Jokic með sópinn á lofti og LeBron mögulega hættur Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 07:29 Nikola Jokic stóð uppi sem sigurvegari en LeBron James gæti hafa spilað sinn síðasta leik. AP/Ashley Landis Nikola Jokic var að vanda stórkostlegur fyrir Denver Nuggets þegar liðið komst í fyrsta sinn í sögunni í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, með því að sópa LA Lakers út 4-0. LeBron James og félagar í Lakers reyndu allt hvað þeir gátu að halda lífi í einvíginu og voru 73-58 yfir í hálfleik í nótt, en Denver svaraði því með mögnuðum þriðja leikhluta og vann að lokum 113-111. Jokic skoraði síðustu körfu leiksins en þá var enn tími fyrir tvær tilraunir James til að jafna metin, sem báðar klikkuðu. Jokic endaði með 30 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar, og náði þar með þrennu í áttunda sinn í þessari úrslitakeppni. Þannig bætti hann 56 ára gamalt met Wilt Chamblerain yfir flestar þrennur í einni úrslitakeppni. Nikola Jokic that s my signature shot I m joking. But it s the easiest shot to shoot when you just have to shoot. Being off balanced, I ve been off balanced my entire life. pic.twitter.com/tIfa3x7l2c— Jake Shapiro (@Shapalicious) May 23, 2023 Serbinn lét að vanda einnig mikið til sín taka í vörninni en hafði orkuna sem þurfti til að komast framhjá Anthony Davis og skora sigurkörfuna þegar 51 sekúnda var eftir. „Ég held að þess vegna sé úrslitakeppnin svona skemmtileg og spennandi, því manni er alveg nákvæmlega sama hversu þreyttur maður er,“ sagði Jokic. „Manni er sama um mínútur, villur, skot, prósentur. Maður vill bara vinna leiki. Stundum spiluðum við ekki góða vörn en það er hægt að vinna leiki með alls konar hætti,“ sagði Jokic. Nikola Jokic (27.8 PTS, 14.5 REB, 11.8 AST) is the 4th player to average a triple-double in a Conference Finals:Jason Kidd (2001-02 vs. BOS): 17.5 PTS, 11.2 REB, 10.2 ASTMagic Johnson (1982-83 vs. SAS): 17.5 PTS, 10.5 REB, 14 AST*Wilt Chamberlain (1966-67 vs. BOS): 21.6 PPG, pic.twitter.com/hNnDCkaROw— NBA History (@NBAHistory) May 23, 2023 James átti rosalegan fyrri hálfleik og endaði leikinn með 40 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar en það dugði skammt. Hann hrósaði Jokic og Denver-liðinu í hástert eftir leik og sagði það líklega það besta sem hann hefði mætt þau fjögur ár sem hann hefði spilað með Lakers. James náði þeim áfanga í vetur að verða stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar og í gærkvöld, rétt eftir að tímabilinu lauk, viðurkenndi hann að mögulega hefði hann spilað sinn síðasta leik á ferlinum. "Just for me personally going forward with the game of basketball, I got a lot to think about."LeBron James on his future(via @NBATV)pic.twitter.com/pu84XhAud3— Sports Illustrated (@SInow) May 23, 2023 „Hvað mig snertir, og framhaldið í körfuboltanum, þá þarf ég að hugsa um margt,“ sagði James á blaðamannafundi áður en hann kvaddi viðstadda, en hann útskýrði mál sitt aðeins betur í samtali við Dave McMenamin hjá ESPN. Þar sagðist hann vera að íhuga hvort hann vildi halda áfram á næstu leiktíð og að hann þyrfti nú að íhuga hvort hann vildi hætta. Denver byrjar sitt fyrsta einvígi um NBA-meistaratitilinn 1. júní og mögulega verða bæði lið þar úthvíld því í kvöld getur Miami Heat sópað Boston Celtics út því staðan í því einvígi er 3-0 Miami í vil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
LeBron James og félagar í Lakers reyndu allt hvað þeir gátu að halda lífi í einvíginu og voru 73-58 yfir í hálfleik í nótt, en Denver svaraði því með mögnuðum þriðja leikhluta og vann að lokum 113-111. Jokic skoraði síðustu körfu leiksins en þá var enn tími fyrir tvær tilraunir James til að jafna metin, sem báðar klikkuðu. Jokic endaði með 30 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar, og náði þar með þrennu í áttunda sinn í þessari úrslitakeppni. Þannig bætti hann 56 ára gamalt met Wilt Chamblerain yfir flestar þrennur í einni úrslitakeppni. Nikola Jokic that s my signature shot I m joking. But it s the easiest shot to shoot when you just have to shoot. Being off balanced, I ve been off balanced my entire life. pic.twitter.com/tIfa3x7l2c— Jake Shapiro (@Shapalicious) May 23, 2023 Serbinn lét að vanda einnig mikið til sín taka í vörninni en hafði orkuna sem þurfti til að komast framhjá Anthony Davis og skora sigurkörfuna þegar 51 sekúnda var eftir. „Ég held að þess vegna sé úrslitakeppnin svona skemmtileg og spennandi, því manni er alveg nákvæmlega sama hversu þreyttur maður er,“ sagði Jokic. „Manni er sama um mínútur, villur, skot, prósentur. Maður vill bara vinna leiki. Stundum spiluðum við ekki góða vörn en það er hægt að vinna leiki með alls konar hætti,“ sagði Jokic. Nikola Jokic (27.8 PTS, 14.5 REB, 11.8 AST) is the 4th player to average a triple-double in a Conference Finals:Jason Kidd (2001-02 vs. BOS): 17.5 PTS, 11.2 REB, 10.2 ASTMagic Johnson (1982-83 vs. SAS): 17.5 PTS, 10.5 REB, 14 AST*Wilt Chamberlain (1966-67 vs. BOS): 21.6 PPG, pic.twitter.com/hNnDCkaROw— NBA History (@NBAHistory) May 23, 2023 James átti rosalegan fyrri hálfleik og endaði leikinn með 40 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar en það dugði skammt. Hann hrósaði Jokic og Denver-liðinu í hástert eftir leik og sagði það líklega það besta sem hann hefði mætt þau fjögur ár sem hann hefði spilað með Lakers. James náði þeim áfanga í vetur að verða stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar og í gærkvöld, rétt eftir að tímabilinu lauk, viðurkenndi hann að mögulega hefði hann spilað sinn síðasta leik á ferlinum. "Just for me personally going forward with the game of basketball, I got a lot to think about."LeBron James on his future(via @NBATV)pic.twitter.com/pu84XhAud3— Sports Illustrated (@SInow) May 23, 2023 „Hvað mig snertir, og framhaldið í körfuboltanum, þá þarf ég að hugsa um margt,“ sagði James á blaðamannafundi áður en hann kvaddi viðstadda, en hann útskýrði mál sitt aðeins betur í samtali við Dave McMenamin hjá ESPN. Þar sagðist hann vera að íhuga hvort hann vildi halda áfram á næstu leiktíð og að hann þyrfti nú að íhuga hvort hann vildi hætta. Denver byrjar sitt fyrsta einvígi um NBA-meistaratitilinn 1. júní og mögulega verða bæði lið þar úthvíld því í kvöld getur Miami Heat sópað Boston Celtics út því staðan í því einvígi er 3-0 Miami í vil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira