetta sé bara rétt ákvörðun,“ sagði Baldur Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, benti svo á skemmtilega staðreynd þegar hann sýndi mynd af gæslumanninum sem „gætti“ Karls Friðleifs utan vallar eftir rauða spjaldið. Sá var nefnilega Frans, bróðir Eyþórs Arons. „Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig eftir að þú fékkst rautt spjald,“ sagði Guðmundur léttur í bragði. Karl Friðleifur Gunnarsson kominn af velli eftir rauða spjaldið, í gæslu hjá bróður þess sem hann braut á.Stöð 2 Sport Höfum allir lent í að fá olnboga í andlitið Sérfræðingarnir skoðuðu einnig olnbogaskot Nikolaj Hansen í Eið Atla Rúnarsson þegar þeir voru í skallabaráttu. Guðmundur spurði hvort að þessu atviki yrði vísað til aganefndar, eins og olnbogaskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar í Hansen á dögunum, en Baldur og Atli Viðar Björnsson töldu að það ætti ekki að gera. „Við vitum það náttúrulega ekki en ég myndi ekki gera það. Mér finnst í rauninni galið að einhverjir Hafnfirðingar séu að líkja þessu saman. Mér finnst vera mikill stigsmunur á þessum tveimur atvikum. Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak, hann er að nota hendurnar til að stökkva upp, hann er á undan upp. Því miður, þetta gerist bara. Við höfum allir lent í þessu, að fá olnboga í andlitið. Menn fara upp með hendurnar. Sumir dómarar gefa gult á þetta en þetta er heiðarleg barátta sem því miður endar svona fyrir Eið Atla,“ sagði Baldur og Atli Viðar tók undir: „Það að menn fái aðeins á lúðurinn er bara því miður óhjákvæmilegur hluti af leiknum, þegar reglurnar eru eins og þær eru.“ „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu“ Loks var farið yfir fyrrnefndan leikaraskap Eyþórs Arons sem Baldur sagði vera ljóð á ráði hans: „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu. Spilaðu eins og þú spilar, og vertu óþolandi, en hættu að kasta þér niður. Þetta er í annað sinn sem við sjáum þetta.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira