FH-ingar gagnrýna vinnubrögð Klöru og KSÍ: „Algjörlega ótækt“ Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2023 22:45 Klara Bjartmarz og Kjartan Henry Finnbogason Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild FH gagnrýnir harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns félagsins. Knattspyrnudeild FH hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar úrskurðar Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þess efnis að dæma leikmann FH, Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik FH og Víkings Reykjavíkur á dögunum. Dómarar umrædds leiks sáu ekki atvikið milli Kjartans Henrys og Nicolaj Hansen, sóknarmanns Víkings Reykjavíkur en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ sendi erindi til Aga- og úrskurðarnefndar sambandsins sem varðaði atvikið en á myndbandsupptöku sést Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen olnbogaskot. Með þessu nýtti Klara Bjartmarz sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. „Hins vegar er framganga framkvæmdarstjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð.“ Hún getur ekki sest í dómarasæti FH-ingar segja Klöru þar fullyrða það tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan Henry hafi sýnt af sér óíþróttarmannslegan og hættulegan leik. „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti. Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar FH pic.twitter.com/2xqwKuzQNE— FHingar (@fhingar) May 21, 2023 Í úrskurði Aga- og úrskurðarnefndar kemur fram að nefndin tekur undir þau sjónarmið FH að „ókleift sé að fullyrða að leikmaður FH hafi af ásetningi gerst brotlegur gagnvart leikmanni Víkings R.“ „Með öðrum orðum, þá telur nefndin ómögulegt að dæma um hvort að um viljaverk hafi verið að ræða í umræddu tilviki af hálfu Kjartans. Í huga FH, og líklega flestra annarra, þá ættu óviljaverk leikmanna varla að geta flokkast undir óíþróttamannslega hegðun eða gróf og alvarleg brot sem beri að refsa sérstaklega fyrirmeð leikbanni á síðari stigum.“ Niðurstaða nefndarinnar hafi hins vegar verið sú að þrátt fyrir að ekki teldist staðfest að brotið hafi verið framið af ásetningi, þá teldist það engu að síður vera „alvarlegt agabrot“ og að Kjartan hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik.“ „Að mati FH heldur slíkur rökstuðningur eða málflutningur ekki vatni og býður augljóslega upp á að það verði nóg að gera hjá framkvæmdarstjóra KSÍ og Aga- og úrskurðarnefndinni í sumar að dæma leikmenn í leikbönn fyrir möguleg óviljaverk,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. KSÍ þurfi að íhuga alvarlega stefnu sína FH telur ljóst að megin ástæðu þess að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu megi rekja til máflutnings og fullyrðinga Klöru í greinargerð hennar til nefndarinnar. Mikil og „einhliða“ fjölmiðlaumfjöllun um atvikið og Kjartan Henry hafi þá einnig haft áhrif á bæði greinargerð Klöru sem og niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar. „Sé það rétt ályktað er það grafalvarlegt mál,“segir í yfirlýsingu FH-inga. Þeir meta það sem svo að ef litið yrði hlutlægt á umrætt atvik, óháð fjölmiðlaumfjöllun, persónum og leikendum teljist brotið ekki verðskulda rautt spjald, „hvað þá leikbann á síðari stigum.“ Kjartan Henry leikur með FH FH FH-ingar segja KSÍ þurfa að íhuga alvarlega stefnu sína í þessum málaflokki. „KSÍ þarf að hætta að velta sér upp úr því hver umræðan er á samfélagsmiðlum og þora að taka ákvarðanir byggðar á staðreyndum og sýna festu í þessum málum líkt og öðrum.“ Búast megi við því að nóg verði að gera hjá Klöru Bjartmarz í starfi framkvæmdastjóra KSÍ í sumar. „Og vonum við að hún beri gæfu til að taka á þessum málum af meiri fagmennsku en hún hefur gert í þeim tveimur málum sem hafa snert Fimleikafélagið á þessu tímabili.“ Besta deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Knattspyrnudeild FH hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar úrskurðar Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þess efnis að dæma leikmann FH, Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik FH og Víkings Reykjavíkur á dögunum. Dómarar umrædds leiks sáu ekki atvikið milli Kjartans Henrys og Nicolaj Hansen, sóknarmanns Víkings Reykjavíkur en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ sendi erindi til Aga- og úrskurðarnefndar sambandsins sem varðaði atvikið en á myndbandsupptöku sést Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen olnbogaskot. Með þessu nýtti Klara Bjartmarz sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. „Hins vegar er framganga framkvæmdarstjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð.“ Hún getur ekki sest í dómarasæti FH-ingar segja Klöru þar fullyrða það tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan Henry hafi sýnt af sér óíþróttarmannslegan og hættulegan leik. „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti. Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar FH pic.twitter.com/2xqwKuzQNE— FHingar (@fhingar) May 21, 2023 Í úrskurði Aga- og úrskurðarnefndar kemur fram að nefndin tekur undir þau sjónarmið FH að „ókleift sé að fullyrða að leikmaður FH hafi af ásetningi gerst brotlegur gagnvart leikmanni Víkings R.“ „Með öðrum orðum, þá telur nefndin ómögulegt að dæma um hvort að um viljaverk hafi verið að ræða í umræddu tilviki af hálfu Kjartans. Í huga FH, og líklega flestra annarra, þá ættu óviljaverk leikmanna varla að geta flokkast undir óíþróttamannslega hegðun eða gróf og alvarleg brot sem beri að refsa sérstaklega fyrirmeð leikbanni á síðari stigum.“ Niðurstaða nefndarinnar hafi hins vegar verið sú að þrátt fyrir að ekki teldist staðfest að brotið hafi verið framið af ásetningi, þá teldist það engu að síður vera „alvarlegt agabrot“ og að Kjartan hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik.“ „Að mati FH heldur slíkur rökstuðningur eða málflutningur ekki vatni og býður augljóslega upp á að það verði nóg að gera hjá framkvæmdarstjóra KSÍ og Aga- og úrskurðarnefndinni í sumar að dæma leikmenn í leikbönn fyrir möguleg óviljaverk,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. KSÍ þurfi að íhuga alvarlega stefnu sína FH telur ljóst að megin ástæðu þess að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu megi rekja til máflutnings og fullyrðinga Klöru í greinargerð hennar til nefndarinnar. Mikil og „einhliða“ fjölmiðlaumfjöllun um atvikið og Kjartan Henry hafi þá einnig haft áhrif á bæði greinargerð Klöru sem og niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar. „Sé það rétt ályktað er það grafalvarlegt mál,“segir í yfirlýsingu FH-inga. Þeir meta það sem svo að ef litið yrði hlutlægt á umrætt atvik, óháð fjölmiðlaumfjöllun, persónum og leikendum teljist brotið ekki verðskulda rautt spjald, „hvað þá leikbann á síðari stigum.“ Kjartan Henry leikur með FH FH FH-ingar segja KSÍ þurfa að íhuga alvarlega stefnu sína í þessum málaflokki. „KSÍ þarf að hætta að velta sér upp úr því hver umræðan er á samfélagsmiðlum og þora að taka ákvarðanir byggðar á staðreyndum og sýna festu í þessum málum líkt og öðrum.“ Búast megi við því að nóg verði að gera hjá Klöru Bjartmarz í starfi framkvæmdastjóra KSÍ í sumar. „Og vonum við að hún beri gæfu til að taka á þessum málum af meiri fagmennsku en hún hefur gert í þeim tveimur málum sem hafa snert Fimleikafélagið á þessu tímabili.“
Besta deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira