Carmelo Anthony hættur í körfubolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 18:01 Carmelo Anthony lék með Denver Nuggets fyrstu ár ferilsins í NBA-deildinni. getty/Doug Pensinger Körfuboltamaðurinn Carmelo Anthony hefur lagt skóna á hilluna. Hann er níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA og þrefaldur Ólympíumeistari. Thank you #STAYME7O pic.twitter.com/4au8cOd13s— Carmelo Anthony (@carmeloanthony) May 22, 2023 Eftir að hafa orðið háskólameistari með Syracuse 2003 valdi Denver Nuggets Anthony með þriðja valrétti í nýliðavalinu það ár. Denver komst í úrslitakeppnina öll tímabil Anthonys hjá liðinu og alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar 2009. Tveimur árum síðar var Anthony skipt til New York Knicks. Hann lék með Knicks í sex ár en liðið vann aðeins eitt einvígi í úrslitakeppninni á þeim tíma. Anthony á metið yfir flest stig í leik hjá Knicks en hann skoraði 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats í janúar 2014. Anthony varð stigakóngur NBA tímabilið 2012-13 en þá var hann með 28,7 stig að meðaltali í leik. Congratulations, @carmeloanthony on an amazing career! #STAYME7O pic.twitter.com/Z3GYLOE0dc— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 22, 2023 Anthony var skipt til Oklahoma City Thunder 2017 og lék þar í eitt tímabil. Hann fór svo til Houston Rockets, Portland Trail Blazers og loks Los Angeles Lakers á síðasta tímabili. Á ferli sínum í NBA var Anthony tíu sinnum valinn til að spila í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum í öðru úrvalsliði deildarinnar og fjórum sinnum í því þriðja. Anthony skoraði 28.289 stig í 1.260 leikjum í NBA, eða 22,5 stig að meðaltali í leik. Aðeins átta leikmenn hafa skorað meira. Carmelo Anthony has officially called it a career. His resume is loaded - 19 seasons in the NBA- 10x NBA All-Star- 28,289 career points (9th all-time)- NBA scoring champion- 6x All-NBA selection- NBA 75th anniversary team- 3x Olympic gold medalist- NCAA Champion pic.twitter.com/BCcMV25CfV— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) May 22, 2023 Anthony varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008, 2012 og 2016. Hann er sá eini sem hefur unnið þrjár gullmedalíur. Anthony er stiga-, frákasta- og leikjahæstur í Ólympíusögu bandaríska landsliðsins. NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Thank you #STAYME7O pic.twitter.com/4au8cOd13s— Carmelo Anthony (@carmeloanthony) May 22, 2023 Eftir að hafa orðið háskólameistari með Syracuse 2003 valdi Denver Nuggets Anthony með þriðja valrétti í nýliðavalinu það ár. Denver komst í úrslitakeppnina öll tímabil Anthonys hjá liðinu og alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar 2009. Tveimur árum síðar var Anthony skipt til New York Knicks. Hann lék með Knicks í sex ár en liðið vann aðeins eitt einvígi í úrslitakeppninni á þeim tíma. Anthony á metið yfir flest stig í leik hjá Knicks en hann skoraði 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats í janúar 2014. Anthony varð stigakóngur NBA tímabilið 2012-13 en þá var hann með 28,7 stig að meðaltali í leik. Congratulations, @carmeloanthony on an amazing career! #STAYME7O pic.twitter.com/Z3GYLOE0dc— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 22, 2023 Anthony var skipt til Oklahoma City Thunder 2017 og lék þar í eitt tímabil. Hann fór svo til Houston Rockets, Portland Trail Blazers og loks Los Angeles Lakers á síðasta tímabili. Á ferli sínum í NBA var Anthony tíu sinnum valinn til að spila í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum í öðru úrvalsliði deildarinnar og fjórum sinnum í því þriðja. Anthony skoraði 28.289 stig í 1.260 leikjum í NBA, eða 22,5 stig að meðaltali í leik. Aðeins átta leikmenn hafa skorað meira. Carmelo Anthony has officially called it a career. His resume is loaded - 19 seasons in the NBA- 10x NBA All-Star- 28,289 career points (9th all-time)- NBA scoring champion- 6x All-NBA selection- NBA 75th anniversary team- 3x Olympic gold medalist- NCAA Champion pic.twitter.com/BCcMV25CfV— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) May 22, 2023 Anthony varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008, 2012 og 2016. Hann er sá eini sem hefur unnið þrjár gullmedalíur. Anthony er stiga-, frákasta- og leikjahæstur í Ólympíusögu bandaríska landsliðsins.
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira