FH-ingar gagnrýna vinnubrögð Klöru og KSÍ: „Algjörlega ótækt“ Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2023 22:45 Klara Bjartmarz og Kjartan Henry Finnbogason Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild FH gagnrýnir harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns félagsins. Knattspyrnudeild FH hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar úrskurðar Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þess efnis að dæma leikmann FH, Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik FH og Víkings Reykjavíkur á dögunum. Dómarar umrædds leiks sáu ekki atvikið milli Kjartans Henrys og Nicolaj Hansen, sóknarmanns Víkings Reykjavíkur en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ sendi erindi til Aga- og úrskurðarnefndar sambandsins sem varðaði atvikið en á myndbandsupptöku sést Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen olnbogaskot. Með þessu nýtti Klara Bjartmarz sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. „Hins vegar er framganga framkvæmdarstjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð.“ Hún getur ekki sest í dómarasæti FH-ingar segja Klöru þar fullyrða það tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan Henry hafi sýnt af sér óíþróttarmannslegan og hættulegan leik. „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti. Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar FH pic.twitter.com/2xqwKuzQNE— FHingar (@fhingar) May 21, 2023 Í úrskurði Aga- og úrskurðarnefndar kemur fram að nefndin tekur undir þau sjónarmið FH að „ókleift sé að fullyrða að leikmaður FH hafi af ásetningi gerst brotlegur gagnvart leikmanni Víkings R.“ „Með öðrum orðum, þá telur nefndin ómögulegt að dæma um hvort að um viljaverk hafi verið að ræða í umræddu tilviki af hálfu Kjartans. Í huga FH, og líklega flestra annarra, þá ættu óviljaverk leikmanna varla að geta flokkast undir óíþróttamannslega hegðun eða gróf og alvarleg brot sem beri að refsa sérstaklega fyrirmeð leikbanni á síðari stigum.“ Niðurstaða nefndarinnar hafi hins vegar verið sú að þrátt fyrir að ekki teldist staðfest að brotið hafi verið framið af ásetningi, þá teldist það engu að síður vera „alvarlegt agabrot“ og að Kjartan hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik.“ „Að mati FH heldur slíkur rökstuðningur eða málflutningur ekki vatni og býður augljóslega upp á að það verði nóg að gera hjá framkvæmdarstjóra KSÍ og Aga- og úrskurðarnefndinni í sumar að dæma leikmenn í leikbönn fyrir möguleg óviljaverk,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. KSÍ þurfi að íhuga alvarlega stefnu sína FH telur ljóst að megin ástæðu þess að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu megi rekja til máflutnings og fullyrðinga Klöru í greinargerð hennar til nefndarinnar. Mikil og „einhliða“ fjölmiðlaumfjöllun um atvikið og Kjartan Henry hafi þá einnig haft áhrif á bæði greinargerð Klöru sem og niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar. „Sé það rétt ályktað er það grafalvarlegt mál,“segir í yfirlýsingu FH-inga. Þeir meta það sem svo að ef litið yrði hlutlægt á umrætt atvik, óháð fjölmiðlaumfjöllun, persónum og leikendum teljist brotið ekki verðskulda rautt spjald, „hvað þá leikbann á síðari stigum.“ Kjartan Henry leikur með FH FH FH-ingar segja KSÍ þurfa að íhuga alvarlega stefnu sína í þessum málaflokki. „KSÍ þarf að hætta að velta sér upp úr því hver umræðan er á samfélagsmiðlum og þora að taka ákvarðanir byggðar á staðreyndum og sýna festu í þessum málum líkt og öðrum.“ Búast megi við því að nóg verði að gera hjá Klöru Bjartmarz í starfi framkvæmdastjóra KSÍ í sumar. „Og vonum við að hún beri gæfu til að taka á þessum málum af meiri fagmennsku en hún hefur gert í þeim tveimur málum sem hafa snert Fimleikafélagið á þessu tímabili.“ Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Knattspyrnudeild FH hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar úrskurðar Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þess efnis að dæma leikmann FH, Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik FH og Víkings Reykjavíkur á dögunum. Dómarar umrædds leiks sáu ekki atvikið milli Kjartans Henrys og Nicolaj Hansen, sóknarmanns Víkings Reykjavíkur en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ sendi erindi til Aga- og úrskurðarnefndar sambandsins sem varðaði atvikið en á myndbandsupptöku sést Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen olnbogaskot. Með þessu nýtti Klara Bjartmarz sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. „Hins vegar er framganga framkvæmdarstjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð.“ Hún getur ekki sest í dómarasæti FH-ingar segja Klöru þar fullyrða það tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan Henry hafi sýnt af sér óíþróttarmannslegan og hættulegan leik. „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti. Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar FH pic.twitter.com/2xqwKuzQNE— FHingar (@fhingar) May 21, 2023 Í úrskurði Aga- og úrskurðarnefndar kemur fram að nefndin tekur undir þau sjónarmið FH að „ókleift sé að fullyrða að leikmaður FH hafi af ásetningi gerst brotlegur gagnvart leikmanni Víkings R.“ „Með öðrum orðum, þá telur nefndin ómögulegt að dæma um hvort að um viljaverk hafi verið að ræða í umræddu tilviki af hálfu Kjartans. Í huga FH, og líklega flestra annarra, þá ættu óviljaverk leikmanna varla að geta flokkast undir óíþróttamannslega hegðun eða gróf og alvarleg brot sem beri að refsa sérstaklega fyrirmeð leikbanni á síðari stigum.“ Niðurstaða nefndarinnar hafi hins vegar verið sú að þrátt fyrir að ekki teldist staðfest að brotið hafi verið framið af ásetningi, þá teldist það engu að síður vera „alvarlegt agabrot“ og að Kjartan hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik.“ „Að mati FH heldur slíkur rökstuðningur eða málflutningur ekki vatni og býður augljóslega upp á að það verði nóg að gera hjá framkvæmdarstjóra KSÍ og Aga- og úrskurðarnefndinni í sumar að dæma leikmenn í leikbönn fyrir möguleg óviljaverk,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. KSÍ þurfi að íhuga alvarlega stefnu sína FH telur ljóst að megin ástæðu þess að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu megi rekja til máflutnings og fullyrðinga Klöru í greinargerð hennar til nefndarinnar. Mikil og „einhliða“ fjölmiðlaumfjöllun um atvikið og Kjartan Henry hafi þá einnig haft áhrif á bæði greinargerð Klöru sem og niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar. „Sé það rétt ályktað er það grafalvarlegt mál,“segir í yfirlýsingu FH-inga. Þeir meta það sem svo að ef litið yrði hlutlægt á umrætt atvik, óháð fjölmiðlaumfjöllun, persónum og leikendum teljist brotið ekki verðskulda rautt spjald, „hvað þá leikbann á síðari stigum.“ Kjartan Henry leikur með FH FH FH-ingar segja KSÍ þurfa að íhuga alvarlega stefnu sína í þessum málaflokki. „KSÍ þarf að hætta að velta sér upp úr því hver umræðan er á samfélagsmiðlum og þora að taka ákvarðanir byggðar á staðreyndum og sýna festu í þessum málum líkt og öðrum.“ Búast megi við því að nóg verði að gera hjá Klöru Bjartmarz í starfi framkvæmdastjóra KSÍ í sumar. „Og vonum við að hún beri gæfu til að taka á þessum málum af meiri fagmennsku en hún hefur gert í þeim tveimur málum sem hafa snert Fimleikafélagið á þessu tímabili.“
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn